blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 30
30 I TILVERAN LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöið Subbugangurinn talinn sjálísagður Það er deginum ljósara að margt, sem áður taldist siðferðilega rangt, þykir nú 1 hæsta máta eðlilegt og fátt virðist stinga í stúf við hið svokallaða norm. Hér á ég sérstaklega við ástarsambönd tveggja einstaklinga sem mörg eru farin að vera ansi dularfull, svo ekki sé meira sagt. Þetta fékk ég staðfest á dögunum eftir langar og innihaldsríkar samræður við gamlan kunningja eitt kvöldið. Eins og gengur fórum við að tala um gamla vini og spurðum hvort annað spjörunum úr varðandi hinn og þennan sem við sameiginlega þekkjum frá árum áður. Talið barst að manni sem hefur vanvirt konuna sína í langan tíma, haldið fram- hjá henni og gert henni lífið leitt í mörg ár. Ég hneykslaðist alveg upp úr öllu valdi við fréttir af þessum kunningja mínum þegar hann sagði mér að parið væri í svipuðum sporum í dag og spurði hvort það væri eitthvað mikið að fíflinu! Svarið var á þessa leið: ,Já, en common - hann er samt búinn að vera þvílíkt nice við hana í alveg nokkra mánuði núna, búinn að minnka dópið og er allt annar maður.“ Miðað við þessa athugasemd kunningja míns er subbulega himpigimpið orðið hinn mesti sómamaður þar sem að honum hefur „tekist að vera nice“ við kærustuna í „nokkra mánuði“. Maður neyðist nú bara til þess að klappa fyrir honum þessum. Spurning hvort hann verði ekki bara kallaður til fyrir næstu fálkaorðu í tilefni dugnaðarins... Ekkert lát á vitleysisgangnum Síðar þetta sama kvöld hitti ég annan kunningja minn sem ætl- aði að gera hosur sínar grænar fyrir mér. Sá hinn sami hefur átt konu í nokkur ár svo að ég auðvitað stoppaði hann af til þess að vekja athygli á meintum drusluskap. Hann svaraði um hæl að þetta væri í himnasta lagi og tók stoltur fram að honum hefði nú tekist að halda sig fjarri framhjáhaldinu í 5 ár. Hann sum sé prísaði sig sælan með þetta gífurlega afrek sitt og fannst hann svo sannarlega geta barið sér á brjóst fyrir mikilmennskuna. Nú var sko kominn tími til að bæta upp fyrir prestalífið og þennan ótrúlega trúnað við konuna með því að hasla sér völl hjá einni tilkippilegri! Ég veit ekki hvort hann var að leita eftir hamingjuóskum frá mér fyrir þennan merka áfanga - framhjáhaldsleysi í heil fimm ár, en ég náttúr- lega sagði honum til syndanna og neitaði að taka þátt í þessu bulli. Bætti hann þá við (sér til framdráttar, eða þannig) að í öll skiptin sem hann hafði haldið framhjá hefði verið nóg fyrir hann að setja upp kórdrengjasvipinn smeðjulega til þess að fá fyrirgefningu syndanna hjá konunni. Honum fannst því ekkert eðlilegra en að gera sig líklegan til snúnings í þetta skiptið... Ég veit ekki hvort ég sé svona ferlega gamaldags en ég bara vissi ekki að framhjáhald og önnur illindi við makann væru svona „inn“ í dag. Én kannski er þetta bara að breytast. Það er aldrei að vita nema við verðum bráðum komin á þann tímapunkt í tilverunni þar sem allir eru með öllum og báðir makarnir sækja í sífellu út fyrir heimilið. Maður spyr sig. Það er allavega gott að vita hvernig tíðarandinn er orðinn - þá getur maður allavega komið fram við makann eftir hent- ugleika í framtíðinni og afsakað framhjáhald með því að gefa viðkomandi einn ís eða svo! halldora@bladid.net HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Slátniuélamarkaðurinn Nv uerslun á llagiihöfóa 8 Bestu verðin í bænum ffi Electrolux ÉWIœoiíl wiu® Shindaiwa 4,75 Hö an drifs með safnara Verð nú kr. 27.900.- Verð áður kr. 34.900.- 4 Ho an drifs með safnara Verð nú kr. 24.900.- Verð áður kr. 34.900.- fyrir atvinnumenn 12” án blaða, verð 74.900.- 14” án blaða, verð 76.900.- NÝTTT Bríggs & Stratton orf 4 gengis (þarf ekki að blanda olíu við bensín - minni hávaði) Verð nú 26.900.- Verð áður 37.900.- Bensin velsog Verð kr. 14.900 Flymo loftpúðavél 25% afsláttur Verðfrá 19.990,- Á TILBOÐI Mbmf Flymo hekkklippur Verðkr 3.900.- Rafmagns vélsog Verð 9.900.- Slattiivelamarkaourinn Vaynhöfða 8 *">»■ www.slattuvel.is Viðgerða- og varahlutaþjónusta fyrir sláttuvélar og reiðhjól (sama gata og Bílabúð Benna) Opið 10 -14 laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.