blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 6
6 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöið 7,5 milljónir króna til hjálparstarfs á Jövu fslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta íoo þúsund Bandaríkjadali, jafn- virði um 7,5 milljóna islenskra króna, renna til neyðaraðstoðar vegna jarð- skjálftans í Indónesíu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyt- inu mun framlag fslands renna til Alþjóðaheilbrigðisstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (WHO), samtak- anna „Save the children“, Barnaheill á íslandi og Alþjóðaneyðarhjálpar kirkna (ACT). Mikill jarðskjálfti, um 6,2 á Richer-kvarða, reið yfir eyjuna Jövu í Indónesíu í síðustu viku. Yfir 6.200 manns létu lífið á jarðskjálftasvæð- unum, auk þess sem um 46 þúsund slösuðust og yfir 200 þúsund misstu heimili sín. Sameinuðu þjóðirnar kynntu í gær áætlun sína um uppbyggingu á jarð- skjálftasvæðunum á Jövu í Indónesíu. Áætlunin miðar að því að veita íbúum bráðabirgðahúsaskjól, læknis- hjálp, matvæli, drykkjarvatn og ann- ars konar aðstoð næstu sex mánuði. Þá mun ríkisstjórn Indónesíu senda í það minnsta 5.000 tjöld á jarðskjálfta- svæðið en ætlunin er að notast við tjöldin sem bráðabirgðahúsnæði fyrir skóla. ÚTSALA 20% 50% afsláttur Yfirhafnir Jakkar Stuttkápur Sumar & heilsársúlpur \c#Hl/l5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518 naust> 535 9000 Akura/ri • Egilsstodum • Hafnarfirði • Höfn • Keflavík • Kópavogi • Reykjavík • Selfossi Skrúðganga í Washington D.C til heiðurs þeim sem hafa fallið í stríðum Bandaríkjanna. Reuters Tekist á um Hæðina Margt bendir til þess að þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust verði sögulegar og marki jafnvel þáttaskil í stjórnmálum landsins. frambjóðenda flokkanna í næstu forsetakosningum. Þrennt þarf að koma til Stjórnmálaskýrandinn og blaða- maðurinn Ron Fournier, sem starfar fyrir fréttastofuna Associ- ated Press, bendir á að þrennt þurfi að gerast til þess að demókratar vinni meirihluta í báðum deildum þingsins. í fýrsta lagi þurfi demókratar að fá kjósendur til þess að hafa hugann við landsmálin en ekki sín eigin kjördæmi þegar þeir ganga til kosninga. { öðru lagi sýna kann- anir að almenn reiði er á meðal kjós- enda gagnvart stjórnmálamönnum. Ömurleg frammistaða stjórnvalda við björgunarstörf eftir að fellibyl- urinn Katrín gekk yfir Louisiana og önnur nágrannaríki og fjöldi hneykslismála sem tengjast stjórn- málamönnum ásamt vaxandi ótta kjósenda um ástandið í Irak og um hið háa olíuverð bendir til þess að kjósendur muni hafa hugann við landsmálin og séu að þreytast á „getuleysi” stjórnmálamanna. Það mun bitna meira á repúblikönum en demókrötum sökum þeirrar ein- földu staðreyndar að fleiri repúblik- anar sitja á þingi. I þriðja lagi telur Fornier að demókratar verði að haga málum þannig að kjósendur muni greiða atkvæði útfrá því hvernig þeir telja að George Bush standi sig sem for- seti. Þrátt fyrir að minna en sex mánuðir séu til kosninga eru stjórn- málaskýrendur sammála um að demókrötum hafi ekki ennþá tekist að sannfæra kjósendur um að þing- kosningarnar verði einskonar „þjóð- aratkvæði um stefnu forsetans”. Takist demókrötum að nýta sér þessa þrjá þætti þykir líklegt að þeir nái meirihluta á þingi eftir kosningarnar í nóvember. Hins- vegar telja stjórnmálaskýrendur með öllu óvíst að demókrötum takist að láta kosningabaráttuna snúast um frammistöðu forsetans. Ljóst er að repúblikanar munu halda sig við þá kosningaherfræði að virkja kjósendur á hægri-kant- inum með því að leggja áherslu á málaflokka eins og fóstureyðingar, byssueign og fleiri í þeim dúr. Einnig munu þeir boða kjósendum ávinning af skættalækkunarstefnu þeirra. Það hefur gefist þeim vel í þingkosningum undanfarinn ára- tug en spurningin sem brennur á flestum er hvort að sú áhersla sé úr | sér gengin. Það mun ráðast á næstu a sexmánuðum. Bush kveður eftir tvö ár. Nái demókratar völdum i báðum deildum þingsins verður erfitt fyrir hann að framkvæma helstu stefnumál sín það sem eftir lifir kjörtfmabilsins. Margir stjórnmálaskýrendur líkja þingkosningunum í Bandaríkj- unum, sem fram fara í nóvember, við kosningarnar árið 1994 og 1974. Úrslit þeirra gætu markað vendi- punkt í bandarískum stjórnmálum og brey tt valdahlutföllum til næstu ára. Útlit er fyrir að demókratar nái meirihluta bæði í öldungadeild og fulltrúadeild þingsins og komi sér þar með í góða aðstöðu til þess að fara gegn stefnumálum óvinsæls forseta, George W. Bush. Slík staða myndi að mati margra styrkja stöðu frambjóðanda demókrata fyrir forsetakosningarnar 2008. Nýlegar kannanir gefa til kynna að 70% bandarískra kjósenda telji að bandarísk stjórnvöld séu á rangri leið. Auk vaxandi óánægju með ástandið í írak og hins háa olíuverðs telja kjósendur einnig að spilling meðal stjórnmálamanna í Washington sé mikið vandamál. Repúblikanar sem berjast fyrir þingsætum sínum hafa brugðist við þessu ástandi með því að fjarlæga sig frá óvinsælum forseta á meðan demókratar gera það sem þeir geta til þess að láta umræðuna snúast um landsmálin frekar en málefni einstakra kjördæma. Sögulega kosningar Þingkosningarnar í Bandaríkj- unum 1974 og 1994 mörkuðu tíma- mót. í þeim fyrri hlutu demókratar mjög sterkan meirihluta í báðum deildum en þær voru haldnar í skuggaWatergate-hneykslisins.Fjöl- margir nýir þingmenn voru kjörnir og mótaðist kynslóðin af vilja til þess að „siðbæta” bandaríska stjórn- kerfið í kjölfar hremminga sjöunda áratugarins og byrjunar þess átt- unda. Þrátt fyrir háleitar hugsjónir voru það örlög þessarar kynslóðar að stjórnkerfið gleypti hana á end- anum Flestir demókratanna sem kosnir voru á þing í fyrsta sinn árið 1974 sátu ekki lengur þegar komið var fram á tíunda áratug síðustu aldar. Á þeim áratug áttu sér stað önnur tímamót. I þingkosningunum 1994 fór fram hin svokallaða „uppreisn- repúblikana” (e. Republican Re- volution). Repúblikanar unnu mikinn sigur í þeim kosningum og fjöldi nýrra þingmanna úr þeirra röðum breytti um margt orðræðu bandarískra stjórnmála aukþess að vinna að framgöngu ýmissa áhuga- mála hægri manna. Flokkadrættir urðu skýrari á milli repúblikana og demókrata á þingi og að margra mati varð pólitíkin harðari en áður. Áhrifa „uppreisnar-repúblikana” gætti allan tíunda áratuginn en fjarað hefur undan þeim síðustu ár. Margir af helstu leiðtogum „upp- reisnarinnar” hafa misst þingsæti sín og aðrir sagt af sér vegna ásak- ana um tengsl við hneykslismál. Að sama skapi er brostinn á flótti í röðum repúblikana á þingi sem í auknum mæli fjarlæga sig frá helstu baráttumálum forsetans og forystu repúblikana sökum mikilla óvin- sælda George Bush. Og þrátt fyrir að demókratar sjái fram á sóknar- færi eru þeir meðvitaðir um að allir núverandi þingmenn munu eiga í erfiðleikum með að verja þingsæti sín í kosningunum í nóvember. Munu úrslitin hafa spágildi fyrir forsetakosningarnar? í ljósi þessa telja stjórnmálaskýr- endur kosningarnar geta orðið sögulegar, líkt og þær sem fóru fram 1974 og 1994. Söguleg niður- staða þeirra myndi felast í því að demókratar nái meirihluta í bæði fulltrúadeild og öldungadeild og að það myndi marka fráhvarf frá ríkj- andi hægri-slagsíðu í bandarískum stjórnmálum. Fráhvarf sem myndi án efa hafa áhrif á áherslumál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.