blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 46

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 46
46 I ÍPRÓTTIR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 biaöiö Rætur knattspyrnunnar? Þjóðverjar eru ekki einungis miklir knattspyrnuáhugamenn heldur upp til hópa hugsandi fólk sem lætur sér annt um hinstu rök tilver- unnar. Þeim nægir ekki að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu; þeir verða að fá að vita til hvers þeir eru að því og þar af leiðandi er þeim eðlislægt að kanna rætur knattspyrnunnar. í menningarsögusafninu í Ham- borg stendur um þessar mundir yfir sýning sem spyr einmitt þess- arar spurningar: Hvar liggja rætur þeirrar þarfar að sparka í bolta? Sýn- ingarmunir benda til þess að ræt- urnar liggi ekki eingöngu í hverfum enska verkamanna. Þörf mannsins til þess að sparka í tuðruna virðist vera djúpstæð og ná langt aftur til gleymdra tíma. Eins og sagt var frá í Blaðinu á dögunum halda kínverskir fornleifa- fræðingar þvi fram að þeir, en ekki Skotar hafi fundið upp golfið. Svo virðist að þeim hafi manna fyrst dottið í hug að sparka í bolta sér til gamans. Meðal sýningamuna er fornt kínverskt útskorið mark en sérfræðingar telja að það hafi verið notað til brúks í leiknum „cuju“, en á íslensku myndi orðið þýða „spark- bolti“. Sparkbolti er talinn vera fyrsta útgáfa knattspyrnunnar en leikurinn er hátt í fimm þúsund ára gamall. Kínverskir hermenn skiptu sér í tvö lið og var markmiðið að skjóta bolta beint í gat á útskornum viðarramma andstæðingsins. Iþróttin átti að innræta hermönnum gildi samstarfs og árkvekni. Japanir komust síðar á bragðið. Stígvél sem eru sögð vera fyrirrenn- arar takkaskóa eru einnig til sýnis. Slík stígvél voru notuð í leik sem Japanir kölluðu „kemari“. Leikur- inn var vinsæl iðja á sjöundu öld og kepptu yfirleitt samuræjar gegn hirð- mönnum. Ekki svipaði þó leiknum til knattspyrnu nema að litlu leyti heldur fólst keppnin í því að halda bolta á lofti. Fyrsti landsleikurinn í„rostungafótbolta" Þessir munir benda þó ekki til að rætur knattspyrnunnar liggi í Asíu. Þörfin til þess að sparka í bolta virðist vera sammannleg og hefur hún gagntekið einstaklinga í öllum heimshornum gegnum tíðina. Munir á sýningunni varpa ljósi á knattspyrnuiðkun inúíta á Grænlandi. Mannfræðingar telja að þeir hafi farið í einhvers konar knatt- spyrnu rneð höfuðkúpu á rostungi til þess að hita sig upp fyrir veiðar. Heimildir herma að fyrsti landsleik- urinn í rostungafótbolta hafi farið fram á Grænlandi árið 1586. Þá átti landslið Grænlendinga við pressu- lið Englands, sem var leitt áfram af John nokkrum Davis og skipáhafnar hans. Því miður er ekki vitað hvernig leikar enduðu en ætla má að Grænlendingar hafi sigrað, enda var lið þeirra firnasterkt á þessum tíma Hið ítalska upphaf Þrátt fyrir mannfræði- og menninga- sögulegar pælingar er ljóst að raun- verulegt upphaf knattspyrnunnar er að finna í hinni gagnmerku borg Flórens á Ítalíu. Flestum ætti að vera kunnugt um „calcio storico“, en sá leikur er sameiginlegur forfaðir nú- tíma knattspyrnu og ruðnings. Á 17. öld fór að bera á ýmsum reglum í þeim leik sem koma nútíma knatt- spyrnuáhugamönnum kunnuglega fyrir sjónir. Liðin fóru að klæðast sérstökum búningum, dómarar og aðstoðardómarar dæmdu leikina og liðsmenn léku sérstakar stöður á vellinum. Bjórinn og boltinn Þrátt fyrir ofangreint kemur það fram á sýningunni að Bretar eigi óumdeilanlega heiðurinn af þeirri útgáfu knattspyrnu sem leikin er í dag. En Þjóðverjarnir leggja minni áherslu á hið breska framlag til þróunar leikreglna en mun meiri áherslu á menningarlega framlagið. Þýsku sýningastjórarnir leggja sig nefnilega sérstaklega fram við að sýna það sérstaka samband sem nú- tíma knattspyrna á við bjórdrykkju en það er einnig runnið undan rifjum hins breska framlags. 5. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA mán. 5. júní kl. 19:15 Víkingur - Valur mán. 5. júní kl. 19:15 ÍA - Fylkir mán. 5. júní kl. 19:15 Grindavík - ÍBV mán. 5. júní kl. 20:00 FH - Keflavík þri. 6. júní kl. 19:15 KR - Breiðablik 4. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA lau. 3. júni kl. 14:00 FH-KR lau. 3. júní kl. 16:00 Valur - Breiðablik mán. 5. júni kl. 14:00 Þór/KA - Fylkir mið. 7. júní kl. 19:15 Stjarnan - Keflavík Tryggðu þér miða á betra veröi á landsbankadeildin.is eöa ksi.is Rauters Róbótinn Peter Crouch, sóknarmaður Liverpool, er margt til lista lagt. Á dögunum heimsótti Vilhjálmur prins æfingabúðir enska landsliðsins og að því tilefni ákvað Crouch að dansa fyrir hann róbótadansinn. Uppátækið vakti mikla lukku eins og sjá má.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.