blaðið

Ulloq

blaðið - 20.05.2006, Qupperneq 32

blaðið - 20.05.2006, Qupperneq 32
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaöiö Krít 29.950 kr. Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 22. maí. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Skala, flugvallarskattar og íslenskfararstjórn. Benidorm m 29.770kr. Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 24. maí. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Halley, flugvallarskattar og íslenskfararstjórn. Portúgal-Albufeira Netverð á mann miðað við 29.990 kr. að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 23. maí. Innifalið: Flug, gisting Í7 nætur á Mirachoro,flugvallarskatt- ar og íslensk fararstjórn. Mallorca 29.980kr. Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 23. maí. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa, flugvallarskatt- ar og íslensk fararstjórn. FatðþÚ MasterCara \ fvrsi ferðaávisun?^ EfUHG Bókaðu strax besta Plúsferðaverðið FERÐIR www.plusferdir. is Plúsferöir • Lágmúla 4-105 Reykjavík • Sími 535 2100 32 I JÚRÓVISION 'pr iii , ' \Wt* 'fj iStw Bu frx , Iwí j OtAMAHA rr^rj^.ir * ^ 11 ’T' M l'JBfJth TJ Ht j „Við spilum tónlist sem er ekki allra og hér erum við, I lokakeppni Eurovision sem er ekkert annað en popplagakeppni. Pælið í þessul" Ég elska ykkur öll Blaðamannafundurinn eftir undanúrslitakeppnina síðastafimmtu- dag varfjölmennur ogþar var mikið um ást ogþakklæti. Eftir undanúrslitakeppnina á fimmtudaginn var haldinn blaðamannafundur í höllinni þar sem allir sem komust áfram tóku til máls. Það var margt um manninn á fundinum og fánum var þar veifað í fögnuði. Eftirfar- andi eru nokkrar athugasemdir sem féllu á fundinum en mikið bar þar á þakklæti keppenda fyrir að hafa komist áfram og ástin var allsráðandi þar sem annar hver keppandi talaði um ást sína á fólki, aðdáendum eða Eurovision keppninni sjálfri. Rússland „Ég er virkilega þakklátur fyrir stuðninginn frá ykkur,“ sagði hinn íðilfagri Dima frá Rússlandi. „Mig langar að þakka ykkur fyrir og láta ykkur vita að ég elska ykkur öll mjög mikið. Svo langar mig líka til að þakka þeim sem komust ekki áfram. Ég hlakka mjög mikið til lokakeppn- innar -þetta á eftir að verða alveg frábært. Mikilvægustu orðin sem eru til í heiminum eru ’fólk’ og ’góð- mennska’,“ sagði dúllan Dima. Makedónía „Fyrst og fremst langar mig að segja til hamingju við fólkið sem náði ekki upp úr undanúrslitunum. Þið eruð öll sigurvegararl", sagði Elena Risteska frá Makedóníu. „Mér líður stórkostlega," bætti hún við. „Ekki aðeins vegna þess að ég komst áfram, heldur líka vegna ess að ég er fulltrúi þjóðar minnar. g gerði þetta fyrir alía sem kunna að meta lagið og landsmenn mína í Makedóníu.“ Bosnía Hersegovína „Þakka ykkur kærlega fyrir," sagði Hari Mata Hari, fulltrúi Bosníu Her- segóvínu. „En satt best að segja þá átti ég von á því að fá að vera með í lokakeppninni. „Mig langar til að tileinka kvöldið okkar skærustu stjörnu, en það er lagið sem við erum með hérna. Ég er algerlega klár í slaginn fyrir loka- sprettinn," sagði hann að lokum og sannaði svo með tóndæmi af hverju hann er þekktur sem Pavarotti í sínu heimalandi. Litháen „Við skulum reyna að hafa þetta stutt, þar sem lagið okkar er það stysta í keppninni,“ sagði einn liðsmann- anna frá Litháen. „Við einfaldlega trúum þessu ekki. Við erum með í lokakeppninni!“ Svo lauk forsöngv- arinn, Andrius Mamontovas, þessu með því að syngja einn tón sem ent- ist í heila mínútu. Finnland „Við erum svo sáttir” sagði herra Lordi. „Við spilum tónlist sem er ekki allra og hér erum við mættir, í lokakeppni Eurovision sem er ekkert annað en popplagakeppni. Pælið í þessu! Svo hélt hann áfram. „Okkur langar til að þakka öllum aðdáendum okkar í Finnlandi. Nú höfum við gert kaflaskipti í sögu Finna í keppninni og á sama tíma höfum við markað þáttaskil í sögu Eurovision. Úkraína „Þakka ykkur fyrir allt,” hrópaði Tina litla Karol yfir salinn áður en hún vitnaði i lagið sitt I wanted you to ‘show me your love, that’s why I came here. Svo hélt hún áfram með lagið I feel good! I knew that I would now... „Um leið og niðurstöðurnar voru komnar hringdi ég í mömmu mína,“ sagðu hún. „Mamma er rosalega ströng en hún sagði að ég hefði verið flott á sviðinu. Þetta lætur mér líða vel vegna þess að mig langar til að gera mömmu mína glaða. Ég sagði henni bara að ég elskaði hana og þyrfti núna meira á henni að halda en nokkru sinni fyrr.“ Svíþjóð „Það er svooo gaman að vera komin hérna aftur og hitta alla þessa frá- bæru listamenn,“ sagði Carola. „Mig langar að þakka kynnum kvöldsins, Maríu og Sakis, þau voru alveg æðisleg finnst ykkur ekki? „Ég hlakka til laugardagsins. Sér- staklega að fá að sjá Önnu Vissi,“ sagði hún. „En núna ætla ég að fara heim að sofa og hvíla röddina fyrir laugardagskvöldið. Ég elska ykkur öll. Þið eruð öll ósigrandi! Við bjóðum þér upp á: mikið úrval tijáa og runna, fjölærra plantna og harðgcrra sumarblóma # plöntumar í matjurtagarðinn # mold, áburð, ker og potta m góða þjónustu og faglega ráðgjöf Næg bílastœði Konulu í Groðrarstöðina Storð og njóttu svo sumarsins í litrikum blómagarði heima. \ \ GRÓÐRARSTÖÐIN ST#RÐ Dalvegi 30 - Kópavogur - Sími 564 4383 Fax 568 6691 - stord@centrum.is í kvöld keppa 24 lönd um besta lagið 1 Evrópu Þessi lönd munu keppa um efsta sætið í sönglagakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Nú er bara að hlaða fyrir framan sig poppi, flögum, gosi og bjór og byrja að syngja með! Löndin munu stíga á sviðið í eftirfarandi röð: 1. Sviss 2. Moldóvía 3. fsrael 4. Lettland 5. Noregur 6. Spánn 7. Malta 8. Þýskaland 9. Danmörk 10. Rússland 11. Makedónía 12. Rúmenía 13. Bosnía & Hersegovina 14. Litháen 15. Bretland 16. Grikkland 17. Finnland 18. Úkraína 19. Frakkland 20. Króatia 21. frland 22. Sviþjóð 23. Tyrkland 24. Armenía ...ætli besta lagið vinni?

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.