blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 34
34 I I7NGA FÓLKID LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöiö Svört kómedía um fordóma í dag verður frumsýnd stutt leikin kvikmynd um fordóma og fjölmenn- ingu í Gamla bókasafninu í Hafnar- firði. Hópur krakka úr Hafnarfirði hefur frá þvi í febrúar unnið að gerð myndarinnar undir leiðsögn Eyr- únar Óskar Jónsdóttur í Jaðarleik- húsinu en myndin er hluti af loka- verkefni hennar í leiklistarfræðum. .,Ég er í mastersnámi þar sem lögð er áhersla á hvernig nota megi leik- listina til að stuðla að félagslegri upp- byggingu,“ segir Eyrún og bendir á að myndin sé ágætt dæmi um það. Byggt á reynslu fólksins í hópnum Krakkarnir sóttu meðal annars nám- skeið í leiklist og kvikmyndagerð auk þess sem þeir skiptust á skoð- unumum málefnið og deildu reynslu- sögum. Þó að þátttakendur séu allir á svipuðum aldri (15-20 ára) eru þeir af sjö þjóðernum og aðhyllast fern trúarbrögð þannig að bakgrunnur þeirra er afar ólíkur. „Þetta er í raun og veru byggt á reynslu fólksins í hópnum. Við tókum viðtöl hvert við annað og fórum í spunaleiki og upp úr því komu hugmyndir að þessum sögum þar sem við ýktum í raun og veru reynslu fólksins í hópnum,“ segir Erna Ómarsdóttir einn þátttak- enda. Július Þórðarson og Ahd Abu Libdh sem einnig tóku þátt í gerð myndarinnar taka undir orð Ernu. „Þetta er í raun svört kómedía," segir Júlíus. „Við setjum þetta í grínbún- ing svo að fólk geti hlegið að þessu og fari að hugsa um það sem það sér,“ bætir Ahd við. í myndinni eru sagðar þrjár sögur sem allar fjalla um sama viðfangs- efni. í einni sögunni leikur Erna stúlku sem á múslímskan kærasta sem leikinn er af Júlíusi. í upphafi finnst henni ekkert tiltökumál að hann sé múslími en foreldrar hennar eru ekki sömu skoðunar og smám saman fyllist hún sjálf fordómum. „Það eru í raun allir með einhverja fordóma þó að þeir haldi að þeir séu það ekki. Þessi saga fjallar um hvernig staðalímyndir hafa áhrif á fólk og hvernig fjölmiðlar móta stað- aKarameislarin.ru Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi Frá vinstri Júlíus Þórðarson, Ahd Abu Libdh og Erna Ómarsdóttir. Þau voru í hópi hafnfirskra ungmenna sem gerðu stuttmynd um for- dóma undir leiðsögn Eyrúnar Óskar Jónsdóttur í Jaðarleikhúsinu (mynd til hliðar). Myndir/SteirwrHugi 99.......................................... „Það eru í raun allir með einhverja fordóma þó að þeir haldi að þeir séu það ekki. Þessi saga fjallar um hvernig staðalímyndir hafa áhrifá fólk og hvernig fjölmiðlar móta staðalímyndirnar," segir Erna Ómarsdóttir einn þátttakenda.. alímyndirnar,“ segir Erna. Önnur sagan fjallar um stelpu utan af landi sem á í erfiðleikum með að falla í hópinn. Sú þriðja fjallar um ungan mann frá Kosovo sem flyst til Islands og lendir í veru- legum samskiptavandamálum við heimamenn. Einsleit mynd í Qölmiðlum Krakkarnir eru sammála um að gerð myndarinnar hafi verið lær- dómsrík og að hún hafi opnað þeim nýja sýn á fólk af öðrum þjóðernum og trúarbrögðum. Það sem þeir vissu fyrir um suma hópana höfðu þeir einkum fengið í gegnum fjöl- miðla og sú mynd sem er dregin upp í þeim sé oft á tíðum einsleit. „Auk þess lærum við líka um hina mann- eskjuna sem við leikum sjálf. Upp- haflega hugmyndin var til dæmis sú að ég myndi sjálfur leika útlending en á endanum lék ég mjög fordóma- fullan lslending,“ segir Ahd og bætir við að það hafi verið mjög athyglis- verð reynsla. Krakkarnir telja að mikið sé um fordóma í samfélaginu en oft beri lítið á þeim og fólk geri sér jafnvel ekki alltaf grein fyrir því hversu fordómafullt það sé í raun og veru. „Ég vona að fólk fari að hugsa meira um þessi mál eftir að hafa séð þessa mynd. Það er að minnsta kosti til- gangurinn með henni,“ segir Júlíus sem hvetur að lokum alla til að mæta í Gamla bókasafnið kl. 15 í dag til að sjá myndina. Eftir frumsýningu myndarinnar verður sýnd stutt heimildarmynd um breska sagnfræðinginn Arnold J. Toynbee og baráttu hans gegn for- dómum og síðan verða umræður og fyrirspurnir. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Tilraunaglaðir tónlistarmenn með áhuga á saumaskap Biaðiö/Frikki Hljómsveitin Alræði öreiganna hyggst flytja verkið Pétur og úlfurinn eftir rússneska tónskáldið Sergei Prokofjeff í nýstárlegri útsetningu I Hafnarfjarðarleikhúsinu á mánu- dagskvöld. Hljómsveitin Alræði öreiganna ræðst ekki á garðinn þar hann er lægstur þessa dagana því að á mánudag mun hún flytja verkið Pétur og úlfurinn eftir rússneska tónskáldið Sergei Pro- kofjeff í eigin útgáfu. Alræði öreiganna er aðeins skipuð fjórum ungum mönnum sem leika á jafnmörg hljóðfæri. Engu að síður takast þeir á við tónverk sem var sér- staklega samið með hljóðfæri heillar sinfóníuhljómsveitar í huga en í því túlkar hvert hljóðfæri ákveðna dýra- tegund eða persónu. Helgi Egilsson bassaleikari hljómsveitarinnar segir að þeim hafi gengið ljómandi vel að útsetja verkið þrátt fyrir mann- fæðina. „Við nýtum aðallega stefin úr verkinu og höldum ekkert rosal- ega fast við það að hvert hljóðfæri sé ákveðin persóna. Þetta er miklu frekar stef sem við setjum í ýmsan búning og tvinnum alls konar ryþm- apælingar við þau,“ segir Helgi og bætir við að þó að hljómsveitin fari nokkuð frjálslega með tónlistina sé hún trú upphaflega verkinu hvað sög- una varðar. Mikið lagt í búninga og sviðsframkomu Sögumaður verður Einar Aðalsteins- son og býst Helgi við að hann flytji söguna með nokkrum tilþrifum og jafnvel leikrænum tilburðum en Einar er einkum þekktur fyrir að hafa unnið upplestrarkeppni grunnskólanna árið 2001. „Þá munu búningar hljómsveitarinnar einnig koma á óvart og vafalaust gera mikla lukku,“ segir Helgi. Verkið Pétur og úlfurinn verður flutt í Hafnarfjarðarleikhúsinu á mánudag kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um fleiri tónleika þó að það sé draumur hljómsveitarfélaga að fara víðar með verkið. „Kannski ferðumst við um landið með þetta. Annars hlýtur líka að vera áhugi á þessu um allan heim. Þetta er svo al- þjóðlegt. Kannski fáum við danskan sögumann til liðs við okkur og skreppum til Kaupmannahafnar," segir Helgi og bætir við að það sé ein- mitt draumur hljómsveitarinnar að slá í gegn í Danmörku. Ennfremur hefur Alræði öreiganna uppi áform um að setja upp Hnotubrjótinn að hætti hússins árið 2010. Umslag úr gallabuxum trommarans Hugmyndin að Pétri og úlfinum kviknaði þegar þrír félagar Alræðis öreiganna sömdu tónlist fyrir upp- færslu Herranætur (leikfélags M.R.) á Birtingi eftir Voltaire í vetur. Tón- listin úr verkinu kemur senn út á geisladisk en félagarnir hafa setið sveiítir við að sauma umslög disks- ins á undanfarna daga og vikur. ,Hvert umslag verður sérstakt. Eitt gæti til dæmis verið saumað úr rass- vasa af gallabuxum trommarans,“ segir Helgi og bætir við að stefnt sé á að útbúa 150 eintök af diskinum eða eins mörg og saumavélin þoli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.