blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 26
26 I VÍSINDI LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaðiö Ef viö gætum lifað lengur Þráin eftir ódauðleika er að öllum líkindum jafngömul manninum. Frá örófi alda hefur maðurinn þráð að lifa vel og lengi við góða heilsu og helst viðhalda þreki og þrótti æsk- unnar sem lengst. Þó að við eigum enn langt í land með að ná því tak- marki eru margir vísindamenn á þeirri skoðun að meðalævi manna kunni í framtíðinni að lengjast um nokkur ár og áratugi og að fólk muni jafnvel geta náð allt aði40 ára aldri. Ekki er nóg með að fólk lifi lengur heldur verður það heilsuhraustara fram eftir aldri. Þannig myndi maður á tíræðisaldri hafa andlega og líkamlega heilsu á við mann á sex- tugsaldri núna. Þeir allra bjartsýnustu eins og breski vísindamaðurinn Aubrey de Gray telja að lengja megi líf manna um alla eilífð en flestir hafna þó slíkum hugmvndum sem helberum vísindaskáldskap. Meðalævi fólks mun lengjast meðal annars vegna heilbrigðari lífs- hátta, betri aðstæðna og heilbrigðis- þjónustu og framfara í lífvísindum. Hugmyndir um að hægt sé að lengja líf fólks með aðstoð vísind- anna vekja upp ýmsar siðferðis- spurningar og ekki eru allir á eitt sáttir um hvort slíkar tilraunir séu ásættanlegar. Á vefsíðu tímaritsins LiveScience birtist á dögunum greinaflokkur þar sem menn velta vöngum yfir kostum og göllum hærri meðalald- urs manna og velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á samfélagið ef menn lifðu umtalsvert lengur en þeir gera nú. Meiri tími með ástvinum Að mati greinarhöfunda hefði lengri meðalævi manna ótvírætt ýmsa kosti í för með sér. Fólk gæti til að mynda varið meiri tíma með ástvinum sínum, fylgst með afkom- endum sínum vaxa úr grasi, lært ný Hver vill lifa að eilífu? Ódauðleiki og eilíf æska hafa verið skáldum og rithöfundum hug- leikin yrkisefni í gegnum tíðina auk þess sem þau koma við sögu i trúarbrögðum og goðsögum. Þó að menn óttist dauðann og þrái ódauð- leikann reynist hann þeim gjarnan þungbær og erfiður. Stundum hafna söguhetjurnar ódauðleik- anum á endanum vegna ástar á dauðlegum manneskjum eða til að öðlast sálarró. Oftar en ekki upp- götva þær að stutt líf sem lifað er til fulls er meira virði en einmanalegt líf sem ekki sér fyrir endann á. Eilíft líftil ama Eilíft líf er nefnilega ekki alltaf tekið út með sældinni. Gríska goð- sagnahetjan Sýsifos þráði til dæmis ekk- A\\ ert heitar en lífið \ v7 og reyndi að leika á V' A guðina eftir dauðann. Þeir hegndu honum með því að láta hann endur- taka sama tilgangslausa erfið isstarfið til eilífðarnóns. Honum var gert að ýta stóru bjargi upp fjallshlíð til þess eins að horfa á eftir bjarginu velta aftur niður. 1 augum Connor McLeod í kvikmynd inni um Hálending- inn frá árinu 1986 er ódauðleikinn einnig þung byrði og hann óskar þess að hann væri dauðlegur eins og fólk er flest. Arwen í Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens hafnar eilífu lífi til að geta gengið að eiga Aragorn konung sem er dauðlegur maður. Stuttu eftir að Aragon deyr fellur Arwen sjálf frá ríflega 2900 ára gömul. Ung að eilífu Æskudýrkun og óttinn við að verða gamall og grár er önnur birtingar- mynd ódauðleikaþrárinnar í bók- menntum og bíómyndum. Dorian Gray, hin magnaða persóna Oscar Wilde, heldur útliti æskunnar og þrótti en raunverulegur aldur hans og illt innræti kemur fram í málverki af honum sem enginn lítur augum nema hann sjálfur. Pétur Pan er þó að öllum líkindum frægasta táknmynd þeirra sem vilja v a r ð - v e i t a b a r n i ð í sér sem lengst og helst aldrei verða fullorðnir. Hann flögrar um í Hvergilandi ásamt fé- lögum sínum og lendir í ýmsum ævintýrum. Pétur Pan sem ekki vildi fullorðnast er eins konar holdgervingur æskudýrkunar og þrárinnar eftir ódauðleika. Lengri meðalævi myndi hafa margvísleg áhrif á samfélagið að mati siðfræðinga sem telja meðal annars að fjölskyldumynstur og sam- bönd fólks myndu taka miklum breytingum. tungumál eða að leika á hljóðfæri, skipt um starfsvettvang eða ferðast meira. Þegar litið er á áhrif hærri með- alaldurs á samfélagið í heild koma ýmsir ókostir fram. Meðal annars kynni það að gerbrey ta hugmyndum fólks um ýmsar grunnstoðir sam- félagsins svo sem hjónabandið, fjöl- skylduna og vinnuna. Það sama má segja um hugmyndir okkar um æsku og elli og bilið á milli kynslóða. Fleiri og styttri hjónabönd Sálfræðingurinn Richard Kalish sem hefur velt þessum áhrifum fyrir sér telur að lengri ævi muni gerbreyta viðhorfi okkar til hjóna- bandsins. Hjón á sjötugsaldri sem væru í ástlausu og illþolanlegu sam- bandi myndu nú á dögum að öllum líkindum hanga saman af gömlum vana þau ár sem þau ættu eftir ólifuð. Ef þau vissu hins vegar að þau þyrftu að sitja uppi með hvort annað í 60- 80 ár til viðbótar væru meiri líkur til að þau slitu samvistum. Kalish spáir því að eftir því sem meðalævi fólks lengist verði meira um stutt hjónabönd og að fólk líti á hjónabandið sem skuldbindingu til langs tíma frekar en samband sem eigi að vara ævina á enda. Gerbreytt Qölskyldumynstur Chris Hackler fræðimaður við Há- skólann í Arkansas telur að tvisvar sinnum lengri meðalævi muni hafa fleiri áhrif á fjölskyldulíf fólks og fjölskyldumynstur. Ef það verður algengara að fólk gangi í fleiri en eitt hjónaband um ævina eins og Kalish spáir megi jafnframt búast við því að fólk eign- ist fleiri hálfsystkini. Ef fólk byrjar að eignast börn á sama tíma og það gerir nú kynnu allt að tíu kynslóðir að vera á lífi á sama tíma. Ef frjósem- istímabil kvenna lengist að sama skapi og meðalævin kynnu systkini að koma í heiminn með 40-50 ára millibili. Svo mikill aldursmunur myndi gerbreyta samskiptum systk- ina sem og foreldra og barna. Það hefði ótvírætt ýmsa kosti í för með sér ef fólk lifði lengur en það gerir nú. Það gæti til dæmis varið meiri tíma með ástvinum sfnum og fjölskyldu og fylgst með afkomendum vaxa úr grasi. Vinnumarkaðurinn stokkaður upp í flestum tilfellum hefði lengri ævi óneitanlega í för með sér að fólk ynni lengur en það gerir nú. Fólk færi síðar á eftirlaun en nú ekki aðeins í því skyni að einstaklingar geti framfleytt sjálfum sér heldur einnig til að létta byrðinni af lífeyr- issjóðum eða eftirlaunakerfi hvers ríkis fyrir sig. Ef hæfir starfsmenn verða lengur á vinnumarkaðinum mun efnagsleg framleiðni aukast og auðveldara verður fyrir fólk að skipta um starf þrátt fyrir að það sé komið á miðjan aldur. Slíkar breytingar myndu einnig hafa ýmsa ókosti í för með sér. Sam- keppni um störf yrði harðari þar sem fólk á miðjum aldri myndi keppa um ný störf við yngra starfs- fólk. Daniel Callahan sérfræðingur í mmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.