blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 2
2 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöið blaðið— Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 -www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Venjulegir heimiliskettir geta ekki eignast lén á Bretlandi. Kisi tapar í gerðardómi Kötturinn Mjá tapaði á dögunum máli fyrir breskum gerðardómi. Fjárfestingabankinn, Morgan Stanley, höfaði mál gegn kisa en hann var skráður fyrir léninu My- morganstanleyplatinum.com. Lögfræðingar bankans rákust á slóðina og þótti hún lík öðrum lénum sem bankinn er skráður fyrir. Þegar þeir uppgötvuðu að köttur var skráður fyrir léninu ákváðu þeir að reyna að fá skrán- inguna ógilta. Málið snérist um hvort köttur- inn Mjá væri réttmætur eigandi lénsins. Grunur lék á um að Mi- chael Woods, eigandi kattarins, hefði í raun skráð lénið á nafn kattarins. Woods hélt því fram að skráning lénsins væri ekki fölsuð og rökstuddi mál sitt með því að benda á að skráðir eigendur fjölmargra léna eru ekki menn heldur fyrrtæki. Gerðardómurinn andmælti þessum rökstuðningi og benti á að venjulegar kisur geti hvorki talað, skrifað né lesið. I úrskurð- inum kemur fram að hugsanlegt sé að kötturinn Mjá gæti verið geimköttur. Væri það raunin hefði hann átt að geta þess þegar hann útfyllti umsóknareyðu- blöðin þegar hann sótti um lénið. f ljósi þess að hann gerði það ekki úrskurðaði dómarinn Morgan Stanley í hag sökum þess að kötturinn hefði logið á umsókninni. BlaSiS/Frikki Gengið frá leyndardómum Snæfellsjökuls Háfleygur maður sagði eitt sinn að það væri aðeins eitt betra en að búa undir Snæfellsjökli en það væri að fá að njóta þess að horfa á hann úr fjarlægð. Jökullin skartaði sínu fegursta í gær og áhrif hans kynngimögnuð sem endranær. A myndinni sjást þær Jónína og Sigríður á göngu á Seltjarnarnesi. Stöðvum lok- að þegar leikir standa yfir Skjárinn og 365 miðlar munuloka fyrir útsendingar á nokkrum er- lendum stöðvum á meðan beinar útsendingar frá leikjum á HM í knattspyrnu standa yfir. Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Skjásins, segir að þetta sé gert að kröfu 365 miðla sem er rétthafi fyrir HM í Þýskalandi á íslandi. „Þeir eru í fullum rétti að krefjast þess að lokað verði fyrir stöðvarnar á meðan beinar útsendingar frá HM í Þýskalandi standa yfir. Þetta veldur mér hins vegar von- brigðum þar sem á hinum Norð- urlöndunum er ekki amast við sambærilegri dreifingu," segir Magnús. Áhrifa lokana mun gæta á DR, NRK, SVT, ARD og ZDF, en lok- anir ná einnig til endurvarps Digital fsland. Bæjarstjóri segir úrskurð félags- málaráðuneytis óskiljanlegan Gunnar Birgisson segir að reglum við úthlutanir lóða verði ekki breytt. Oddviti Samfylkingar segir úrskurð um ólögmæti úthlutuna vera grafalvarlegt mál og að reglum verði að breyta. Blaðií/Frlkki Lóðaúthlutanirá Kópavogstúni hafa hrundið af stað málaferlum gegn bæjaryfirvöldum. Ekki stendur til að breyta reglum við lóðaúthlutanir í Kópavogi þrátt fyrir að félagsmálaráðuneytið hafi úrskurðað að úthlutun á Kópavogs- túni hafi verið ólögmæt. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, gagnrýnir úrskurðinn og segir aðferð bæjarins við úthlutun lóða vera þá bestu sem í boði sé. Oddviti Samfylkingarinnar í bænum segir að yfirvofandi skaða- bótamál geti kostað bæinn drjúgan skilding og að það sé forgangsmál að breyta reglunum. Málshöfðun yfirvofandi Þrjár kærur til viðbótar eru inni á borði félagsmálaráðuneytisins vegna lóðaúthlutunar á Kópavogstúni í des- ember sl., og hefur Blaðið fyrir því heimildir að fjórði aðilinn hyggist höfða mál fyrir dómstólum. „Þetta er mjög skrítinn úrskurður,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. „Þeir gagnrýna okkur fyrir að rökstyðja ekki hverjir hafi verið valdir til að taka þátt í útdrætti um lóðina.“ Hann segir útilokað að bæjarráð fari að geta þess í rökstuðn- ingi sínum fyrir þvf að aðili fái ekki lóð að fjármál hans séu ekki í lagi svo dæmi sé tekið. Það væri að sögn Gunnars brot á lögum um persónu- vernd. „Þessi úrskurður er mér því gersamlega óskiljanlegur." Hann segir að verið sé að reyna að þvinga bæinn til þess að breyta fyrirkomulagi lóða- úthlutanaá þann veg að dregið verði um lóðirnar eða þær seldar hæstbjóð- anda. „Ég er mjög eindregið á móti þeim aðferðum.“ Reglunum ekki breytt að sinni Gunnar segir að sú leið sem farin sé í bænum sé sú besta. „Ef menn ætla að fara í útboð þá eru það bara þeir ríku og sterku sem fá lóð. Ef hins vegar menn ætla að draga úr hópi umsækj- anda þá fara menn í kennitölusöfnun. Er það betra?,“ spyr Gunnar, sem segir enga aðferð fullkomna í þessum efnum. Að sögn Gunnars stendur ekki til að breyta úthlutunarreglunum í Kópa- vogi. „Við erum að fara að úthluta 250 sérbýlum á næstunni og við munum halda okkur við þessar reglur í það skiptið þar sem búið er að auglýsa út- hlutina. Hvort við breytum reglunum seinna veit ég ekki.“ Forgangsmál að breyta reglunum Guðríður Arnardóttir, oddviti Sam- fýlkingarinnar í Kópavogi segir það grafalvarlegt mál að félagsmálaráðu- neytið úrskurði á þann veg að þær reglur sem verðmætum sé útdeilt eftir standist ekki stjórnsýslulög. .Auðvitað eru þetta skýr skilaboð um að ekki eigi að úthluta fleiri lóðum að svo stöddu nema að reglunum verði breytt.“ Guðríður segir að Samfylk- ingarmenn hafi lagt til að nýjar út- hlutunarreglur verði teknar upp, þar sem fjallað verði um allar umsóknir nafnlaust. „Það myndi draga úr állri tortryggni í þessum málum.“ Guðríður segir þetta mál vera enn eitt dæmið um þau vinnubrögð sem stunduð séu af meirihlutanum. Hún segir að næsta skref í málinu fýrir kærendur sé að höfða mál á hendur bænum. „Þetta gæti kostað Kópa- vogsbæ drjúgan skilding þegar bæj- arsjóður þarf að greiða skaðabætur vegna þessara vitlausu úthlutunar- reglna. Mér finnst þetta vera fáránleg þvermóðska að ætla sér að standa við þetta fastari fótunum þegar menn vita hversu umdeilt þetta er. Regl- urnar eru handónýtar og það er for- gangsmál að breyta þeim.“ Opið virka dagæ 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Gæða sængur og heilsukoddar. 0 HeiSsklrt0 Léttskýjaífóa. Ský|að Alskýjað^* Rigning, litilsháttar'^^ Rigning^áj^Súld 4Í ^ SnJðkoma*£i, siydda’^L Snjóél Skúr Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Paris Stokkhólmur Vin Þórshöfn Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.