Bændablaðið - 08.06.2004, Side 41

Bændablaðið - 08.06.2004, Side 41
Þriðjudagur 8. júní 2004 41 Þórunn Hjaltadóttir varð fyrir því að köttur sem hún átti, kallaður Cesar, og hún hélt mikið upp á , át af liljublóm- vendi sem var á heimilinu og veikist hastarlega og drapst nokkrum sólarhringum síðar. Við krufningu komu í ljós ein- kenni um nýrnaskemmdir. Þórunn segir frá þessu á heima- síðu sinni á netinu en slóðin er www.kisur.tk. ,,Að gefnu tilefni langar mig að vara kisueigendur við því að kettirnir þeirra séu að narta í blóm. Ég komst að því í síðustu viku að flest blóm geta verið mjög hættu- leg og valdið kisum og öðrum lifandi verum miklum skaða. Cesar var mjög hrifinn af blómvendi sem ég hafði á gólfinu hjá mér og hann byrjaði að gæða sér á honum á sunnudaginn síðasta. Daginn eftir var hann óvenju rólegur og hafði hægt um sig, á öðrum degi hætti hann að borða og varð enn veiklulegri og ég dreif hann upp á dýraspítala og lét athuga hann. Dýralæknirinn þreifaði magann á honum og fann greinilega að þar var allt stíflað. Ég var send heim með hann og átti að gefa honum olíu til að reyna losa um hægðirnar. Það varð engin breyting á einum sólarhring, hann hvorki borðaði né skilaði ein- hverju frá sér. Ég dreif hann aftur á föstudeginum upp í Víðidal og þá var hann "lagður inn" og fékk meðhöndlun. Það var tekin röntgenmynd af maganum á honum og hún sýndi miklar upp- safnaðar hægðir. Honum var gefin stólpípa sem að losaði heilmikið um. Núna eru liðnir 6 dagar síðan að hann át blómin og hann er enn slappur og er ekki enn farinn að borða. Hann drekkur vatn og virðist vera farinn að hressast. Hann Cesar minn dó 19. maí eftir mikla og erfiða baráttu..." Síðan segir hún. ,,Endanlegar niður- stöður liggja fyrir... Það er ljóst að blómin ollu þessari eitrun... En ég vil segja frá því að blómið sem kötturinn át heitir eld- lilja og er banvæn ef ekkert er að- hafst strax. Margar tegundir í lilju- fjölskyldunni eru eitraðar. Það má búast við nýrnabilun eftir ca 36- 72 tíma. Ég og maðurinn minn höfum verið að fara í saumana á þessu máli og fundum þessa heimasíðu http://www.charitywire.com/00- 02547.htm Þetta er félag sem er í Englandi og hefur verið að vara fólk við þessari hættu." Upplýsingar um þessi mál má einnig sjá á eftirfarandi heima- síðum: http://www.cfainc.org/articles/ lily-dangers.html oghttp://www.aspca.org/site/Fram eSet?style=User&url=http://www. aspca.org/toxicplants/M01947.htm Flest blóm af liljuætt eru lífshættuleg köttum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.