Bændablaðið - 08.06.2004, Side 26

Bændablaðið - 08.06.2004, Side 26
26 Þriðjudagur 8. júní 2004 Þrátt fyrir að stóðhestaeign Íslendinga aukist ár frá ári er það þó enn þannig að flestir ungfolar eru geltir veturgamlir. Oftast eru þeir geltir á þessum árstíma, þ.e. um vor eða í sumarbyrjun og gjarna tala dýralæknar um að best sé að gelda "inn í sumarið." Einföld aðgerð Geldingin sjálf er tiltöluega einföld aðgerð þar sem hesturinn fær kæruleysislyf og síðan svæfingu áður en aðgerðin hefst. Mikilvægt er að þrífa svæðið sem skera á vel og gæta fyllsta hreinlætis við aðgerðina. Áður en farið er af stað með að gelda hestinn þarf að athuga hvort bæði eistu eru gengin niður og getur verið gott að fá fagmann til að meta það, t.d. dýralækni, ef vafi leikur á þar um. Hestar geta dregið eistun svo hátt upp að þau finnist ekki við venjubundna þreifingu. Dýralæknir getur t.d. deyft hestinn þannig að hann slaki á og auðveldara sé að leita að eistunum. Aðgerðin fer þannig fram að gerðir eru tveir skurðir, sitt hvoru megin við miðlínu, annar í einu og eistað tekið út um skurðinn. Eistað er í himnu sem skorið er á og þá koma eistað og eistnalyppurnar í ljós. Þá er eistað og það sem fylgir dregið út og klippt á eins ofarlega og hægt er. Tönginni er haldið á í góða stund til að stöðva blæðingu. Síðan er eins farið að hinum megin. Hreyfingin er lykilatriði Að sögn Björgvins Þórissonar dýralæknis er gríðarlega mikilvægt að hesturinn sé hreyfður eftir geldingu og ef hann er hafður á húsi þá ber að gæta fyllsta hreinlætis og passa sérstaklega vel upp á að hreint sé undir hestinum. "Það er mikilvægt að klippa himnur og annað sem gæti lafað niður úr sárinu og skapað sýkingarhættu. Best er auðvitað að gelda veturgamla og tveggja vetra fola í júní þegar þeir eru búnir að éta sig inn í sumarið ef maður getur sagt sem svo. Þá eru þeir betur undir aðgerðina búnir og kominn meiri leikur í þá sem tryggir meiri hreyfingu. Hreyfingin er einmitt lykilatriði til að koma í veg fyrir samgróninga." Stag eða strengur Samgróningar þessir eru jafnan kallaðir stag eða strengur og lengi vel héldu hestamenn því fram að um væri að kenna óvönduðum vinnubrögðum við geldinguna. Björgvin segir það þó yfirleitt fjarri lagi. "Oftast er hreyfingarleysi um að kenna eða um er að ræða sýkingu af völdum óhreinlætis. Þegar verið er að gelda unga ótamda fola er mikilvægt að fylgjast með því að þeir hreyfi sig dagana á eftir, að þeir séu reknir til og taki vel á því á hlaupunum. Með eldri hesta er skynsamlegt að hringteyma þá fyrstu dagana og þrífa sárið á hverjum degi. Það verður að vera hreint undir hestinum og svo má fara að ríða honum létt á fjórða, fimmta degi. Um það bil viku eftir geldingu má fara að taka verulega til hestsins, en hann er um hálfan mánuð að jafna sig. Ábyrgð eigenda er því veruleg hvað stagið varðar og best að reyna að forðast það vandamál með því að hafa hreinlæti og hreyfingu að leiðarljósi." Stag finnst yfirleitt ekki í hrossum fyrr en farið er að temja þau og þjálfa og lýsir sér þá gjarna í ákveðinni mótstöðu þegar hesturinn reynir að hlífa sér. Hann gæti t.d. farið að taka á móti taumnum eða ganga skringilega og stundum sést að afturfótaskrefið er mislangt. Dýralæknar geta metið hvort um þetta vandamál er að ræða og þá er hægt að skera hestinn við þessum kvilla en auðvitað er best að reyna að forðast vandamálið frá upphafi. /HGG Hreyfing og hreinlæti skipta mestu - Í kjölfar geldingar á hestum Það vakti athygli á dögunum þegar háskólakennari og fram- kvæmdastjóri tóku að sér að annast fjósið á Heggstöðum í Borgarfirði meðan Jónmundur Hjörleifsson og Margrét Frið- jónsdóttir brugðu sér til útlanda í stutt frí. Á Heggstöðum eru 18 mjólkandi kýr í hefðbundnu básafjósi. Torfi Jóhannesson, lektor á Hvanneyri, sagði afar mikilvægt að menn í hans stöðu fengju öðru hvoru tækifæri til að fara á vett- vang og reyna hlutina á eigin skinni. "Þegar kemur að hönnun á vinnuferlum þá skipa litlu atriðin oft mjög miklu máli og margt uppgötvast ekki fyrr en maður fer sjálfur að vinna verkin. Á Íslandi eru flestir bændur með hefðbundin básafjós en það er einmitt þessi hópur sem hefur mesta þörf fyrir leiðbeiningar og ráðgjöf um vinnu- hagræðingu. Þess vegna er það dýrmætt að fá svona tækifæri eins og hér á Heggstöðum." Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri LK, sagði að það gæti komið sér vel fyrir land- búnaðinn ef starfsmenn bænda - þeir sem gjarnan sitja á skrif- stofum - kæmu á stundum og tækju þátt í daglegum störfum bænda. "Við erum báðir að upplifa ýmislegt í fyrsta skipti. Báðir erum við vanir fjósum með mjaltabásum en hér er venjulegt íslenskt bása- fjós. Frá því að við komum hingað að Heggstöðum höfum við rætt um það hve miklu máli skiptir að hugsað sé um vinnuhagræðingu." - Má búast við því að þegar Jónmundur bóndi kemur til baka fái hann heilan hestburð af ókeypis ráðleggingum? Snorri lygnir augunum á sinn hógværa hátt og segir svo: "Við erum þegar búnir að tímamæla ýmis vinnubrögð í fjósinu. Til dæmis höfum við athugað hve mikill tími fer í að gefa kjarnfóður og hvort hægt sé að vélvæða þetta verk - og hvað það muni kosta. Um þetta og margt annað ætlum við að ræða við Jónmund þegar hann kemur heim." NÝKOM INN GLÆSI LEGUR KEPPN ISFATN AÐUR Keppn isjakka r og hvítar reiðbu xur á konur, karla o g börn ÓTRÚL EGT VE RÐ! Lynghálsi 4 (gegnt MR-búðinni) 110 Rvk. • S: 567 3300• Fax: 567 3309 info@hestarogmenn.is www.hestarogmenn.is ÞAR SEM FAGM ENNIRNIR VESL A Alltfyrir hesta og menn ...og alltaf ódýrastir ✔ Fóðurvörur ✔ Bætiefni ✔ Reiðtygi ✔ Hnakkar ✔ Fatnaður ✔ Skeifur ✔ Hesthúsavörur ✔ Járningavörur ✔ O.fl., o.fl. SENDUM Í PÓSTKRÖFU Landsins fjölbreyttasta úrval af hnökkum Top Reiter Z Sport 2000 Þór Hrímnir Skagfjörð Skagfjörð Gull Orri Keilir Jarl Flóki Svaði Hrafn Sleipnir Feldman PRO Vintec Piet Hoyos Í fjósinu á Heggstöðum. T.v. Snorri Sigurðsson og Torfi Jóhannesson. Stóðu upp frá skrifborðunum og gerðust fjósamenn! Nýr fóðurbíll hjá MR Mjólkurfélag Reykjavíkur tók í notkun fyrir tæpum tveimur mánuð- um nýjan fóðurbíl af gerðinni Mercedes Benz. Þórir Haraldsson, framkvæmdastjóri MR, sagði að tankbíllinn sjálfur taki 18 til 19 tonn og tengivagninn um það bil 8 tonn af fóðri. Þetta eru dýr tæki, kosta á bilinu 16 til 17 milljónir króna. Mjólkurfélag Reykjavíkur er með fjóra fóðurbíla. Einn bíllinn hefur aðsetur á Akureyri og dreifir þaðan en fóðrið er flutt þangað sjóleiðina. Annar bíll hefur miðstöð í Vík í Mýrdal og dreifir fóðri til bænda undir Eyjafjöllunum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.