blaðið - 20.05.2006, Page 34

blaðið - 20.05.2006, Page 34
34 I JÚRÓVISJÓN LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 blaðiö Gerir þú miklar kröfur? Útvegum fyrsta flokks húsbíla og hjólhýsi \Íi 14 1%. uÆm af öllum stœrdum og árgerdum beintfráEvrópu. endurnýia húsbílinn? Allt eftir þínum óskum yi ,u^u,u, Manudagmn 22. mai Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is Belgía dottin út en samt spáð áfram af veðbanka Samkvæmt vefsíðunni betsson. com veðja flestir á að Grikkir muni hreppa sigurinn aftur í ár. Þar á eftir spá menn óvinkonu Silvíu Nóttar, hinni sænsku Carolu í annað sæti. Þar á eftir kemur Rúmenía, næst Bo- snía Hersegóvína, svo rokkara latex liðið Lordi frá Finnlandi. Svo sæti strákurinn frá Rússlandi, þar á eftir miðaldra rapparinn Daz Sampson frá Bretlandi, Þýskaland, Noregur með álfadansinn og að lokum dívan frá Belgíu sem reyndar er dottin úr keppni og verður því ekki með. En svona lítur þetta út: í. Grikkland 2. Svíþjóð 3. Rúmenía 4. Bosnía Hersegóvína 5. Finnland 6. Rússland 7. Bretland 8. Þýskaland 9. Noregur 10. Belgía Á stjörnuslóðum Margrét Hugrún skrifarfrá Aþenu W W -% m * — n Grikkland Mig langar bara að fá pabba minn Þá vitum við að Silvía Nótt stígur ekki aftur á svið í kvöld. Og hvað þýðir það? Segir það okkur að atriðið hennar hafi ekki verið flott? Segir það okkur að hún hafi verið of mikill dóni og þar af leið- andi hafi hún átt það skilið að fá ekki fleiri atkvæði? Eða segir það okkur kannski það sama og hún sagði -að Evrópubúar séu bara ekki nógu töff? Það er erfitt að segja til um þetta og því held ég að hver og einn ætti að dæma fyrir sig. Ég held að Silvía Nótt og hennar sprell, bæði atriðið, framkoma hennar og hugsanlega lagið líka hafi bara verið einum of avant-garde (framúrstefnulegt) fyrir þessa keppni sem er jú í raun einskonar stofnun. Ríkisstofnun. Og síðan hvenær hafa þær þótt töff og kúl? Við könnumst öll við ríkis- rekna skemmtiatriðið sem er sýnt í lokin á hverju ári. Það þykir við- burður að það takist vel upp. Svo ekki sé minnst á sumt sem er sýnt á hverju laugardagskvöldi og á að heita fyndið. Silvía brást stórkostlega við eftir að “ósigurinn” hafði verið til- kynntur. Hún gersamlegageðbilað- ist. Fór að hágrenja, öskra, klóra, klípa og sparka. Þegar Romario komst að því að Silvía komst ekki áfram rauk hann af stað til að reyna við Car- olu, og þegar Silvia sá hann hang- andi fyrir utan hurðina á búnings- herbergi hinnar sænsku dívu, þá sagði hún honum upp á staðnum með því að slá hann utan undir. Það er ekki hægt að segja að fjöl- miðlarnir hafi látið þetta framhjá sér fara. Þeir hættu í miðjum við- tölum við fólkið sem komst í gegn og sneru sér að því að hlaupa á eftir Silvíu. Hún þrammaði út og þegar þangað kom mættu henni enn fleiri fjölmiðlar sem vildu æstir ná af henni tali. Hún þurfti sérstak- lega að koma sér afsíðis til að geta talað við Sigmar í tíufréttum. Áfram Lordi! Talandi um fjölmiðla. Hér í Grikk- landi hafa menn svo sannarlega fengið eitthvað til að hneykslast á. Hérna eru tvær sjónvarpsstöðvar sem hafa gersamlega slegist um Silvíu. Þær heita Antenna og Star og eru einskonar DV í sjónvarps- formi. Gera út á skandala og hneyksli og þar með varð litli ís- lendingurinn vatn á þeirra myllu. í gær mátti sjá hana hrækja í ‘slow motion” í hálftíma löngum umræðuþætti á sjónvarpsstöðinni Star. Þetta var sýnt minnst átta sinnum og á meðan misstu þátttak- endur í umræðunni andlitið. Þau virkilega trúa því að þetta sé svona vond stelpa. Vond og ósiðuð stelpa frá íslandi. I gær biðu sjónvarps- mennirnir svo niðri í anddyri hót- elsins klukkutímum saman, með von um að ná af henni myndum eða tali. Þessi sirkus hefur allur verið hinn furðulegasti frá mörgum sjónarhornum, en aðallega félags- fræðilegum að mínu mati. Að fá að fylgjast með því hvernig ein mann- eskja kemur sem stormsveipur inn í land og nær að hrista alla með sér í eitthvað rugl, sem flestir eru ekki meðvitaðir um að sé rugl, hefur mér þótt ólýsanlega athyglis- vert. Að fylgjast með því hvernig hægt er að fanga athygli fjölmiðla og þar með hafa áhrif á heila þjóð finnst mér lika mjög svo áhuga- vert. Þó að spillta pabbastelpan Silvía Nótt Sæmundsdóttir hafi ekki náð lengra í þessari ríkis- reknu söngvakeppni, þá eru í Lordi enn inni. Það er enn von og ; við skulum bara vera dugleg með ; símana okkar í kvöld til þess að koma þeim eins ofarlega og hægt í er, svo að næsta keppni verði kannski örlítið skemmtilegri. blaöiöa Verð frá 5.990.000,- Verð frá 1.550.000,- Verð frá 4.450.000,- opnunartími: Mán-fös.kl. 10-18 | Lau.&sun.kl. 12-16 G©H vwd - pöttþétt þjönusta jsbíla Tom Tychsen Sími 517 93501 Gsm 821 9350 Skútuhraun 2 Fax 517 9351 220 Hafnarfiröi t0m@husbita9alleri.is gallerí www.husbilagalleri.is ókeypis til 80.000 heimila og fyrirtækja ada virka daga FRJÁLST ÓHAÐ blaðið=

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.