Bændablaðið - 08.06.2004, Page 28

Bændablaðið - 08.06.2004, Page 28
28 Þriðjudagur 8. júní 2004 Útsölustaðir um allt land Hringið og leitið upplýsinga! Hliðgrindur og rafgirðingaefni í miklu úrvali Hliðgrindur: st. 3,96 x 100 = kr. 20.868 st. 3,66 x 100 = kr. 15.997 st. 2,44 x 100 = kr. 14.648 st. 2,13 x 100 = kr. 12.425 st. 1,82 x 100 = kr. 11.717 Lama- og læsingasett = kr. 2.976 Rafgirðingar Góður kostur Markmið með þessum breytingum er að draga úr kostnaði við ullarsöfnun og að einfalda vinnu við uppgjör á ull til bænda. Gert er ráð fyrir að framleiðendur flokki ullina og pakki henni í lofttæmdar umbúðir til að draga úr rúmmáli hennar. Þá er gert ráð fyrir að framleiðendur geti skráð niðurstöðu flokkunar á heimasíðu Ístex. Með því móti er hægt að ganga frá uppgjöri mun fyrr en ella. Heimaflokkun er síðan staðfest þegar ullin er þvegin og er þá hægt að ganga frá endanlegu uppgjöri. Um 65% af söfnunarkostnaði fer til að greiða fyrir mat og flutning á ullinni miðað við núgildandi skipulag. Flutningskostnaður hefur aukist mjög á undanförnum árum og er því mikilvægt að draga úr rúmtaki ullarinnar eins og kostur er. Til að það sé hægt verður að flokka ullina áður en henni er pakkað til flutnings. 1. Flokkun. Ullin verði flokkuð hjá framleiðendum og er heppilegast að flokka um leið og rúið er því þá er auðveldast að meta ástand ullarinnar. Ef framleiðendur treysta sér ekki til að flokka ullina sjálfir er gert ráð fyrir að þeir geti fengið aðstoð ullarmatsmanns gegn greiðslu kostnaðar. Ef ull er send óflokkuð til þvottastöðvar verður óskemmd hvít ull meðhöndluð sem H-2 og sauðalitir sem M-2. Kostnaður vegna auka meðhöndlunar verður dreginn frá verðmæti óflokkaðrar ullar, 10,- krónur á innlagt kg. 2. Skráning. Þegar flokkun liggur fyrir þarf að senda niðurstöðu á skrifstofu Ístex og verður hægt að gera það með eftirfarandi hætti: Skráning á heimasíðu Ístex. Senda með tölvupósti. Senda bréf í pósti. Senda símbréf. Með upplýsingum um niðurstöðu flokkunar þarf að fylgja: Nafn, heimilisfang og kennitala inn- leggjanda. Magn í hvern ullarflokk. Pokafjöldi í sendingu. 3. Flutningur. Framleiðendur skila ullinni flokkaðri í lofttæmdum umbúðum til flutningsaðila og skal merkja allar umbúðir á eftirfarandi hátt: Nafn, heimilisfang og kennitala innleggjanda. Ullarflokkur (H-1, H-2 o.s.frv.). Pokafjöldi í sendingu (t.d. nr. 1 af 17 o.s.frv.). Gert er ráð fyrir að móttökustaðir fyrir ull verði þeir sömu og verið hefur en auk þess mun bætast við nýr móttökustaður á Suðurlandi en mótttaka á Blönduósi verður í Ullarþvottastöðinni. Til lofttæmingar er hægt að nota venjulega heimilisryksugu og sérstaka plast- poka sem Ístex leggur til. Einnig má nota venjulega plastpoka en þá verður að að stinga nokkur göt á pokana eftir að þeir hafa verið lofttæmdir og bundið utan um. Þetta er nauðsynlegt svo loft komist að ullinni. Gæta verður þess að ullin sé ekki blaut þegar henni er pakkað á þennan hátt. 4. Uppgjör. Við uppgjör á ullinni verður niðurstaða heimaflokkunar, sem framleiðendur senda til Ístex, notuð til greiðslu á 70% af verðmætum en endanlegt uppgjör fer síðan fram eftir staðfestingu flokkunar þegar ullin er þvegin. Ef flokkun ullarinnar stenst ekki er afreikningur leiðréttur áður en gengið er frá endanlegu uppgjöri. Lögð verður áhersla á að koma skilaboðum til framleiðenda um það sem betur má fara í flokkun, bæði ef flokkun stenst ekki gæðakröfur og eins ef flokkun er of ströng. Ef að augljósar rangfærslur eru í upplýsingum um niðurstöðu flokkunar og heildarverðmæti ná ekki 70% af upphæð afreiknings, áskilur Ístex sér rétt til að innheimta þá fjárhæð sem greidd hefur verið umfram. Á meðan verið er að festa þetta fyrirkomulag í sessi er æskilegt að verðmæti fyrra árs ullar frá framleiðanda verði haft til hliðsjónar við gerð afreiknings. 5. Framkvæmd. Reiknað er með að efna til námskeiða um ullarmat um allt land í áföngum og byrjað í október 2004. Endurmenntunardeild LBH verður falið að skipuleggja og sjá um framkvæmd námskeiðahalds. Ullarmatsnefnd undir stjórn Emmu Eyþórsdóttur hefur yfirumsjón með faglegu innihaldi námskeiðanna og leitað verður eftir samstarfi við ullarmatsmenn á viðkomandi svæðum um verklega kennslu. Markmið með námskeiðunum er að bændur verði færir um að flokka ull sína sjálfir í skilgreinda gæðaflokka. 6. Áætlaður kostnaður. Gerð hugbúnaðar sem gerir framleiðendum kleift að skrá niðurstöðu flokkunar á heimasíðu Ístex, skoða afreikninga og fá upplýsingar um verðmæti og greiðslur er áætlað að kosti kr. 1.400.000,-. Kostnaður við námskeiðahald og fræðslu fer eftir umfangi en rétt er að gera ráð fyrir allt að kr. 1.600.000,-. Heildarkostnaður gæti því numið um kr. 3.000.000,-. 7. Ávinningur. Gert er ráð fyrir að kostnaður við ullar- mat og flutning muni lækka um kr. 22.000.000,- á ári en á móti því kemur að vísu aukin vinna hjá framleiðendum. Einnig mun draga úr kostnaði við umbúðir, upp- gjörsvinnu o.fl. svo árlegur sparnaður getur numið um kr. 25.000.000,-. Upplýsingar um flokkun og verðmæti ullarinnar liggja fyrir mun fyrr en verið hefur og greiðsla á 70% af verðmæti tefst ekki af þeim sökum. Framleiðendur fá beinan aðgang að við- skiptaupplýsingum og geta skoðað niður- stöðu flokkunar og borið saman milli ára í netvæddu uppgjörskerfi. Til að tryggja framhald á viðskiptum með íslenska ull er nauðsynlegt að hagræða og draga úr tilkostnaði á öllum sviðum. Heimsmarkaðsverð lækkaði um 50% á árunum 1997-1999 og hefur það lítið breyst síðan. Markaðsverðið dugir vart fyrir söfnunarkostnaði og ekkert bendir til að ullarverð hækki aftur í bráð. Hagsmunir sauðfjárbænda og ullariðnaðarins fara saman í þessum aðgerðum, því sparnaður við ullar- söfnun skilar betra verði bæði til kaupanda og seljanda. Breytt fyrirkomulag við ullarsöfnun Ullarmatsnefnd hefur ákveðið í samvinnu við Ístex hf. og Landssamtök sauðfjárbænda að skipulagi söfnunar og flokkunar á ull verði breytt frá og með næsta hausti. Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um bætur vegna úreldingar gróðurhúsa á árinu 2004 Ríkissjóður greiðir á árunum 2002-2006 bætur fyrir úreldingu gróðurhúsa sem ylræktað grænmeti var framleitt í á árunum 2000 og 2001. Einungis er heimilt að greiða bætur fyrir úreldingu gróðurhúsa með burðarvirki úr stáli og með tré-, ál- eða stálgrind og ef þekjuefni er gler, polycarbonat eða acryl auk búnaðar til upphitunar og loftunar (kælingar). Pökkunaraðstaða er ekki meðtalin í því flatarmáli sem úrelt er og úreldingarbætur eru greiddar út á. Flatarmál skal reikna miðað við ytri brún sökkuls á gróðurhúsi. Heimilt er að greiða að hámarki 5000 krónur á fermetra til úreldingar en að hámarki 2500 krónur á fermetra til hlutaúreldingar. Þá er heimilt að færa fjármuni af ónýttu fé til úreldingar milli ára, þó eigi hærri fjárhæð hverju sinni en sem nemur 20 milljónum króna. Úrelding getur náð til allra gróðurhúsa á garðyrkjubýli en einnig er heimilt að úrelda einstök gróðurhús sem framleiðsla ylræktaðs grænmeti fór fram í á árunum 2000-2001. Þá er heimilt að verja eftirstöðvum af framlagi ársins, til hlutaúreldingar gróðurhúsa. Undir þennan flokk geta fallið ný og nýleg gróðurhús sem þarfnast endurbóta til að hægt sé að vera með heilsársræktun með raflýsingu í þeim. Umsóknir verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast innan tilskilins umsóknarfrests. Berist umsóknir á sama ári um úreldingu umfram 30 milljónir króna skal þeim raðað í forgangsröð. Ef umsóknir um úreldingu fara umfram þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar skal fyrst taka til úreldingar gróðurhús á garðyrkjubýlum þar sem hætt er með öllu framleiðslu grænmetis og flyst sá forgangur milli ára ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2004, og skulu umsóknir berast á þar til gerðum eyðublöðum, til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík. Umsóknareyðublöð og reglur um úreldingu gróðurhúsa á árunum 2002-2006 er að finna á heimasíðu Bændasamtaka Íslands, www.bondi.is og hjá Bændasamtökum Íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Nánari upplýsingar gefa Magnús Ágústsson garðyrkjuráðunautur Bændasamtaka Íslands og Maríanna Helgadóttir hjá Bændasamtökum Íslands. Bændasamtök Íslands, Maríanna H. Helgadóttir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.