Bændablaðið - 08.06.2004, Side 10

Bændablaðið - 08.06.2004, Side 10
10 Þriðjudagur 8. júní 2004 Árið 2003 voru byggð 204 ný fjós í Danmörku. Til saman- burðar þá voru byggð 275 ný fjós árið 2002. Af þessum 204 fjósum voru 175 með hefð- bundinni mjaltatækni en 65 með mjaltaþjónum. Mörg þessar nýju fjósa voru byggð fyrir 150 mjólkurkýr eða fleiri. Gólfgerð og meðhöndlun mykju Fjós með lokuðum gólfum með drenlögnum og sköfum sækja á - sérstaklega gólf sem eru úr forsteyptum einingum. Á sumum svæðum í Danmörku er hlutfall rimlagólfa og lokaðra gólfa næstum því jafnt. Þá er það orðið algengara að gert sé ráð fyrir búnaði ofan á rimlum til að hreinsa þá. Ýmist er þá um að ræða sjálfvirkar sköfur, t.d. togsköfur, eða vél- búnað sem bæði nýtist til að hreinsa göngusvæðið, hreinsa aftan úr legubásunum og dreifa undirburði. Mjaltatækni Af þeim 204 fjósum sem byggð voru 2003 voru 86% með hefðbundinni mjaltatækni en 14% með mjaltaþjónum. Flestir sem velja hefðbundna mjalta- tækni velja mjaltabás (30°dálkbás). Alls voru settir upp 140 dálkbásar í Danmörku árið 2003 og er algengt að valið sé að vera með hraðútgangs (fastexit) útfærslu af slíkum básunum. Aðeins 15% af mjalta- básunum sem settir voru upp 2003 voru ýmist þannig útfærðir að kýrnar voru mjólkaðar aftan frá, klefabásar (tandem) eða 60° dálkbásar Teknar voru í notkun 35 mjaltahringekjur árið 2003, þar af var mjólkað utan frá í 40% af hringekjunum. Fleiri mjaltaþjónar voru settir upp árið 2003 en árið 2002 eða 102, þar af voru 2/3 settir upp í nýjum fjósum. Nokkur dæmi voru um að bú sem þegar höfðu sett upp mjalta- þjón bættu við sig viðbótar- einingum - ýmist með því að bæta við einni einingu í fjöl- einingakerfi eða setja upp stakar einingar. Að meðaltali eru næstum tvær MÞ einingar í hverju fjósi með MÞ í Danmörku. Þessi tala stígur frá fyrra ári sem gefur til kynna að MÞ eru í auknum mæli teknir í notkun í stærri fjósum, þ.e. fjósum með fleiri en 100 kýr. Kálfar og uppeldiskvígur Aukinn áhugi er hjá bændum að byggja fjós yfir kálfana og kvígurnar. Margir hafa byggt sér- staklega yfir mjólkurkýrnar á síðustu árum og stefna að því að byggja yfir kvígur og kálfa í komandi framtíð. Víða eru upp- eldisgripir hýstir í eldri bygg- ingum og oftar en ekki í fleiri en einni byggingu. Þetta felur í sér talsvert vinnuóhagræði, sem bændur vilja gjarnan bæta úr. Einnig hefur aukist að bændur byggi fjós sérstaklega yfir sláturgripi. Hvað gerist árið 2004? Gert er ráð fyrir að það haldi áfram að draga úr byggingar- framkvæmdum hjá mjólkurfram- leiðendum í Danmörku á næsta ári. Þær áherslur sem verða í byggingarframkvæmdum eru: Færri ný fjós, en stærri Viðbygging/stækkun á núver- andi fjósi Einfaldar lausnir varðandi mjaltatækni/aðstöðurými í nú- verandi fjósum Ný fjós fyrir uppeldisgripi Aukning í MÞ sem teknir eru í notkun, bæði nýbyggingar og endurbætur á núverandi bygg- ingum Áhersla á hrein og þurr gangs- væði og að auki þurrt og vel undirborið legusvæði Fóðurgeymslur, sérstaklega fyrir gróffóður Unnsteinn Snorri Snorrason Fag-Fjós unnsteinn@rala.is Fjósbyggingar í Danmörku árið 2003 Meirihluti nýrra fjósa er með hefðbundinni mjaltatækni Bann hefur verið sett á netaveiði göngusilungs við Eyjafjörð. Sveitarstjórn Grýtubakka- hrepps hefur mótmælt því hvernig staðið var að setningu bannsins og telur eðlilegt að ákvörðunin verði dregin til baka á grundvelli þess hvernig að henni var staðið. Guðný Sverrisdóttir, sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps, sagði í samtali við Bændablaðið að þó- nokkuð hefði verið um að bændur sem eiga land að sjó hafi stundað silungsveiðar við Eyjafjörð, bæði í Svalbarðsstrandarhreppi og í Grýtubakkahreppi. Fyrst og fremst hefðu menn verið að veiða til matar fyrir sig og sína. Guðný segist skilja sjónarmið stjórna veiðifélaganna en henni finnst ekki rétt að þessu staðið. Tekin hafi verið einhliða ákvörðun í ár um að banna netaveiðarnar án þess að tala við sveitarstjórnir eða bændur. Hún segir að sveitarstjórn hafi farið fram á það við veiði- málastjóra að hann dragi þessa ákvörðun til baka. Svar hafi ekki borist og því hafi ekki verið ákveðið hvað verði gert í fram- haldinu. Árni Ísaksson veiðimálastjóri sagði að lengi hafi legið fyrir beiðni frá veiðifélögum í Eyjafirði um að stöðva netaveiði á bleikju í sjó og þau hafi bent á máli sínu til stuðnings að veiði á silungi í ám hafi dregist saman. Sömuleiðis hafi verið óréttlæti í gangi í 25 ár sem felst í því að bannað hefur verið að veiða bleikju í net öðru- megin við fjörðinn en leyft hinu- megin. Þess vegna þótti réttlætis- mál að báðir aðilar væru undir sama hatti hvað þetta varðar þegar reynt væri að vernda fiskistofna ánna. Bændur fá umþóttunartíma hvað varðar netaveiðina fram í júlí í sumar. Í bréfi veiðimálastjóra til eigenda veiðiréttar við Eyjafjörð um veiðibannið segir m.a. ,,Í fiski- fræði ríkir það almenna viðhorf, að ekki sé heppilegt að veiða úr blönduðum fiskstofnum í göngu, þ.e. fiskstofnum úr mörgum mis- munandi ám. Sé um slíkar veiðar að ræða, þurfi að taka tillit til veikasta stofnsins, þegar friðunar- aðgerðir eru ákveðnar. Sé litið til ástands silungsstofna við Eyjafjörð kemur í ljós, að þar er almennt um rýrnun að ræða ... Þar virðist ástandið vera einna verst í Svarfaðardalsá en einnig rýrt í Hörgá og Eyjafjarðará. Sé litið til nærliggjandi svæða hefur bleikju- gengd einnig rýrnað mjög í Fljótá. Þar sem bleikjan úr ám við Eyjafjörð hefur sameiginlega ætis- slóð vítt og breitt um fjörðinn eru sterk líffræðileg rök fyrir því að takmarka þá sókn, sem verið hefur í bleikjustofnana undanfarin ár. Eðlilegt er að allir þeir sem nýta viðkomandi stofna taki þátt í friðunaraðgerðum og uppbyggingu stofnanna." Bannað að veiða göngu- silung í net í Eyjafirði Fjölmörg af þeim verkefnum sem starfsmenn Fag-fjós fást við snúast um almenna vinnuhagræðingu við fjósverkin. Hvort sem það snýst um mjaltir, fóðrun eða þrif. Hér á eftir er ætlunin að gera í stuttu máli grein fyrir því hvernig slíkt úttektarferli gengur fyrir sig. Mat á núverandi stöðu Eitt af mikilvægustu skrefunum felst í því að meta núverandi vinnulag þess verks sem skoðað er hverju sinni. Til þess þarf bæði að styðjast við skráningar bóndans sem og mælingar sem framkvæmdar eru við heimsóknina. Ekki er nóg að styðjast eingöngu við vinnumælingar heldur verður líka að áætla árlegan kostnað af þeim tæknibúnaði og/eða aðstöðu sem tilheyrir verkinu. Út frá þessum niðurstöðum eru síðan ræddir ýmsir möguleikar við vinnuhagræðingu og bóndinn látinn skilgreina hvaða markmiðum hann vill stefna að. Lausnin getur t.d. falið í sér breytingu á vinnulagi, endurbætur á vinnuaðstöðu eða fjárfestingu í tæknibúnaði. Samanburður Þegar búið er að móta lausn sem uppfyllir markmið bóndans er næsta skref að bera hana saman við núverandi stöðu. Í sumum tilvikum geta verið 2 til 3 lausnir sem þarf að bera saman. Dæmi um slíkan samanburð má sjá í meðfylgjandi töflu. Í þessu dæmi er eingöngu verið að horfa til kostnaðar við mjaltir. Þrátt fyrir að fjárfest er í mjaltabúnaði þá lækkar framleiðslukostnaður á lítra um 10 aura vegna þess vinnusparnaðar sem næst með bættri tækni. Einnig fylgir það að vinnan verður mun auðveldara og verður að taka þann lið með í reikningana. Gæta verður að því að niðurstöður eru mjög næmar fyrir breytingum á tímalaunum. Framkvæmd og eftirlit Þegar komin er niðurstaða á því hvaða lausn gæti hentað bóndanum, þarf að skoða áhrif framkvæmdarinnar á rekstur búsins og fjármagnsstreymi í heild. Verði niðurstaða leiðbeininganna sú að ráðist er í framkvæmdir er mikilvægt að vandlega sé farið yfir alla þætti framkvæmdarinnar áður en þær hefjast. Þekkja verður vel þær forsendur sem lagt er upp með og hvaða áhrif það hefur ef forsendur breytast yfir framkvæmdartímann. Hvaða áhrif hefur það t.d. á samanburðinn ef ekki næst sú vinnuhagræðing sem stefnt var að eða þá að uppsetning búnaðar kosti meira en gert var ráð fyrir í upphafi? Að loknum framkvæmdum þarf síðan að meta árangur verkefnisins og meta hvort sá vinnusparnaður sem stefnt var að hafi náðst eða hvort kostnaðargreining hafi staðist. Núverandi Fjárfest í staða nýjum mjaltabúnaði Forsendur: Mjólkandi kýr 30 Framleidd mjólk, l/ári 148763 Tímalaun, kr/klst 1200 Samanburður: Undirbúningur og frágangur vegna mjalta, klst/dag 0,4 0,6 Mjaltatími, min/kú/dag 5,2 3,1 Mjaltir, klst/dag 3,0 2,2 Mjaltir, klst/ári 550 396 Sparnaður: klst/ári 154 Árlegur kostnaður mjaltabúnaðs, kr/ári 150.000 320.000 Niðurstöður: Rekstrarkostnaður mjaltabúnaðar, kr/l 1,01 2,15 Launakostnaður vegna mjalta, kr/l 4,44 3,19 Árlegur kostnaður mjaltabúnaðar, kr/l 5,44 5,35 Vinnu- hagræðing í fjósum Áhugi á Lifandi landbúnaði Þrátt fyrir að enn sé engin skráð lykilkona frá landbúnaðarhéraðinu Eyjafirði í grasrótarhreyfingunni Lifandi landbúnaði hafa eyfirskir bændur virkan áhuga á verkefninu. Það sést best á því að á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar var óskað eftir fyrirlesara frá Lifandi landbúnaði til að kynna grasrótarhreyfinguna og þær hugmyndir sem bændurnir í hreyfingunni hafa fram að færa fyrir íslenskan landbúnað. Það var Kristín Linda Jónsdóttir, Miðhvammi í Þingeyjarsýslu, sem tók að sér verkefnið og skýrði frá hugmyndum kvennanna sem mynda hópinn og verkefnum hreyfingarinnar til þessa. Fundarmenn voru ánægðir með erindið að sögn Vignis Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsambandsins, og vænta mikils af aukinni þátttöku kvenna í framvarðarsveit íslensks landbúnaðar á komandi árum. /RS

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.