blaðið - 20.05.2006, Síða 23

blaðið - 20.05.2006, Síða 23
blaðiö LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 VIÐTALI 23 Hvar stendurðu ípólitík í dag? „Það er von að þú spyrjir. Fyrir gamlan róttækling er þessu vand- svarað. Pólitíkin hefur tekið miklum breytingum. Maður finnur ekki lengur hugsjónir. Það eru allir orðnir framsóknarmenn! Ég hef ekki kosið síðan múrinn féll.“ Skáldsaga um Jónas Hallgrímsson Þú varst afkastamikill rithöfundur en svo varð hljótt um þig. Hvað gerðist? „Það er svo gaman að vera til og margt annað hægt skemmtilegt hægt að gera en að skrifa. Ég ákvað að það væri kominn tími á annað. Ég skrifa aldrei bók nema ég hafi þörf fyrir að skrifa hana. Ég er ekki áráttuskríbent. Tilgangurinn með því að skrifa skáldsögu hlýtur að vera að koma einhverju frá sér í læsilegum texta sem hefur innihald. Innihaldið þarf ekki að vera pólit- ískt en það þarf að vera hugsun í verkinu þannig að lesandinn viti að maður sé ekki bara að skrifa fyrir sjálfan sig. Ég hef ekki sent frá mér skáldverk lengi vegna þess að í tæp tuttugu ár hef ég verið að einbeita mér að skáld- sögu. Sú bók hefur heltekið mig en brauðstritið hefur orðið til þess að ég hef ekki getað sinnt henni ein- göngu. Bókin gerist á árunum 1800 -1850 og Jónas Hallgrímsson er kólf- urinn í þeirri klukku. Jónas, Fjölnis- menn og samtíðarmenn þeirra. Ég er búinn að skrifa mörg hundruð blað- síður og er núna að vinna úr þeim. Ég er kominn í gang og hef hugsað mér að koma bókinni út á næsta ári. Þetta hefur verið sjálfsnám og heim- ildaöflun, einsog að raða púsluspili." stendur ekki undir þessu því ísland er ekki eins og Ameríka. Á íslandi hitti ég Þjóðverja sem hafði búið á ís- landi í nokkra mánuði. Hann spurði mig af hverju í ósköpunum ég væri ekki búinn að fá mér amerískan ísskáp sem ég gæti fengið klaka úr. Hann hafði aldrei séð slíkt nema í bíómyndum en á öllum heimilum sem hann kom inn á í Reykjavík var amerískur klakaísskápur. Eða gas- grillin úti á öllum svölum! íslenski „dugnaðurinn" er sérfyr- irbæri. Hvar í heiminum væri það lokkandi og notað sem gulrót að fyrirtæki auglýsti eftir starfskraft í fulla vinnu og bætti við í auglýsing- unni: Mikil vinna um helgar og á kvöldin. Annars staðar í heiminum myndu menn ýta slíku boði frá sér. En á Islandi þykir þetta kostaboð: Mikil vinna um helgar og á kvöldin. Danir vinna ekki eftirvinnu, það þýðir ekki að bjóða þeim hana. Jafn- vel þótt einhverjir vildu það fengju þeira hana ekki borgaða, þeir yrðu að taka hana út í frítímum. Ég finn titringinn og stressið sem fylgir íslendingum strax þegar ég kem í Leifsstöð. Fólk er á harða- hlaupum í tollinn eins og þar séu síðustu brennivínsflöskur landsins í hillunum. Um leið og ég kem til Kaupmannahafnar finn ég hvað hjartað slær mikið hægar en heima. Þegar maður kemur til Kaupmanna- hafnarfinnst manni blasa við hvað borgin er miklu fallegri en Reykjavík. Ertu ekki sammála því? „Reykjavík er byggð fyrir fólk á bílum. Reykjavík er ekki borg heldur illa skipulagt sveitaþorp. Keyrðu Hverfisgötuna sem er ömurlegasta gata í vestur Evrópu. Hún er eins og gettó og það er til háborinnar skammar að slíkt skuli sjást í miðbæ höfuðborgar, ryðgaðar járnplötur og brotnir gluggar. Það ætti að setja ýtu á þetta allt saman og moka þessu burt. Og Laugaveginn líka! Mér finnst gott að búa í Kaup- mannahöfn. Ég kann svo vel við Dani. Þeir eru ekki eins miklir þumbarar og Islendingar og ekki eins ókurteisir og íslendingar og ekki jafn sjálfumglaðir. Þessi borg á sterk ítök i mörgum Islendingum. Fólk kemur hingað og því líður sam- stundis vel jafnvel þótt það þekki borgina ekki. Eina setningu heyri ég oftar en aðrar setningar frá fólki sem kemur hingað í fyrsta skiptið: Mér finnst ég vera komin heim.“ kolbrun@bladid.net 99...................................... Reykjavík er byggð fyrír fólk á bílum. Reykjavík er ekki borg heldur illa skipulagt sveitaþorp. Keyrðu Hverfisgötuna sem er ömurlegasta gata í vestur Evrópu. Hún er eins og gettó. Full búð af nýjum vöru y Hefurðu mikið dálœti á Jónasi Hallgrimssyni? „Jónas er mér mjög kær. Hann fékk með móðurmjólkinni fegurðarskyn og hæfileika til að geta túlkað á ein- faldan hátt í skáldskap það sem hann skynjaði. Þetta gátu menn ekki á íslandi á þessum tíma og tókst ekki að líkja eftir Jónas þótt þeir reyndu. Hann yrkir slíka gullmola að það er með ólíkindum miðað við það sem var að gerast á þessum tíma þegar menn voru að sjóða saman óskiljanlegar kenningar sem urðu að ríma. Maðurinn er aumingi en falleg eru kvæðin hans, var sagt um Jónas. Miklar sögur eru í gangi um drykkjuskap hans en Jónas drakk ekki meira en aðrir. Eitt sumar drakk hann þó stíft. Hann var á ferðlagi um suður- og austurland. Þetta var mikið rigningarsumar og hann lá dögum saman inni í tjaldi vegna himnabununnar fyrir utan. Hann hélt sér gangandi á brennivíni og kom svo fullur á bæi sem varð til þess að prestar skrifuðu vinum sínum og býsnuðust yfir þessum aumingja. Þannig komust sögurnar um drykkjuskap Jónasar af stað. En falleg voru kvæðin hans.” Hefur þú einhvern tíma slarkað á ævinni eins og svo mörg skáld hafa gert? „Já, maður gerði það í gamla daga. En þegar ég hef verið að vinna að bók hef ég reynt að halda mér á mottunni. Að skrifa og drekka fer ekki saman hjá mér. Eg man eftir því þegar ég vaknaði timbraður í fyrsta skipti og gat ekkert skrifað þann dag. Ég skammaðist mín. Nú hef ég ekki smakkað vín í mörg ár. En maður tók á því á tímabili. Það tilheyrði tíðarandanum.“ fslenskt græðgissamfélag Hver finnst þér munurinn á íslend- ingum ogDönum? „Ég var heima lungann af síðasta vetri. I íslensku þjóðfélagi er pen- ingahyggjan ríkjandi frá morgni til kvölds. Fólk vinnur myrkranna á milli. Ekki vegna þess að það þurfi þess heldur af græðgi. Á sunnu- dögum fer fólk í Smárann með börnin sín og verslar meðan smá- fólkinu er plantað í leikhorn. Menn sperra sig í bílaeign, götuskrímslum sem kallaðir eru jeppar. Vegakerfið Lugano sjólfstæð fjöðrun Doris 90cm kr. 29.900. 120cm kr. 38.500. 160cmT?r 59.500. Electa — ^ t ' 90cm kr. 39.000 - T2Dcm“kr. 49.600.- 160cm kr. 79.500,- frábœrt verð fyrir fólk á öllum aldri Mikið úrval af stökum dýnum húsgagnaverslun TOSCANA ==j SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG IHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.