blaðið - 03.06.2006, Page 51

blaðið - 03.06.2006, Page 51
blaðið LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 AFÞREYING I 51 Offrambod eda óspenn- andi hljómsveitir? Tónlist Atli Fannar Bjarkason Það kemur ekki mikið á óvart að Reykjavík rokkar hátíðin hafi ekki náð hylli almennings. Aðstand- endur blésu hátíðina af vegna dræmrar miðasölu en var hægt að búast við að aðalsveitir hátíðarinnar gætu fyllt Laugardalshöll þrjú kvöld í röð? hófi frram undanfarin misseri. Hver sem er virðist halda að hann geti flutt inn hljómsveit, fyllt Höllina og haft upp úr því fúlgur fjár. Þeir sem ætla að treysta á hljómsveita- innflutning til að borga reikningana verða stöðugt að vera með puttann á púlsinum. Endurkomur gamalla jálka eru skemmtilegar en ganga ekki endalaust upp. Þegar allt kemur til alls er stað- reyndin sú að með auknu framboði minnkar eftirspurn og fólk verður vandlátara. Það er ekki langt síðan fólk beið hátt í sólarhring í röð til að fá miða á tónleika. í dag fer miðasala mest megnis fram á Netinu enda engin ástæða til annars. Tónlistar- áhugamenn sjá ekki lengur ástæðu til að ganga á eftir miðum á tón- leika. Hvort sem það er offramboði eða óspennandi hljómsveitum að kenna (eða hvoru tveggja?) er ljóst að tónleikahaldarar þurfa að vakna oglykta afkaffinu. atli@bladid.net The Darkness áttu að koma fram á Reykjavík Rokkar-hátíðinni í ár. Fréttir gærdagsins Reykjavík rokkar hefði átt að heita „I gær 2006“ vegna þess hve erlendu atriðin, sérstaklega Darkness og David Gray, voru mikið að gerast í fyrra - fréttir gærdagsins. Darkness gáfu út sína fyrstu plötu, Permission to Land, árið 2004. Þeir lifðu á sínum eina alvöru smelli, I Believe in a Thing Called Love, þar til tók að líða á árið 2005 þegar fregnir fóru að berast um ritstíflu aðalmanns sveitarinnar. Ritstíflan kom svo út í formi breiðskífu á þessu ári sem fékk slæmar undirtektir gagnrýn- enda sem og tónlistarunnenda. David Gray gaf út plötuna Life in Slow Motion í fyrra og dældi út mis- góðum smellum sem útvarpshlust- endur landsins virtust taka vel í. En langtímaminni aðdáendahóps hans á íslandi er greinilega slæmt því ekki náði hann að svo lítið sem fylla stúkuna í Laugardalshöll. Loks sé ég Motörhead ekki fyrir mér sem hljómsveit sem fyllir Laug- ardalshöllina. Motörhead er frábær hljómsveit sem á sér langa sögu og aðalmaður sveitarinnar, Lemmy Kilmister, er svo sannarlega holdg- ervingur rokksins. En flestir muna hvernig fór með annan sögufrægan sukkara, Iggy Pop. Tónleikar hans og hljómsveitarinnar Stooges voru færðir úr Laugardalshöll i Listasafn Reykjavíkur sem fylltist þó ekki. Atriðin öli„happening" Reykjavík rokkar hátiðin var gríð- arlega vel sótt í fyrra. Atriðin þrjú sem voru í boði voru öll „happen- ing“ þá. Duran Duran endurkoman sló í gegn um allan heim, Foo Fight- ers voru nýbúnir að gefa út plötu og Queens of the Stone Age líka. í fyrra var líka bullandi góðæri, doll- arinn á 60 kall og helmingi minna tónleikaframboð. Framboð tónleika hefur farið úr Hvað er að gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburði líðandi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net. Sunnudagur 12.00-Tónlist Bastien og Bastienne, ópera fyrir börn Hafnarfjarðarleikhúsið 15.30-Tónlist Reykjavík Trópík Háskólasvæðið 21.00-Tónlist Akureyri International Music Festival Rocco Miðasala á midi.is 21.00-Tónlist Sleater Kinney Nasa Miðasala á midi.is 24.00-Tónlist Drungablús og djöflakántrí A Hansen Þegar það kemur að því að bjarga heiminum getur verið gott að vera litli kjúllinn. Kominn í verslannir og leigur á DVD!

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.