blaðið

Ulloq

blaðið - 20.05.2006, Qupperneq 21

blaðið - 20.05.2006, Qupperneq 21
blaðið LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MENNING I 21 Stórviðburðir í tónlistarlífinu Suður-Afríska söngkonan Miriam Makeba heldur tónleika í Laugardals- höll í kvöld kl. 21. Óhætt er að segja að Makeba, eða Mama Africa eins og hún er nefnd, sé einn af stærstu tónlistarmönnum síðustu aldar og sá sem líklega hefur haft mesta þýðingu fyrir afríska tónlist. Hún vakti fyrst al- þjóðlega athygli þegar hún söng með Harry Belafonte á sjöundaáratugnum og fengu þau Grammy verðlaunin árið 1966. Nokkru siðar gerði hún sitt þekktasta lag „Pata Pata“ sem sló öll sölumet vestan hafs og austan og enn minnast menn þess þegar hún söng með Marilyn Monroe í afmæli John F. Kennedy Bandaríkjaforseta árið 1962. Makeba hefur alla tíð verið mjög virk í baráttu blökkumanna fyrir mann- réttindum og var gerð útlæg frá Suður-Afríku í þrjá áratugi. Diskar hennar skipta tugum og hún hefur leikið í fjölda kvikmynda og komið fram í öllum stærstu tónleikahúsum heimsins. Búlgarski kvennakórinn Angelite heldur tvenna tónleika í Hallgríms- kirkju í dag og á morgun og hefjast báðir tónleikarnir kl. 16. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi heimsfrægi kór heldur tónleika hér á landi. Hann hefur sungið tónlist frá Balkanskaga og kirkjutónlist fyrir áhorfendur um allan heim í nærri því 20 ár og enn fara vinsældir hans vaxandi. Kór- inn hefur meðal annars sungið við afhendingu Nóbelsverðlaunanna og fyrir páfann í Róm og nýtur hvar- vetna gríðarlegra vinsælda. Það má búast við litríkum og skemmtilegum tónleikum með búlgarska kvennakórnum Angelite í Hallgrimskirkju á morgun. Kvikmyndin La Strada er af flestum talin höfuðverk Federico Fellini. Meistaraverk Fellinis Kvikmyndasafn íslands sýnir í dag kl. 16 hina klassísku kvik- mynd ítalska kvikmyndagerðar- mannsins Federico Fellinis „La Strada“ frá árinu 1954 með Ant- hony Quinn og Giulietta Masina í aðalhlutverkum. Þeir sem ekki komast í dag fá annað tækifæri til að sjá myndina annað kvöld kl. 20. Federico Fellini er óum- deilanlega einn áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður sög- unnar og La Strada er meist- araverkið sem honum þótti vænst um sem og flestum kvikmyndaunnendum. Sýn- ingin er í samstarfi við stofnun Dante-Alighieri á íslandi. Miðasala er hjá Kvikmyndasafni Islands, Bæjarbíói, Hafnarfirði. Tónlistin úr La Strada Á morgun kl. 17 flytur Kamm- ersveit Hafnarfjarðar tónlist eftir hið þekkta ítalska tónskáld Nino Rota sem samdi tónlist við nær allar kvikmyndir Fellini og hlaut frægð af. Tónleikarnir fara fram í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hljómsveitarstjórinn Michele Marvulli, sem stundaði nám hjá Nino Rota í tónsmíðum, hefur út- sett ballettsvítu Rota, La Strada fyrir kammersveit, en svítan byggir á stefjum úr tónlist kvik- myndarinnar. Útsetninguna gerði Michele Marvulli í tilefni flutnings Kammersveitar Hafn- arfjarðar á verkinu á Listahátíð 2006. Á tónleikunum hljómar að auki „Balli per piccola orchestra" eða „Dansar fyrir litla hljóm- sveit“ og píanókonsert Rota í e-moll. „Piccolo mondo antico“, eða „Litli forni heimur“, en hvor- ugt verkið hefur áður verið flutt á tónleikum hér á landi. Þess má geta að Marvulli stjórnaði frumflutningi píanó- konsertsins árið 1978, þar sem tónskáldið lék einleiksþáttinn. Að þessu sinni verður Domen- ico Codispoti einleikari, en hann kemur frá Suður-Ítalíu eins og stjórnandinn, og gefur það fyrirheit um að hinn sanni ítalski funi og skáldlegur inn- blástur italskra og íslenskra krafta taki völdin á tónleikum í Hafnarborg. SETTU ÞAÐ SAMAN Innréttingar í eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Þessi gullfallega innrétting heitir EG HVID DEKOR/900 og er hönnuð og framleidd af snillingunum í HTH í Danmörku. Ein allra vinsælasta og mest selda eldhúsinrétting frá HTH Settuþaðsaman, enda gott dæmi um smekklega, nútímalega hönnun og vandaða framleiðslu. Ósamsettu innréttingarnar frá HTH eru léttar á pyngjuna en standast ítrustu kröfur og væntingar. Ótæmandi möguleikar, gæði og þjónustu í skiptum fyrir - hagstætt verð. ORMSSON I TtLAÐVtBSlA SMÁRALIND • Símar: 530-2906 / 530-2907 / 530-2908 AKUREYRI Furuvöllum 5 • Sími: 461-5003

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.