blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 18
18 I VERÖLDIW LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöiö Á söguslóðum stríðsins Tækifæri í rannsóknum á sviði matvæla- og næringarfræði hérlendis eru gríðarlega mikil, bæði vegna þess að ísland er matvælaframleiðsluland og vegna alþjóðavæðingarinnar sem ekki síst snertir matvælaiðnað og -löggjöf. Áhugi almennings eða neytandans á góðri næringu er einnig alþjóðlegur og kallar á matvæla- og næringarfræðinga til margra starfa. Fiskiðnaður og annar matvælaiðnaður mun á næstu árum byggja afkomu sína á rannsóknum og þróun til að auka verðmæti afurða sinna. í rannsóknum á sviði næringarfræði er sérstaða íslands hvað varðar næringargildi ákveðinna fæðutegunda og fæðuvenjur mjög ahugavert rannsóknarefni sem er enn sem komið er vannýtt auðlind. UMSOKIMARFRESTUR ER TIL 6. JUIMI Upplýsingar veitir Ingibjörg Gunnarsdóttir í síma 543 8416 eða 843 8410 http://www.raunvisindi.hi.is/page/matvskor .<.«$ 17*4- HÁSKÓLI ÍSLANDS 'í>/ >y-í'- R a u n v í s i n d a d e i I d FERÐASAGA BRYNDÍSAR XIII. KAFLI Yinir okkar í Króatíu kvöddu okkur með velútilátnum hádegis- verði á veitingastað, sem ein- göngu bauð upp á þjóðlega rétti að hætti ömmu. Enda hét staður- inn “Heima hjá ömmu”. Ekki er að furða, þótt Króötum sé vel í skinn komið og að þeir þyki góðir íþróttamenn, ef amma hefur alið þá upp á svona kjarngóðu fæði. En mikið hefur búskaparlag og mataræði Króata verið ólíkt því, sem tíðkaðist handan Adríahafs- ins meðal ítala. Svona er Evrópa sundurleit. Hvort er það meira sem sameinar eða sundrar? Leiðin lá frá Zagreb til Belgrad. Vegalengdin er um fjögur hundruð kílómetrar, eða svipuð og frá Reykja- vík til Akureyrar. Hraðbrautir Balk- anskagans, sem Evrópusambandið fjármagnar af örlæti úr byggða- sjóðum sínum, bera óneitanlega af íslenska vegakerfinu. Ég reiknaði með að fara þetta á þremur tímum. En ég reiknaði ekki með því, að þótt vegalengdin væri stutt, er fjar- lægðin milli Króata og Serba löng. Báðir telja sig eiga harma að hefna eftir grimmileg átök borgarastyrj- aldar, sem skildi eftir sig svöðusár og ýfði upp ógrónar menjar liðinnar sögu. Við fengum forsmekkinn af þessu strax á hraðbrautinni. í Zagreb höfðum við reynt án árang- urs að skipta koonum í dinara. Svo vissum við ekki, að Serbar höfðu reist tollbúðir á hraðbrautinni á ca. hundrað kílómetra fresti og heimt- uðu veggjöld og engar refjar. Þegar við réttum þeim koonarana okkar frá Króatíu brugðust þeir ókvæða við: dinara eða dollara - annars komist þið hvergi. Visakortið dugði ekki. Jón Baldvin brá á það ráð að þykjast vera í sendinefnd Ahtisaa- ris að semja við Belgrad um framtíð Kosovo og hótaði þeim öllu illu, sem tefðu för. Þetta gekk nema í seinasta skiptið, þegar mín kvenlega mildi dugði betur. Ég bara grét mig í gegn! Alla vega brutumst við gegnum víg- girðingar Serba - ókeypis! En um nóttina náðu Serbar fram grimmilegum hefndum. Við leit- uðum náttstaðar undir myrkur í útjaðri Belgrad. Hótelið hét hinu háleita nafni National, en hlýtur að hafa verið félagsheimili komm- únistaflokksins fyrr á tíð, þar sem neonljósin vörpuðu bleikri skímu á smekkleysið og niðurníðsluna. Það var að vísu bót í máli, að þetta kommúníska farfuglaheimili var hræbillegt. Grískur harmleikur Örlög Serba eftir upplausn sam- bandsríkisins Júgóslavíu eru í ætt við grískan harmleik. Serbar eru stolt þjóð og stærilát og miklast af sögu sinni. En þetta er sagan um örlagaríkan ósigur fyrir Tyrkjum (á vígvöllum í Kosovo á 14. öld), ítrek- uðum uppreisnartilraunum og end- urteknum ósigrum fyrir ofureflinu. Þetta er saga um píslarvætti, hetju- lund, blóðfórnir og beiska ósigra. Óg hefur sett mark sitt á hugarfar þjóð- arinnar til dagsins í dag. Eftir dauða Titos benti flest fljót- lega til þess, að Júgóslavíu yrði ekki haldið saman nema með ofbeldi. Stjórn sambandsríkisins í Belgrad Mikil uppbygging hefur farið fram í kjölfar stríðsins í Sarajevó. ýtti ómeðvitað undir þá þróun með vaxandi ofríki gagnvart öðrum lýð- veldum sambandsríkisins. Slóvenar riðu á vaðið og lýstu yfir sjálfstæði. Króatar kváðu upp úr um hið sama og síðan hvert sjálfstjórnarlýðveldið á fætur öðru - Bosnía-Herzegóvína, Makedónía og nú síðast Monte- negro-Svartfjallaland. Þrátt fyrir allt ofbeldið og ódæðisverkin er ekkert eftir nema ofvaxin höfuð- borg hinnar eiginlegu Serbíu. Meira Nám við matvæla- og næringarfræðiskor Fjölbreytt nám sem býður upp á mikla möguleika að segja Kosovo, sem nú er að 9/10 hlutum byggð Albönum mun rífa sig lausa og mynda sjálfstætt ríki einn góðan veðurdag. Þetta blóðuga ofbeldi gerðist í ná- vígi fólks, sem hafði búið hlið við hlið, í þorpum og sveitum þessa stórbrotna lands. Ofbeldið nærði hatrið, og trúin réttlætti það. Serbar tilheyra grísku rétttrúnaðarkirkj- unni; Króatar eru kaþólikkar og Bo- sníumenn múslimar. Þetta reyndist vera forskrift fyrir fjöldamorðum. Þegar fokið var í flest skjól fyrir Serbum í stríðinu, reyndi Milosevic “the final solution” að hætti Hitlers, það er brottrekstur allra Kosóvóal- bana úr landi að viðlögðum dauða og tortímingu ella. Milosevic hélt hann kæmist upp með þetta, af því að í borgarastyrjöld Serba, Króata og Bosníumuslima á árum áður höfðu Sameinuðu þjóðirnar orðið berar að þvílíkum aumingjaskap, að það verður þeim til ævarandi • skammar. Hámark aumingjaskapar- ins var, þegar hollenskar friðargæslu- sveitir, sem höfðu lofað fólki í útrým- ingarhættu öruggu athvarfi (safe havens), og það streymdi þangað tugþúsundum saman í von um grið, en var skotið ofan í fjöldagrafirnar að hollenskum hersveitum ásjáandi. Hollensku herforingjarnir sögðust því miður ekki hafa umboð til að fyrirbyggja fjöldamorð. Sarajevo og Srbrbrenika eru nýir smánarblettir í sögu Evrópu. Evrópumenn verða að horfast í augu við þá staðreynd að það þurfti ameríska íhlutun undir hatti NATO til að stöðva fjöldamorðin í þeirra eigin bakgarði. Skyldi Evrópa hafa lært lexíuna sína? Kommúnistinn, Króatinn og skæruliðaforinginn Tito sem hélt lokinu i suðupottinum í Júgóslavíu. Grunnnám við matvæla- og næringarfræðiskor er þriggja ára háskólanám sem lýkur með B.S. gráðu og löggiltu starfsheiti matvælafræðings. Til að öðlast starfsréttindi sem næringarfræðingur þarf viðkomandi að Ijúka rannsóknatengdu framhaldsnámi i næringarfræði, til meistara- (M.S.) eða doktorsgráðu. Boðið er upp á tveggja ára rannsóknatengt meistaranám í matvælavinnslu, matvælaverkfræði, matvælaefnafræði og matvælalíftækní, auk næringarfræðinnar. Doktorsnám í sömu greinum stendur einnig til boða. Algengt er að hluti meistara- og doktorsnámsins fari fram við erlendan háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.