blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 23
blaðið LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 SAGAI 23 99............................................................ Meðan maður fær að halda karakter sínum þá missir maður ekkert. Þessi sjúk- dómur er einmitt þannig. Og þá er hann kannski ekki versti sjúkdómur sem fólk getur fengið. Þegarþú ert með sjúkdómapott sem í er meðal annars alzheimer, parkinson, heilaæxli og færð svo þennan sjúkdóm, viltu þá draga upp á nýtt? heldur hvernig á að stöðva hann. Taugaendarnir drepast og vöðvarnir hætta að starfa. Þetta er hægfara hrörnun sem fer fyrst í útlimina. Ég nota hjólastól en get gengið með stuðningi og er orðin slæm í höndunum.“ Hvernig vissurðu að þú vœrir orðin veik? „Fyrir þremur árum síðan fann ég fyrir slæmsku í ökkla. Ég hélt að eitt- hvað væri að skónum mínum en þá var það kálfurinn sem var að lamast. Ég var svo sem fljót að átta mig á því hvað var að gerast. Þetta var dramt- ískt eins og margt í mínu lífi. Kvöldið áður hafði ég hlotið tvenn Grímuverð- laun, fallega viðurkenningu frá starfs- félögum mínum og næsta dag áttaði ég mig á að því að ég gæti verið að tak- ast á við stórt hlutverk sem ég hafði ekki gert ráð fyrir að fá.“ garði. Einhver hefur sagt að þessi sjúk- dómur sé eins og að vera í árabáti án ára. Þú veltur og ef enginn hjálpar þér, rær fyrir þig eða dregur þig að landi þá ertu býsna vanmáttugur. Bróðir minn dó fyrir átta árum. Hann barðist við þennan sama sjúk- dóm í tíu ár. Ég vissi alveg hvað ég var að ganga í gegnum. Að mörgu leyti má segja að það hafi verið erfitt en bróðir minn sýndi mikinn styrk í veikindum sínum. Þar var á ferð sál sem var aldrei veik. Meðan maður fær að halda karakter sínum þá missir maður ekkert. Þessi sjúkdómur er ein- mitt þannig. Og þá er hann kannski ekki versti sjúkdómur sem fólk getur fengið. Þegar þú ert með sjúkdóma- pott sem í er meðal annars alzheimer, parkinson, heilaæxli og færð svo þennan sjúkdóm, viltu þá draga upp á nýtt? Maður reynir að taka þessu af æðruleysi og fær stuðning frá þeim sem standa manni næst. Svo kemur náðin til manns í gusum." Skynjaði eilífðina Trúirðu á Guð? „Já, ég trúi á Guð. Ég býst við að ég hafi alltaf gert það.“ Þú spyrð ekki: afhverju gerði Guð mér þetta? „Nei, alls ekki. Af hverju ekki ég eins og hver annar? Maður þroskast í gegnum erfiðleikana. 1 gegnum þetta allt saman skynjaði ég eilífðina. Um leið og ég skynjaði hana losnaði ég við hræðsluna. Mér finnst sorglegast að móðir mín skuli hugsanlega þurfa að lifa það að missa tvö börn úr sjaldgæfum sjúk- dómi sem gengur yfirleitt ekki í erfðir. Og auðvitað finnst mér þetta dapur- legt barnanna minna vegna. Þetta breytir algjörlega lífi þeirra og manns- ins míns en fyrir vikið öðlast þau að vissu leyti þroska, reynslu og dýpt.“ inu og er að fara að vinna með franskt verk eftir Erich Emmanuel Schmidt. Þetta er spennandi verk um hjóna bandið, ekki hvernig það byrjar eða endar heldur um hvað það snýst.“ Um hvað fmnst þér hjónabandið snúast? „Hjónabandið snýst meðal annars um það að styðja við bakið á maka sínum. Það er talað um hjónaband í blíðu og stríðu og þegar erfiðleikar steðja að þá finnur maður hvað það er gott að hafa gert svona fallegan samning.“ kolbrun@bladid. net Hvað erframundan hjá þér? „Ég er á samningi hjá Þjóðleikhús- mm Full búð af nýjum vöru, Hvernig tilfinning var þetta? „Ég veit ekki hvernig á að lýsa svona- löguðu. Ég varð auðvitað ákaflega sorgmædd og fór nokkuð langt niður. Ég vissi ekki hvort ég gæti tekist á við þetta verkefni. Það veit enginn hvernig sjúklingur hann verður. En ég fékk hjálp og áttaði mig og þetta hefur gengið ágætlega að flestu leyti. Við hjónin tókum þá ákvörðun að tilkynna ekki um veikindin fyrr en við værum búin að jafna okkur á þessu sjálf. Það tók okkur hálft ár. Þá sagði ég frá þessu og ákvað að hasla mér völl sem leikstjóri. Um leið og ég hafði opinberað veikindi mín gat ég hætt að ljúga. Áður hafði ég borið fyrir mig meiðsli á ökkla eða í hné og mundi svo aldrei hvort ég hafði logið að þessum eða hinum um ökklann eða hnéð. Það er svo erfitt að muna lygina. Það er miklu betra að segja sannleikann því hann er bara einn. Það var viss léttir að segja frá þessu en ég þurfti að safna kjarki til að geta það. Mörgum bregður þegar maður flytur svona fréttir og verða miður sín, sumir gráta og hrópa og maður þarf að vera sterkur til að hjálpa því að verða ekki miður sín og byggja það upp.“ Náðin kemur í gusum Fellurðu aldrei niður í þunglyndi eða verður döpur? „Það kemur fyrir hjá mér eins og öllum öðrum. Ég reyni samt að dvelja þar ekki lengi því það hjálpar engum og allra síst mér. Tíminn er dýrmætur og eftir því sem maður er jákvæðari og getur verið styttra á döpru stöð- unum því betra. Það er mjög upp- byggjandi að vera í leikstjórastarfi og hafa nóg til að hugsa um. Það er eigin- lega alveg nauðsynlegt. Svo koma rign- ingardagar inn á milli. Ég hef góða og fallega fjölskyldu í kringum mig sem styður mig. Við fengum okkur hund um jólin, hana Esju, og það þarf að sinna henni svo athyglin er ekki bara á mér og mínu vandamáli. Mér finnst það gott. Svo er Esja góð við mig, hlýjar mér á tánum og ef ein- hver skammar hana þá kemur hún til mín því hún veit að ég get ekkert gert henni. Ég á góðan vin í henni." Hvernig hefur sjúkdómurinn breytt þér? „Það er erfitt fyrir mig að segja til um það. Þetta er stórt verkefni. Ég er manneskja sem var í þremur til fjórum vinnum, hoppandi upp um fjöll og firnindi, hlæjandi, dansandi og syngjandi. Ég gat aldrei setið kyrr í fimm minútur, ég varð alltaf að vera að gera eitthvað. Mér fannst lífið frá- bært og ég held að mér hafi ekki þótt neitt leiðinlegt. Núna þarf ég að finna mér einhvers konar umhugsunarefni og fá ánægju út úr öðrum hlutum en ég gerði. En fyrir stelpu eins og mig sem var ærslabelgur tekur það á að geta ekki lengur verið hoppandi úti í frábœrt verð fyrir fólk á öllum aldri. Electa 120cm kr. 49.600.- Mikið úrval af stökum dýnum húsgagnaverslun TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGOGNIN FÁST EINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.