blaðið - 20.05.2006, Síða 28

blaðið - 20.05.2006, Síða 28
28 I VIKAN LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaöiö Beðið eftir Da Vinci Code Þrátt fyrir að vorið liggi í loftinu og flestir vilji njóta veðurblíðunnar gátu sumir ekki beðið eftir að komast inn í dimm- an bíósal enda var kvikmyndin Da Vinci lykillinn frumsýnd I vikunni. Óhætt er að segja að margir hafi beðið hennar með óþreyju enda er hún byggð á samnefndri bók sem notið hefur mikilla vinsælda um heim allan. Vikan í máli og myndum Vorið hélt víða innreið sína í vikunni, meðal annars í Moskvuborg þar sem sjá mátti unga elskendur láta vel hvort að öðru bak við rósarunna. Þau voru allharkalegri atlotin sem ónefnt naut veitti spænska nauta- bananum Miguel Angel Perea á San Isidro hátíðinni í Madrid en segja má að naut og maður hafi skipst á hlutverkum og fékk kappinn að kenna á hornum bola. Þetta var meðal þess sem bar til tíðinda í vikunni. Ljósmyndarar Reuters-fréttastofunnar voru ekki langt undan og festu þessa stóratburði og fleiri á filmur sínar og minniskort. Afturhvarf til fortíðar Maður staflar heyi á hestvagn á akri í grennd við Búkarest höfuðborg Rúmeníu. Evrópusambandið tilkynnti í vikunni að Rúmenía og Búlgaría verði veitt aðild að sambandinu um næstu áramót að uppfylltum skilyrðum um umbætur. Kvikmyndastjarna tekur mynd Bandaríska leikkonan Jodie Foster var sæmd heiðursdoktors- nafnbót við Pennsylvanfu-háskóla í vikunni. Áður en hún ávarpaði gesti gerði hún sér lítið fyrir og smellti af þeim mynd. Ástin liggur í loftinu Rómantikin lá í loftinu í Moskvuborg á þriðjudag þar sem vorið lét loksins sjá sig eftir langa bið. Bændur krefjast bóta Þúsundir bænda gengu um götur Jakarta höfuðborgar Indónesíu fyrr í vikunni til að krefjast landbúnaðarumbóta í tilefni þess að þar fer fram ráðstefna á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Náin kynni nauts og manns Spænski nautabaninn Miguel Angel Perea fær skell á San Isidro nautaatinu i Madrid. Ibúar borgarinnar heiðra verndardýrling sinn heilagan Isidro með heil- miklum hátíðarhöldum á ári hverju þar sem boðið er upp á ýmsar menningaruppákomur og nautaat. ii. Myndir/Reuters

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.