Bændablaðið - 08.06.2004, Qupperneq 22

Bændablaðið - 08.06.2004, Qupperneq 22
22 Þriðjudagur 8. júní 2004 Sá stormur sem geisað hefur á íslenskum kjötmarkaði síðustu misserin hefur komið illa við mörg kjúklinga- og svínabúin og að sjálfsögðu við sauðfjár- bændur líka. Eitt kjúklinga- fyrirtæki hefur þó að mestu staðið af sér storminn en það er Ísfugl ehf. í Mosfellsbæ sem ekki hefur verið í taprekstri. Helga Lára Hólm, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, var spurð hvernig þau hefðu farið að því að lifa af þetta erfiða tímabil á meðan önnur fyrirtæki í greininni væru á hnjánum eða þaðan af verr stödd. Helga sagði að það væri ekki einfalt mál að útskýra það og ekkert eitt atriði sem hægt væri að benda á. ,,Við höfum stigið heldur varlega til jarðar í öllum fjárfest- ingum og farið vel með það sem við höfum. Þannig að það er margt sem hjálpast að og má segja að við höfum rekið fyrirtækið á mjög eðlilegan hátt og engir galdr- ar þar á bakvið. En þess ber einnig að geta að til þess að lifa af þessi síðustu misseri höfum við orðið að lækka skilaverð til framleiðenda. Það er að sjálfsögðu ástand sem ekki getur verið viðvarandi. Við bíðum því með óþreyju eftir því að geta hækkað það aftur," sagði Helga. Ísfugl ehf. er að stærstum hluta, eða 70%, í eigu framleið- enda að kjötinu en síðan á Slátur- félag Suðurlands 30%. Hjá fyrir- tækinu vinna nú 28 manns og á árinu 2003 var slátrað sem nemur eitt þúsund tonnum af kalkúnum og kjúklingum. Helga var spurð hvort einhver teikn væru á lofti um að verðið á kjúklingum muni hækka? ,,Maður vonar auðvitað að dregið verði úr framleiðslunni en til þessa hefur ekki tekist fá menn til þess. Það er engu líkara en að enginn þori að ríða á vaðið og draga úr framleiðslu sinni. Menn óttast að missa þá hlutdeild í markaðnum. Á síðasta ári jókst sala á kjúk- lingum um 24%. Við hjá Ísfugli ehf. jukum söluna um 11% og vorum alls ekki í neinni offram- leiðslu og okkur tókst að selja allt sem við framleiddum. Aðrir fram- leiðendur söfnuðu birgðum. Það verður að taka á þessari offram- leiðslu þannig að menn geti a.m.k selt vöruna á kostnaðarverði en hún hefur alltof oft verið seld undir því. Þess má einnig geta að í þessari miklu verðlægð hefur kjúklingafóður hækkað í verði yfir 20% síðan í mars árið 2003 en fóðurkostnaðurinn er u.þ.b. 45% af framleiðsluverði kjötsins. Á sama tíma hefur skilaverð til fram- leiðenda lækkað - því má segja að greinin sé orðin mjög soltin," sagði Helga Lára Hólm. Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls ehf. Höfum stigið varlega til jarðar í öllum fjárfestingum Karlakórinn Drífandi er nefndur eftir stjórnanda sínum, Drífu Sigurðar- dóttur, sem hér leikur undir sönginn á píanó. Jón Kristján Arnarson og Rannveig Ósk dóttir hans komu úr Breiðdalnum til að hlusta á kórinn. Félagar í kvenfélagi Skriðdæla sáu um kaffiveitingar þar sem hver rjómahnallþóran á fætur annarri kom á borðið. Frá vinstri Hugrún Sveinsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Jóna Vilborg Friðriksdóttir, Helga Jónsdóttir, Þorbjörg Ásbjörnsdóttir, Jónína Zophoníasdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Lilja Finnbogadóttir, Ragna Steindórsdóttir og María Kristjánsdóttir. Einsöngvarinn Ragnar Magnússon söng um ís- lenska bóndann af mikilli inn- lifun, hefur til þess röddina, er tenór góður og ættaður úr Skagafirði. Kvöldvaka að góðum sveitasið Það er ekki algengt nú til dags að haldnar séu kvöldvökur að gömlum og góðum sveitasið. Karlakórinn Drífandi á Héraði heldur þó þessum hluta menningarinnar á lofti og heldur árlega kvöldvöku síðasta vetrardag til ágóða fyrir íþróttafélagið Örvar, sem er íþróttafélag fatlaðra á Héraði. Kórinn, sem er skipaður bændum og búaliði af Héraði, söng íslensk kórlög og félagar í kórnum sungu einsöng og dúetta gestum, sem troðfylltu félagsheimilið á Arnhólsstöðum í Skriðdal, til skemmtunar. Félagar í harmoníkufélagi Héraðsbúa léku nokkur lög af fingrum fram. Síðast en ekki síst sáu félagar í kvenfélagi Skriðdæla um kaffiveitingar á kvöldvökunni af miklum rausnar- og myndarskap, hvar borð svignuðu undan hnallþórum og heimabakkelsi hvers konar. Í framhaldi af heimsókn nemenda frá Naturbruksgymnasiet í Rättvik að Hvanneyri í apríllok fóru nemendur úr bændadeild LBH í heimsókn til Rättvik 8.-15. maí sl. Þessi nemendaskipti eru styrkt af Nordplus Junior og eru liður í að kynna ungu fólki á Norðurlöndum menningu og lífshætti nágranna sinna. Flogið var til Arlanda og ekið sem leið liggur norður til Rättvik við vatnið Siljan, um miðbik Svíþjóðar. Þar var vormarkaður í gangi þessa helgi og nutu Hvanneyringar veðurblíðunnar og markaðsstemningar sem vart þekkist hérlendis. Hópurinn skoðaði starfsemi gestgjafaskólans og kynnti sér hvernig nám á framhaldsskólastigi er í Svíþjóð. Við Naturbruksgymnasiet eru margar námsbrautir en höfuðáhersla er lögð á jarðrækt, húsdýr, garðrækt, hestamennsku, náttúrufræði, listir og iðngreinar. Mikið er um verklegt nám og algengt að kennarar og leiðbeinendur séu jafn margir og nemendurnir í landbúnaðartengdu greinunum enda er það dýrt nám miðað við hefðbundið bóklegt framhaldsskólanám. Skólabúið er með kýr, svín, kindur, hross og talsvert af smádýrum til kennslu í "dýraummönnun". Mjólkurframleiðslan er KRAV vottuð (vistvæn matvælaframleiðsla) en ekki svínin og kindurnar. Búið er mjög vel tækjum búið og lögð áhersla á að hafa nýjustu tækni á hverju sviði. Sama er að segja um garðræktina, þar er mikil tæknivæðing og rík áhersla lögð á vistvæna framleiðslu, meira að segja vökvunarvatnið er endurunnið til þess að ekki fari neinn áburðarlögur til spillis. Þrátt fyrir tæknibúnaðinn er áhersla lögð á að nota hross við ýmis störf, bæði í skógarvinnu og öðru. Þarna gaf t.d. að líta stærstu garðsláttuvél sem við höfum augum litið - hestknúna. Hópurinn ferðaðist um nágrenni Rättvik, heimsótti strútabúgarð þar sem kappkostað er að nýta allt sem skepnurnar gefa af sér, vinna heima og selja beint til neytenda. Má nefna að ferðamannakaffihús á staðnum býður upp á strútseggjakökur (eitt strútsegg samsvarar 30 hænueggjum), eggjapúns, eggjaís og svo auðvitað bakkelsi með miklu af eggjum. Þá var einnig kíkt á kúabú í nágrenninu og tæplega ársgamalt sláturhús, sem er með öll leyfi í lagi til sölu á Evrópumarkað, skoðað. Einum degi var varið til kynningar á skógarvinnslu. Farið var í skóla norð-austan við Siljan sem heitir Älvdalen. Þar er boðið upp á nám í skógarvinnslu auk ýmissa náttúrunýtingartengdra brauta svo sem óbyggðaferðamennsku, vatnanýtingu og veiðar af ýmsu tagi. Nemendur LBH fengu að prófa skógarvinnsluvélaherma og fengu fróðlegan fyrirlestur um skógarnytjar í Svíþjóð. Af ferðamannastöðum sem hópurinn skoðaði má nefna Orsa-dýragarðinn þar sem er að finna fimm stærstu rándýrategundir sem lifa villtar í Svíþjóð (bjarndýr, úlfa, jafur, gaupu og ref). Dalhalla var skoðað, það er hljómleikasalur undir berum himni, staðsettur í gamalli kalknámu. Einnig fór hópurinn í koparnámur nærri Falun og kynnti sér þann hluta menningar Svía sem á rætur í iðrum jarðar. Dalahesturinn (þessi rauði með marglita mynstrinu), þjóðarták Svíþjóðar, er upprunninn við Siljan, því var við hæfi að kíkja á hvernig hann verður til. Undraði hópinn nokkuð hve mikið handverk liggur að baki einum slíkum - á tækniöld. Á leið til Rättvik og í bakaleiðinni til Uppsala var ekið um sveitir landsins, reynt að velja leiðir þar sem skógur byrgði ekki alveg útsýn og kíkt á akra og þorp. Íslenskir hestamenn voru heimsóttir og kíkt á kynbótadóma. Tveimur dögum var varið í Uppsala. Sænski landbúnaðarháskólinn, SLU, var heimsóttur og námsframboð þar kannað auk þess sem dýralæknaháskólinn var skoðaður að hluta. Þar vakti mesta athygli aðbúnaður á gjörgæsludeild hrossa og komumst við að því að sólarhringsdvöl fyrir folald á þeirri deild kostar litlar 150 þúsund krónur! Í Uppsalaborg var dómkirkjan og Gustavanium (náttúrufræðisafn m.m.) skoðað og hluti hópsins fór í grasagarð staðarins. Heim kom hópurinn síðan á laugardegi eftir vel heppnað ferðalag. Þeim sem gerðu ferðina mögulega, svo og þátttakendum, er hér með þakkað þeirra framlag. Bændadeildarnemar til Svíþjóðar á vegum Nordplus Junior Bændadeildarnemarnir fimm, kennslustjóri LBH og tveir af gestgjöfunum í Rättvik. Austurland 2004 Dagana 10. til 13. júní nk. mun standa yfir stærsta sýning sem haldin hefur verið á Austurlandi. Sýningin Austurland 2004 verður allsherjar viðburður sem teygir anga sína um allt Austurland og víðar. Um er að ræða mannlífs- og atvinnusýningu og verður hún haldin í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Athygli á Austurlandi sjá um framkvæmd Austurlands 2004. Á vef sýningarinnar www.austurland2004.is er hægt að nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.