blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöiö 40 IVlJCilllÍ! Fjölbreytni í fyrirrúmi Knut Hamre leikur á harðangursfiðlu á sumartónleikum Bláu kirkjunnar á Norskum dögum í fyrra. Vortónleikar Selmu og Gunnars Gunnar Kvaran, sellóleikari, og Selma Guðmundsdóttir, píanó- leikari, halda tónleika á Skriðu- klaustri mánudaginn 5. júní kl. 17 (annan í hvítasunnu). Á efnisskrá tónleikanna er svíta eftir franska tónskáldið Couperin, Sónata „Arp- eggione" eftir Franz Schubert, Fant- asíuþættir opus 73 eftir Robert Schumann og íslensk þjóðlög í út- setningu Hafliða Hallgrímssonar. Gunnar Kvaran, sellóleikari, og Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari, halda vor- tónleika á Skriðuklaustri á mánudag. Gunnar Kvaran og Selma Guð- mundsdóttir hafa starfað saman að tónleikahaldi frá árinu 1995. Þau hafa leikið saman tónlist inn á tvo geisladiska. Sá fyrri, Elegía, kom út hjá Japis árið 1996. Fyrir rúmu ári kom svo út hjá Smekkleysu diskur- inn Gunnar og Selma með flutningi þeirra á nokkrum rómantískum verkum, þar á meðal sónötu Fre- deric Chopin fyrir selló og píanó. Gunnar og Selma starfa bæði sem kennarar við Listaháskóla íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Tónleikarnir eru samstarfsverk- efni Félags íslenskra tónlistar- manna og Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Tónlistarunnendum sem eiga leið um Austurland í sumar er bent á að á Seyðisfirði fer fram árleg sum- artónleikaröð í Bláu kirkjunni. Tón- leikarnir eru haldnir á miðvikudags- kvöldum kl. 20:30 og er aðgangseyrir 1000 krónur. Tónleikaröðin hefst miðvikudags- kvöldið 28. júní með fjölbreyttum söngtónleikum Signýjar Sæmunds- dóttur, sópran við undirleik Bjarna Jónatanssonar, en þau munu meðal annars flytja nokkur íslensk lög sem ekki eru sungin oft á sviði. Hver tón- listarviðburðurinn rekur síðan annan og er óhætt að segja að alþjóð- legt yfirbragð og fjölbreytni setji svip sinn á tónleikaröðina í ár. Seyð- firðingum og gestum þeirra mun meðal annars gefast færi á að hlýða á bandarískan gospelsöng, norska harmonikkutónlist, djass og klassík. Sumartónleikar í Bláu kirkjunni: 5. júlí: Kvartett Sigurðar Flosa- sonar saxófónleikara ásamt söng- konunni Kristjönu Stefánsdóttur. 12. júlí: Tónleikar með brasilíska gítarleikaranum Ife Tolentino. Hann kemur fram ásamt gítar- og saxófón- leikurunum Ömari og Óskari Guð- jónssonum og enska trommuleikar- anum Chris Wells. 19. júlí: Gospelltónleikar með Eddie Cohee og Pat Randolph frá Delaware í Bandaríkjunum. Þær verða jafnframt með gospelnám- skeið í tengslum við LungA, Listahá- tíð ungs fólks á Austurlandi. Nám- skeið fyrir fólk utan LungA hefst sunnudaginn 16. júlí en það verður auglýst síðar. 26. júlí: Bergþór Pálsson ásamt Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur söng- konu, Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fiðlu- leikara og Kjartani Valdemarssyni, píanóleikara með söngskemmtun fyrir alla. 2. ágúst: „Fjórir vinir“ halda tón- leika en sá hópur samanstendur af tónlistarfólki frá fjórum löndum, þar á meðal Islandi, sem kynntust í tónlistarháskóla í Haag í Hollandi. Þetta eru fyrstu tónleikar hópsins á íslandi. 9. ágúst: Dúett Elísabetar Waage hörpuleikara og Örnu Kristínar Ein- arsdóttur flautuleikara. Fjölbreytt og falleg tónlist sem gleður hjörtun. 16. ágúst: Lokatónleikar Bláu kirkj- unnar í tengslum við hina árlegu Norsku daga á Seyðisfirði. Harm- onikkusnillingurinn Kjetil Skaslien frá Noregi ásamt Reidar Myhre saxófónleikara. Eitt af verkum Erlu Þórarinsdóttur mynd- listarmanns í Galleríi Animu í Ingólfsstræti. Dœldir og duldir I gær var opnuð sýning Erlu Þór- arinsdóttur myndlistarmanns í Galleríi Animu, Ingólfsstræti 8. Yfirskrift sýningarinnar er Dældir og duldir. „Dældin á samsvörun við duld hugans sem fyllir hana innihaldi og jafnvel dældin sem fyllist dæld finnur líkamlega duld og þannig heldur þetta áfram,“ segir í tilkynningu frá galleríinu Á sýningunni eru ný og tíma- laus verk, efnisgerð úr steini, silfri, ljósi, tíma og bronsi. Bœjarlistamaður Hafnarfjarðar Lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar í Hafnarfirði var sett á fimmtudaginn á afmælis- degi bæjarins. Við það tækifæri var útnefndur bæjarlistmaður Hafnarfjarðar og veittir tveir hvatningarstyrldr til lista- manna og/eða listnema. Elín Ósk Óskarsdóttir var valin bæjarlistamaður Hafnaríjarðar og þær Auður Vésteinsdóttir, myndlistarmaður, og Eyrún Ósk Jónsdóttir, leikstjóri og leik- skáld, hlutu hvatningarstyrki. Elín Ósk hefur sungið fjöldamörg óperuhlutverk innanlands sem utan og hlotið lof gagnrýnenda fyrir túlkun og framúrskarandi söng. Eitt af verkum Sunnu Sigfríðardóttur sem er til sýnis á Café Karólínu á Akureyri. Viðhorf Sunna Sigfríðardóttir opnar í dag sýningu á Café Karólínu í Listagil- inu á Akureyri. Sýningin hefur hlotið nafnið „Við- horf“. Þetta er þriðja sýningin sem Sunna setur upp á Café Karólínu. Sunna segir um verkin á sýning- unni: „Myndirnar eru af blómum. Ýmis mismunandi munstur sem koma úr sama forminu. Myndirnar eru allar þær sömu. Myndirnar eru allar unnar með bleki á pappír. Það er áhorfandans að velta fyrir sér hvað myndirnar tákna. Mynd- irnar geta skipt um þýðingu eftir því hver horfir á þær. Sýningin heitir viðhorf vegna okkar eigin skoðana og hvernig viðhorf okkar eru mismunandi." Sunna stundaði nám við Mynd- listaskólann á Akureyri og útskrifað- ist 2001 og hefur frá því tekið þátt í á annan tug sýninga. Sýningin á Café Karólínu stendur til 30. júní 2006. Allir eru velkomnir á opnunina í dag kl. 14. A sama tíma stendur yfir sýn- ingin „Mjúkar línur / Smooth lines“ eftir Joris Rademaker á Karólínu Restaurant. Joris er bæjarlistamaður Akureyrar. Rómarborg byggð úr sandi Listamaður vinnur að því að móta eftirlíkingu af rómverska hringleikahúsinu Co- Reuters losseum í enska strandbænum Brighton. Þar hefur verið opnuð sýning á nærri 200 sandskúlptúrum sem allir tengjast borginni sögufrægu. Það er engu líkara en að Rómar- borg, með öllum sínum stórkostlegu byggingum og minnismerkjum, sé risin í strandbænum Brighton í Eng- landi. Um 60 listamenn hafa mótað úr sandi nærri 200 eftirmyndir ■u 1 ~ Æ1 y Eistneski sandlistamaðurinn Kirke Kangro dyttar að verki sinu á sandskúlp- túrsýningunni I Brighton. Sýningin fjallar um ris og hnig Rómarveldis. ýmissa sögufrægra mannvirkja borgarinnar við Tíber, þar á meðal Colosseum og Pantheon. Þetta er í annað skipti sem Sandskúlptúr- hátíðin í Brighton er haldin en að þessu sinni verða um 85% skúlptúr- anna undir risastóru tjaldi sem á að verja þá fyrir veðri og vindum og ágengni skemmdarvarga. Á síðasta ári skemmdust sumir skúlptúranna sem stóðu undir beru lofti og vilja skipuleggjendur sýning- arinnar koma í veg fyrir að leikur- inn endurtaki sig. Michelle Lamb, talsmaður hátíðar- innar, segir að tjaldið hafi jafnframt gefið listamönnunum tækifæri til að vera tilraunaglaðari. Nærri 200.000 manns komu á há- tíðina á síðasta ári en þá var þema Reulers Eins og sjá má eru mörg verkanna á sýningunni meira en mannhæðar há. Hér hefur listamaðurinn Sergio Ramirez komið sér vel fyrir við verk sitt. sýningarinnar Egyptaland til forna og vonast skipuleggjendur til að slá það met í ár. Um 10.000 tonn af sérstökum sandi frá Hollandi voru flutt til Brighton fyrir sýninguna en sá sandur þykir henta betur til skúlp- túrgerðar auk þess sem verk sem eru mótuð úr honum eiga að þola betur ágang veðurs og vinds. Sýningin stendur til 10. september en þá munu jarðýtur jafna Rómar- borg hina litlu við jörðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.