blaðið

Ulloq

blaðið - 06.05.2006, Qupperneq 26

blaðið - 06.05.2006, Qupperneq 26
26 I FJÖLMIÐLAR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaöiö Blaðið íárog dag Blaðið á ársafmæli í dag. Þegar það hóf göngu sína voru menn mistrúaðir á hvort ísland bæri annað fríblað, en nú ári síðar hefur það náð nokkurri fótfestu og metn- aðarfullar fyrirætlanir eru um framhaldið. Andrés Magnússon, sem verið hefur blaða- maður á Blaðinu frá upphafi, lítur yfir far- inn veg. Frumkvöðlarnir, Karl Garðarsson, Sigurður G. Guðjónsson og Steinn Kári Ragnarsson, halda á fyrsta eintaki Blaðsins í prentsmiðju Morgunblaðsins, aðfaranótt 6. maf 2005. Skömmu upp úr ársbyrjun 2005 fæddist sú hugmynd, að hleypa af stokkunum nýju dagblaði á Islandi til þess að keppa við þau þrjú blöð, sem fyrir voru á markaðnum: Morgunblaðið, Frétta- blaðið og DV. Hugmyndin fólst í því að feta í fótspor Fréttablaðsins og gefa út fríblað, sem dreift yrði frá upphafi í 80.000 eintökum og hefði einungis tekjur af auglýsingasölu. Það voru þeir Sigurður G. Guð- jónsson, Karl Garðarsson og Steinn Kári Ragnarsson, sem allir höfðu nýverið gengið úr vist hjá Norður- ljósum, sem ákváðu að sameina krafta sina á fjölmiðlamarkaðnum á nýjan leik. „Við höfðum velt ýmsum möguleikum fyrir okkur frá því um haustið, m.a. umsvifum á sjónvarps- markaði, en það er hins vegar afar fjárfrekt fyrirtæki, þannig að við fikruðum okkur fljótlega yfir í að ræða útgáfu á fríblaði", segir Karl Garðarsson. Dagskrá eða dagblað? Upphaflega var markið raunar ekki sett jafnhátt og raunin varð. „Við vorum nú bara að hugsa um dagskrá vikunnar eða eitthvað á þá leið,“ játar Karl. En eftir því sem hugmyndin var rædd frekar komumst menn á þá skoðun, að fara bara alla leið og stofna dagblað. Þeir félagarnir lásu Fréttablaðið í nokkrar vikur, töldu auglýsingar og reiknuðu tekjur. Ekki voru allir bjartsýnir á hug- myndina, töldu vart rúm fyrir annað fríblað á markaðnum, sem væri auk þess ærið þröngur fyrir, eins og rekstarvandi DV bæri glöggt vitni um. En frumkvöðlarnir létu þær hrakspár ekki á sig fá og töldu vel hægt að reka enn eitt dagblaðið ef vel væri á spöðum haldið. Með aðhaldssemi í rekstri mætti gefa út blað með ódýrari hætti en áður þekktist. Þeir voru ekki heldur sann- færðir um að markaðurinn væri jafn- mettaður og margir vildu vera láta. Á þessum tíma hafði Fréttablaðið þegar þokað Morgunblaðinu af stalli sem útbreiddasta blað lands- ins. Sú velgengni hafði í för með sér meiri auglýsingasölu, en í stað þess að hækka auglýsingaverðið í sam- ræmi við eftirspurn, eins og upphaf- lega hafði verið ráð fyrir gert, var ákveðið að stækka blaðið hratt og örugglega. Þar réði sjálfsagt nokkru metnaður til þess að keppa við Morg- unblaðið í síðufjölda, en einnig var aðalkeppinautnum með þessum hætti haldið við efnið á auglýsinga- markaði. Ekki verður annað séð en að sú herkænska hafi skilað umtals- verðum árangri. En um leið og Fréttablaðið belgd- ist út sveigði það af settri leið. Upp- haflegt markmið hafði einmitt verið að gefa út einfalt blað, í fastri stærð, sem væri auðlesið og lesendur næðu „að klára yfir kornfleksdiski“, svo vitnað sé í stofnanda þess og hug- myndafræðing, Gunnar Smára Eg- ilsson. En eftir því sem Fréttablaðið stækkaði fór sú ráðagerð frekar út um þúfur. Formúla Fréttablaðsins Einmitt þar töldu stofnendur Blaðs- ins, að svigrúm hefði skapast á markaðnum: lesendur hefðu enn ríka þörf fyrir einfalt og aðgengilegt dagblað, þar sem lesa mætti helstu fréttir á skömmum tíma og finna af- þreyingu þegar rýmri tími gæfist. Stefnan var því sett á að gefa út dagblað, þar sem áhersla væri lögð á snarpar og líflegar fréttir, í bland við fjörlegt innblaðsefni. Til þess að halda kostnaði niðri skyldi notfæra sér örar tækniframfarir í útgáfu, taka flestan búnað rekstrarleigu, úthýsa þeim verkefnum, sem ekki voru bráðnauðsynleg innan dyra og svo framvegis. Þannig var til dæmis allur skrifstofuhúsbúnaður keyptur úr búi Búnaðarbankans á hálfa milljón og komið fyrir í leigu- húsnæði í Kópavogi, þar sem tekið var til við að leggja drög að nýju dagblaði. „Við renndum blint í sjóinn,“ segir Karl, sem var framkvæmdastjóri hins nýja blaðs, en gegndi einnig ritstjórn þess fyrsta misserið. „Ég hafði aldrei stigið fæti inn á blaðarit- stjórn, hvað þá meir og þó ég þekkti auðvitað fréttahliðina vel hafði ég ekki hugmynd um tæknihliðina eða verklag við blaðaútgáfu. En með góðu fólki blessaðist þetta nú samt allt.“ Þröngur kostur Þetta reynsluleysi varð þess vald- andi að fyrstu skrefin voru erfið og sums staðar rákust Blaðsmenn á veggi í byrjun. Menn voru mistrú- aðir á tiltækið og þó Árvakur væri til í að prenta Blaðið hafði fyrirtækið ekki áhuga á að dreifa því, þannig að valið stóð milli Islandspósts og Pósthússins, sem bæði gerðu ágæt tilboð í dreifinguna, en íslands- póstur varð fyrir valinu að lokum. Sá böggull fylgdi þó skammrifi, að Islandspóstur hóf ekki dreifingu fyrr en klukkan tíu á morgnana og hann gat ekki dreift Blaðinu nema á virkum dögum. 1 upphafi þótti það þó engin frágangssök. Þegar hér var komið við sögu litu rekstraráætlanir prýðilega út og raunar er gaman að geta þess að eftir árslanga útgáfu hafa þær staðist furðuvel. „Þær urðu líka að standa,“ segir Karl Garðarsson. „Við höfðum nánast ekkert svigrúm til annars. Við beinlínis urðum að gera þetta eins ódýrt og unnt var, enda segir sig nánast sjálft að á 300.000 manna markaði er ekki hægt að stofna nýjan fjölmiðil með mikilli yfirbyggingu. Þetta er harður mark- aður og það kom raunar á daginn að hann var harðari en við bjuggumst við.“ Fyrsta Blaðið kom út hinn 6. maí 2005 og það gerðist með átakaminni hætti en menn þorðu að vona. Mitt í góðærinu reyndist erfitt að full- Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga GLERAUGNAVERSLUN Gleraugað í bláu húsunum við Faxafen Sími: 568 1800

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.