blaðið - 20.05.2006, Side 22

blaðið - 20.05.2006, Side 22
22 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaftið Frá Dalvík til Kaupmannahafnar „Það er auðveldara að búa í Kaup- mannahöfn ef maður þarf að fara til Reykjavíkur heldur en að fara frá Vopnafirði eða ísafirði til Reykjavíkur, það eru tíðari ferðir og auðveldara ferðalag,“ segir Guðlaugur Arason þegar hann heilsar blaðamanni í miðborg Kaupmannahafnar. Blaðamaður, sem hafði flogið með Iceland Ex- press, getur ekki annað en tekið undir þessi orð. Flugið tekur rúma tvo tíma og þá er komið til Kaupmannahafnar, borgarinnar við sundið þar sem Guðlaugur hefur búið síðustu árin. Hann hefur sent frá sér tvær bækur um þessa fögru borg, Gömlu góðu Kaupmannahöfn sem kom út árið 2005 og Kaupmannahöfn - ekki bara Strikið sem er nýkomin út hjá bókaforlaginu Sölku. í þeirri bók lýsir Guðlaugur gönguleiðum um borgina. Sjálfur er hann vinsæll leiðsögumaður íslenskra ferðamanna í borginni og leiðir þá um borgina á miðvikudögum og sunnudögum. Þetta er nokkuð löng leið frá Dalvík þar sem hann fæddist. Hann er fyrst spurður um árin á Dalvík. ,Ég ólst upp á Dalvík þar sem allt snerist um sjómennsku,“ segir hann. ,Pabbi minn drukknaði þegar ég var þriggja ára. Sá atburður fylgir mér alla ævi. Á yngri árum fann ég fyrir söknuði og tómarúmi sem ég ímynd- aði mér að hann hefði fyllt, hvort sem það er rétt eða ekki. í vissum að- stæðum spurði ég mig: Hvað hefði hann gert? Hvað hefði hann sagt? Það voru þessar sífelldu spurningar sem allir krakkar sem hafa misst föður eða móður spyrja sig Við vorum fjögur systkinin. Þegar pabbi dó var yngsta systir mín tveggja ára og elsti bróðir minn þrettán ára. Mamma giftist aftur þegar ég var tíu ára, sjómanni sem átti trillu alveg eins og pabbi. Ég þvældist með honum á sjónum og hann fyllti að vissan hátt upp í tóma- rúmið þó svo ég liti aldrei á hann sem pabba minn. Sj órinn átti mikið í mér ogávissan hátt verð ég alltaf sjómaður. Þegar ég var átta ára var um það talað á Dalvík að þarna færi efnilegur afla- skipstjóri. Ég botnaði ekkert í því að maður þyrfti að vera átján ára til að komast í Stýrimannaskólann. Mér leiddist í skóla og vildi bara vera á sjónum. En það er skrýtið hvernig hlutirnir gerast. Árið 1965, þegar ég var fimmtán ára kom ég í skólann og sá auglýsingu uppi á töflu þar sem boðið var upp á þriggja mán- aða enskunámskeið á Bretlandi. Ég fór heim og sagði mömmu að ég ætl- aði til Bretlands. Það þurfti ekki að kosta mig til námsins því ég átti pen- inga vegna vinnu á sjónum. Ég var fyrsti einstaklingurinn í minni fjöl- skyldu sem fór út fyrir landsteinana. Ég sá það löngu seinna að dvölin á Bretlandi var vendipunkturinn í lífi mínu. Ég sá að það var til heimur fyrir utan Dalvik og sjómennskuna. Eftir dvölina á Bretlandi fór ég aftur á sjóinn og var þar í þrjú ár og safnaði mér pening til að kom- ast í skóla. Ég kom suður í Mennta- skólann í Reykjavík. Mig beinlínis þyrsti að komast i skóla. Þetta var árið 1968, á hippatímanum. Ég mætti í í sparifötunum, var í hvítri skyrtu með bindi og stífgreiddur. Aðrir strákar í skólanum voru með sítt hár og klæddir lufsum. Ég tal- aði norðlensku og þegar hávaði var í bekknum sagði ég liðinu að halda kjafti og sagðist vera kominn til að læra en ekki til að sitja í leikskóla. Þetta þótti mikil sveitamennska. Smám saman hætti ég nota brilljan- tínið og losaði um bindishnútinn. Ég varð samt aldrei alvöru hippi. Að sumu leyti er ég íhaldsamur.“ Ég skrifa aldrei bók nema ég hafi þörf fyrir að skrifa hana. Ég er ekki áráttuskríbent. Finn ekki lengur hugsjónir Afhverju fluttistu til Danmerkur? „Ég kom fyrst til Danmerkur árið 1974 og fór í bókmenntanám í há- skólanum. Þar entist ég í nokkrar vikur. Danir eru sérfræðingar í því að ræða málin fram og til baka án þess að framkvæma nokkuð og það átti ekki við mig. Ég var kominn til að læra og nennti ekki að eyða tímanum í kjaftæði. Ég hjólaði því heim og hélt áfram að skrifa skáld- sögu sem ég var byrjaður á. Það var Vindur vindur vinur minn. Víkursamfélagið og Eldhúsmellur skrifaði ég líka í Kaupmannahöfn. Ég sneri heim til Islands, hélt áfram að skrifa milli þess sem ég var á sjó, en flutti síðan aftur til Danmerkur. Ég hef fengist við ýmislegt hér, sá um rekstur á jónshúsi, rak íslenskt menningarhús í þrjú ár, kenndi Dönum íslensku og keyrði leigubíl. Leigubílaakstur er eitt það skemmti- legasta sem ég hef gert. Lengi vel var ég að hugsa um það að keyra annan hvorn dag og skrifa hinn daginn um upplifun mína. Á hverjum degi sem ég var við keyrslu gerðist eitthvað. Ég vissi aldrei hvernig fólk kæmi inn í bílinn. Sumir voru grátandi, aðrir hlæjandi. Ég þurfti stundum að leika sálfræðing og fólk sagði mér alls konar sögur.“ Skáldsögurþínar má fella undirþjóð- félagsraunsœi. Fannst þér á þeim tíma að það vceri hlutverk rithöf- unda að vera gagnrýnir og afar þjóð- félagslega meðvitaðir? „Eg hreifst af því sem Vésteinn Lúð- víksson var að gera og líka af mörgu sem danskir rithöfundar skrifuðu. Þetta voru bókmenntir sem voru hluti af sósíalisma. Höfundarnir vildu sýna þá hlið og gera gagn með verkum sínum. Ég skrifaði Eldhús- mellur í Kaupmannahöfn og þá var þar gríðarleg vakning í kvenfrels- ismálum en sú umræða var lítil á fslandi. Þetta er eina bókin sem ég hef skrifað með því ákveðna mark- miði að reyna að ýta við fólki. Ég las kvennabókmenntir villt og galið og ákvað að þetta dygði ekki lengur. Ég gerðist rauðsokka. Þannig urðu Eld- húsmellur til.“ Finnst þér kvennabókmenntirnar skemmtilegar? „Nei, guð minn almáttugur, í dag get ég ekki lesið þær. En á þessum tíma gleypti ég þær í mig og las ekkert annað. Ég hafði þær í svo miklum hávegum að þær skipuðu heiðurssess í bókaskápnum og sátu í efstu hillunni. Með árunum færð- ust þær neðar og neðar. Síðast þegar ég raðaði bókunum mínum setti ég þær í neðstu hilluna. Þannig að fall þeirra hefur verið nokkuð.“ Eldhúsmellur fékk mjög góðar við- tökur og hreppti fyrstu verðlaun í skáldsagnasamkeppni Máls og menn- ingar. Hún er sennilega þekktasta skáldsaga þín. Hvernigfinnst þér sú bók? „Ég var nokkuð ánægður með Eld- húsmellur vegna þess að mér tókst að vekja umræðu. Svo má alltaf deila um hvort það sé rétta leiðin að skrifa út frá ákveðinni pólitík. Eldhúsmellur er barn síns tíma. Ég fór ákveðna leið í skrifunum sem mér fannst rétt á sínum tíma en ég myndi ekki gera það sama í dag.“ 'ÍT x v v > 1 v t •' •v-v V \ \ V 1 X Ji \ KZ"J 4 V ■ v- i yV> "V\ ■ 'v ; r": >-W _ J " i ,s \ Blalit/Kolbrún Bergþórsdóttlr

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.