Tónlistin - 01.12.1944, Side 47
tónlistin
77
einskonar jazz-hljómleikar, svokölluÖ
kabarett-kvöld og Halllijargar-kvöld.
SJíkir hljómleikar hafa, sem betur fer,
ekki farið neina sigurför. Hér hlasir við
hinn mikli munur á unnendum göfugrar
tónlistar og jazzins. í staðinn fyrir þög-
ult fólk, sem situr grafkyrrt og nýtur
klassískrar tónlistar, birtist nú æpandi
lýður, sem ekur sér og stappar eftir fyr-
irmyndum þeim, sem túlka þessa dæma-
lausu hljómlist.
Manni kemur ósjálfrátt í hug að flokka
þessa tvennskonar músík cftir áhrifum
þeim, sem hún skapar, sem sé „andlega"
niúsík, sem veitir unnendum sínum fals-
lausa hrifningu og holl viðfangsefni til
umhugsunar og úrlausnar, og svo „líkam-
lega" músík, sem setur vöðva og tauga-
kerfi á hreyfingu með áhrifum sínum,
eins og jazzinn. Þessi „líkamlega" músík
er að verða allsráðandi í dans- og veit-
ingasölum lands vors og jafnvel víðar.
Lað má heita hreinasta undantekning, et'
niaður fær fallegan vals eða annað þess
háttar til að dansa eftir, et' ekki er sér-
staklega um það heðið. Kórónan á sví-
virðunni er þó það, jægar spilarar sýna
þann ósmekk, að taka falleg klassísk
stykki og tæta þau sundur í trylltum
jazzi. Slík meðferð er þyngri en tár-
um taki, og ætti alls ekki að líðast.
Islenzkir hljómlistarmenn, eldri sem
vngri, ættu að yfirvega þetta atriði, og
fer þá naumast hjá því, að þeir sjá, hvi-
kkan voða þeir búa þjóðinni i heikl með
slíkum hætti. Hljóðfæraleikarar verða að
gera sér Ijóst, að þeir eru í vissum skiln-
*ngi lærifeður almennings. Það er oft á
þeirra valdi, hvaða skilning fjöldinn legg-
llr i tónlist. Þessvegna bera þeir að veru-
legu leyti ábyrgð á tónlistaruppeldi og
tonlistarþroska almennings. Það er af
þessum ástæðum, að hljóðfæraleikarar
verða að kappkosta að haga þannig efnis-
vali og efnismeðferð, að almenningur fái
sem réttasta og sannasta mynd af tón-
list yfirleitt og gildi hennar til menning-
ar 0g þroska.
líg minntist áðan á jazzinn og ómenn-
>ngu þá, sem hann er áð skapa og mun
Smávegis
í dúr og moll
===== - - -- —11
Tónlistin verður að slá eld úr anda
mannsins. Bccthovcn.
Baráttan er upphaf allra hluta.
Hcraklit.
Láttu gott af þér leiða, hvar sem þú
getur!
Elskaðu frelsið framar öllu öðru!
Afneitaðu aldrei sannleikanum, heldur
ekki þótt sértu konungur.
Eg vil 'sýna, að hver sá, er breytir rétt
og göfuglega, getur afhorið óhamingj-
una.
Bcethoven.
skapa, ef haldið verður áfram á líkri
hraut og hingað til. Það er með jazz-
inn líkt og lélega reyfara og kvikmynd-
ir. Fólk gín við hinum æsandi áhrifum
og frásögnum, og um leið* verður það
að bráð allskonar áróðri og ómenningu,
sem á þennan hátt er smyglað inn í vit-
und þess, án þess heilbrigð skynsemi ]æss
fái rönd við reist.
Hér er hætta á ferðuin; og gera þarf
ráðstafanir til ]>ess að yfirstíga hana.
Hver er sá maður eða kona í ])essu landi,
sem vitandi vits vill vinna að auknu ó-
fremdarástandi og ándlegri niðurlægingu
þjóðar sinnar? Hver er sá ntaður eða
kona, sem ala vill börn sín á lélegu úr-
kasti í staðinn fyrir kraftmeti, aðeins
vegna ]>ess að úrkastið er ódýrara? Ef
til vill er eitthvað til af slíku fólki, en
vonandi ekki mikið. Hér er um að ræða
rányrkju, sem ef til vill veitir einstökum
mönnum stundarhagnað. En allir ættu
að gera sér ljóst, að rányrkjan er dýr
gróðavegur, sem hefnir sín grimmilega,
])egar búið er að mergsjúga jarðveginn.
Hannes Þorstcinsson,
Rcykjavík.