blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 41

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 41
blaðiö LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 TILVERANI 41 Ertu sumar- og Flestir íslendingar fagna sumrinu og margir skipuleggja sólarlanda- ferðir og útilegur. Sólin fer þó misvel í fólk og þá fáu daga sem hitinn verður einhver á íslandi kjósa sumir að halda sig inni á meðan aðrir ertu úti frá morgni til kvölds og tilkynna jafnvel veikindi í vinnu. Meirihlutinn tekur þessu þó líklega með ró og nýtur þeirra daga sem sólin skín en gefur þó ekki allt annað upp á bátinn á meðan. En hvernig týpa ert þú? Nýtur þú þess að spóka þig um í stuttbuxum og sandölum eða bíður þú eftir haustinu? IÞú ert búin/nn að gera upp hug þinn varðandi sumarfríið: a) Jáaðsjálfsögðuþaðgerðiégfyrir mörgum mánuðum enda er sumarið uppáhalds tími minn og ég reyni að skipuleggja fríið mjög vel. b) Nei ég er enn að velta því fyrir mér hvað ég muni gera í sumar, enda er ég ekkert að stressa mig á því. c) Eg tek mér ekki sumarfrí, mér finnst það algjör óþarfi. 2Á sólrikum sumardögum þá: a) Heldurðu þig inni og forð- ast sólina. b) Spennist þú upp og reynir að komast í sund, gönguferðir, ísbíltúr og slaerð upp heljarinnar grillveislu. c) Þá reynir þú að njóta lífsins en ert samt ekkert að stressa þig of mikið á þessu. 3Á sumrin klæðistu: a) Fötum eftir veðri b) Léttum sumarfatnaði, san- dölum og hlýrabolum. c) Því sama og á veturna. 4Þú reynir að: a) Komast í sólina erlendis við hvert tækifæri, enda hef- urðu farið til Benidorm sex sinnum. b) Komast erlendis einu sinni á ári en þú reynir að heimsækja nýja staði hverju sinni. c) Halda þig heima á sumrin þar sem sóldýrkendur og ferðamenn fara sérstaklega í taugarnar á þér. 5Veðrið á íslandi yfir sumar- tímann er: a) Ágætt. Það væri samt ljúft ef það væri aðeins hlýrra. b) Er algjörlega frábært. Ég upplifi sól og blíðu í hjarta mínu á hverjum degi. c) Er ömurlegt. Það er kalt og það rignir endalaust og þess vegna er bara best að halda sig heima. 6Það er júlí og það er helli- demba úti. Hvers konar skó- fatnað ferðu f? a) Flatbotna vatnshelda skó eða stígvél b) Opnasandala c) Strigaskó 7 Þú ferð í útilegu og: a) Nýtur þess að tjalda og vera úti í náttúrunni, það er nú einu sinni sumar. b) Þú ferð ekki í útilegur þar sem það er svo mikið vesen að tjalda og aðhafast eitthvað inni í tjaldi yfir höfuð. c) Nýtur þess yfirleitt, það fer samt aðallega eftir veðri og vindum. Þegar sól hækkar á lofti og sumra tekur eiga allir: a) Að gera það sem þeir vilja. Hvað er svona mikið öðruvísi við sumar- og vetrartímann. b) Aðgleðjastþarsemþettaerbesti tími ársins og allt er frábært. c) Að njóta lífsins á sinn hátt. Það er óþarfi að vera að stressa sig of mikið þó að sólin skíni. Það eyði- leggur ánægjuna. 9Það er mitt sumar og það hefur rignt frá byrjun júní. Hvernig tekur þú þessu? a) Þú ert virkilega miður þín og kemst varla fram úr sökum von- brigða. Þú sem varst búin að bíða spennt/ur eftir sumrinu allt frá jólum. b) Þetta er frábært. Svona á lífið að vera. c) Svona er þetta bara og um að gera að reyna að hafa það huggulegt heima hjá sér og láta rigninguna ekki stöðva sig í að framfylgja þeim plönum sem búið var að gera. Teldu stigin saman 1. a) 3 b)2 c)1 2. a) 1 b) 3 c)2 3. a)2 b)3 c)1 4. a)1 b) 2 03 5. a) 2 b) 3 01 6. a) 1 b)3 02 7. a)3 b) 1 02 8. a) 1 b) 3 02 9. a) 3 b)1 02 1-9 stig: Þaö er alveg Ijóst aö sumarið er ekki þín uppáhalds árstfö. Þú fyllist neikvæðni og gremju og neitar aö láta geisla sól- arinnar ylja þér. Þú hefur Ifklega engan sérstakan áhuga á útiveru og skilur ekkert f fólki sem fer f útilegur og hleyp- ur upp um fjöll og firnindi við hvert tækifæri. Þú fussar yfir léttklæddum Islendingum og neitar líklega aö taka þér sumarfrí vegna þess aö þá þarftu að eyða meiri tfma meö sólþyrstum feröa- mönnum. Reyndu nú aö njóta lífsins og finndu hvaö það er huggulegt aö sitja úti f góða veörinu í góðum félagsskap. Grillaðu og faröu f göngur og reyndu aö efla Ifkama og sál svo aö þú getir tekist á viö veturinn endurnærö/ur og full/ur orku. Byrjaðu bara f garðinum heima og svo getur þú hægt á rólega fært þig niður á Austurvöll og notið félagsskapar fáklæddra fslendinga. 10-17 stig: Þú nýtur sumarsins en ert samt sem áður ekki óöur sóldýrkandi sem ert búin aö afklæðast um leið og þaö sést til sólar. Þú lætur birtuna og góöa veðrið ekki hindra þig f því sem þú verður aö gera á hverjum degi og verður ekki óþolandi þó að hitinn fari yfir 15 stig. Þú nýtur þó góða veðursins og reynir þá aö eyða tfma meö fjölskyldu og vinum. Þú tekur þér þitt sumarfrf slappar almennilega af hvort sem er hér heima eöa erlendis. Þú ferö liklega af og til í útilegur og skemmtir þér konunglega ef veðrið er gott. Haltu áfram að njóta Iffsins og vertu dugleg/ur við aö vera úti þar sem þaö gefur þér mjög mikið. Þú mættir kannski skipuleggja sumarfríið þitt aðeins fyrr svo að þú þurfir ekki að vera f reddingum á siðustu stundu ef ferða- fiðringurinn kemur yfir þig. 18-27 stig: Áhugi þinn á sumrinu er allt að þvi óeðli- legur. Ef það sést til sólar þá skrópar þú í vinnuna og neitar að sinna þínum verk- efnum þar sem þú ert svo upptekinn af því að vera utandyra. Oftar en ekki flatmagar þú í sólinni heilu og hálfu dag- ana og þú nýtur þess sérstaklega að fara til Spánar þar sem þú líggur á ströndinni frá morgni til kvölds. Reyndu samt að hafa það f huga að öllu má ofgera og að þú verður aö sinna þfnum störfum bæði f vinnu og á heimilinu þó að veðrið sé sæmilegt. Reyndu að öðlast jafnvægi og þá munt þú njóta sumarsins mun betur vegna þess að þú átt það til að láta streitu ná tökum á þér þegar þú keppist við að ná sem flestum sólarstundum yfir sumartímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.