blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 51

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 51
blaðið LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 AFÞREYING I 51 Offrambod eda óspenn- andi hljómsveitir? Tónlist Atli Fannar Bjarkason Það kemur ekki mikið á óvart að Reykjavík rokkar hátíðin hafi ekki náð hylli almennings. Aðstand- endur blésu hátíðina af vegna dræmrar miðasölu en var hægt að búast við að aðalsveitir hátíðarinnar gætu fyllt Laugardalshöll þrjú kvöld í röð? hófi frram undanfarin misseri. Hver sem er virðist halda að hann geti flutt inn hljómsveit, fyllt Höllina og haft upp úr því fúlgur fjár. Þeir sem ætla að treysta á hljómsveita- innflutning til að borga reikningana verða stöðugt að vera með puttann á púlsinum. Endurkomur gamalla jálka eru skemmtilegar en ganga ekki endalaust upp. Þegar allt kemur til alls er stað- reyndin sú að með auknu framboði minnkar eftirspurn og fólk verður vandlátara. Það er ekki langt síðan fólk beið hátt í sólarhring í röð til að fá miða á tónleika. í dag fer miðasala mest megnis fram á Netinu enda engin ástæða til annars. Tónlistar- áhugamenn sjá ekki lengur ástæðu til að ganga á eftir miðum á tón- leika. Hvort sem það er offramboði eða óspennandi hljómsveitum að kenna (eða hvoru tveggja?) er ljóst að tónleikahaldarar þurfa að vakna oglykta afkaffinu. atli@bladid.net The Darkness áttu að koma fram á Reykjavík Rokkar-hátíðinni í ár. Fréttir gærdagsins Reykjavík rokkar hefði átt að heita „I gær 2006“ vegna þess hve erlendu atriðin, sérstaklega Darkness og David Gray, voru mikið að gerast í fyrra - fréttir gærdagsins. Darkness gáfu út sína fyrstu plötu, Permission to Land, árið 2004. Þeir lifðu á sínum eina alvöru smelli, I Believe in a Thing Called Love, þar til tók að líða á árið 2005 þegar fregnir fóru að berast um ritstíflu aðalmanns sveitarinnar. Ritstíflan kom svo út í formi breiðskífu á þessu ári sem fékk slæmar undirtektir gagnrýn- enda sem og tónlistarunnenda. David Gray gaf út plötuna Life in Slow Motion í fyrra og dældi út mis- góðum smellum sem útvarpshlust- endur landsins virtust taka vel í. En langtímaminni aðdáendahóps hans á íslandi er greinilega slæmt því ekki náði hann að svo lítið sem fylla stúkuna í Laugardalshöll. Loks sé ég Motörhead ekki fyrir mér sem hljómsveit sem fyllir Laug- ardalshöllina. Motörhead er frábær hljómsveit sem á sér langa sögu og aðalmaður sveitarinnar, Lemmy Kilmister, er svo sannarlega holdg- ervingur rokksins. En flestir muna hvernig fór með annan sögufrægan sukkara, Iggy Pop. Tónleikar hans og hljómsveitarinnar Stooges voru færðir úr Laugardalshöll i Listasafn Reykjavíkur sem fylltist þó ekki. Atriðin öli„happening" Reykjavík rokkar hátiðin var gríð- arlega vel sótt í fyrra. Atriðin þrjú sem voru í boði voru öll „happen- ing“ þá. Duran Duran endurkoman sló í gegn um allan heim, Foo Fight- ers voru nýbúnir að gefa út plötu og Queens of the Stone Age líka. í fyrra var líka bullandi góðæri, doll- arinn á 60 kall og helmingi minna tónleikaframboð. Framboð tónleika hefur farið úr Hvað er að gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburði líðandi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net. Sunnudagur 12.00-Tónlist Bastien og Bastienne, ópera fyrir börn Hafnarfjarðarleikhúsið 15.30-Tónlist Reykjavík Trópík Háskólasvæðið 21.00-Tónlist Akureyri International Music Festival Rocco Miðasala á midi.is 21.00-Tónlist Sleater Kinney Nasa Miðasala á midi.is 24.00-Tónlist Drungablús og djöflakántrí A Hansen Þegar það kemur að því að bjarga heiminum getur verið gott að vera litli kjúllinn. Kominn í verslannir og leigur á DVD!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.