blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 28
28 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöiö Við megum vera djarfari Vigdís Hrefna:„Ég held aö þaösé nauðsynlegt að staldra við öðru hverju, skipta um umhverfi og endurmeta líf sitt." Þeir eru fjölmargir sem lagt hafa leið sína í íslensku óperuna undanfarnar vikur til þess að sjá uppfærslu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Litlu hryllingsbúð- inni eftir Howard Ashman. Þeim er líklega ofarlega í huga hin barnslega Auður sem er svo ákaf- lega elskuð af piltinum Baldri. Auður á um tíma í tygjum við of- beldisfullan tannlækni og hverfur að lokum í gin plöntunnar ógur- legu sem engu eirir. Ljúfa stúlkan Auður nær að heilla okkur flest upp úr skónum með einlægni sinni og undurfagurri söngrödd og sum okkar deila eflaust ljúfum draumi hennar um agnarlítið hús umkringt ekta skjólgirðingu og rólegt fjölskyldulíf uns yfir lýkur. Það er ung og efnileg leikkona, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem fer með hlutverk Auðar í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Litlu hryllingsbúðinni. Blaðamaður hitti Vigdísi Hrefnu á stílhreinu kaffihúsi í miðborg Reykjavíkur og spurði hana út i leiklistina og lífið. Vigdís Hrefna stormar brosmild inn úr votviðrinu í rauðri kápu með átta mánaða gamla dóttur sína í fanginu. Hún heilsar glaðlega og pantar sér sódavatn meðan rigningin lemur rúðurnar. Ég byrja á því að spyrja Vigdísi út í bakgrunn hennar og fjölskyldu hennar sem er upp til hópa mikið leikhúsfólk en eins og kunnugt er þá er hún dóttir Páls Baldvins Bald- vinssonar. „Ég hef haft áhuga á leik- list frá því ég var krakki. Foreldrar mínir voru mjög duglegir að fara með mig að sjá sýningar og það má segja að ég hafi að nokkru leyti alist upp í leikhúsinu. Foreldrar mínir tóku þessum mikla áhuga mínum mátulega alvarlega til þess að byrja með en svo þegar þau sáu að ég var ákveðin í því að fara út í þetta þá stóðu þau þétt við bakið á mér. Eg hef alltaf fengið fullan stuðning frá þeim í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og er leiklistin þar engin undantekning. Ég var aldrei efins um að þetta væri það rétta. Námið var vissulega erfitt og krefjandi en ég var alltaf viss um að þetta væri það sem ég vildi leggja fyrir mig,“ segir Vigdís Hrefna. Hún útskrifaðist úr Leiklistar- skólanum vorið 2002 og hefur síðan þá tekið að sér fjölbreytt verkefni. „Haustið eftir að ég útskrifaðist lék ég í Grettissögu í Hafnarfjarðarleik- húsinu og fór svo í Þjóðleikhúsið þar sem ég var þar til ég fór í fæðingar- orlof síðasta haust. Þar lék ég t.d. í Mýrarljósi, Norðri, Edith Piaf, Jón Gabríel Borkmann og fleiri verkum. Svo fór ég norður til Akureyrar í upp- hafi þessa árs til þess að vinna hjá Leikfélagi Akureyrar við uppfærsl- una á Litlu hryllingsbúðinni.“ Búðfull af hryllingi Flestir þekkja til sögunnar góðu um fögru stúlkuna Auði, vandræðalega piltinn Baldur, tannlækninn óða og plöntuna ógurlegu. Tónlistin er mörgum afar kær og flestir geta raulað fyrir munni sér nokkrar hendingar úr þekktustu lögunum. Verkið er Vigdísi Hrefnu afar kært af ýmsum ástæðum. „Mér þykir alveg sérstaklega vænt um Hryll- ingsbúðina. Ég þekkti verkið mjög vel áður en æfingar hófust og hef hlustað mikið á tónlistina í gegnum tíðina. Pabbi setti hana upp á sínum tíma með Sigurjóni Sighvatssyni hér í Reykjavík og ég sá fjölmargar sýn- ingar þegar ég var lítil. Systir mín fæddist svo nóttina eftir frumsýn- inguna hjá pabba þannig að verkið er nokkuð samofið fjölskyldusög- unni,“ segir Vigdís Hrefna. Fyrir skemmstu kom Leikfélag Ak- ureyrar færandi hendi til höfuðborg- arinnar og hóf sýningar á Litlu hryll- ingsbúðinni en hún hafði þá gengið vikum saman fyrir fullu húsi á Ak- ureyri. Vigdís Hrefna dvaldi fyrir norðan í nokkurn tíma. „Mér leið mjög vel á Akureyri en það var líka voða gott að koma aftur heim,“ segir Vigdís Hrefna. Maðurinn minn, Örn Úlfar Höskuldsson, og dóttir mín Úlfhildur Ragna, komu með mér og við áttum góðan tíma fyrir norðan. Ég var að vinna svo mikið að ég hafði ekki tíma fyrir mikið annað en að sinna fjölskyldunni og æfa. Við náðum samt að skella okkur á skíði í hinu frábæra skíðasvæði Ak- ureyringa, Hlíðarfjalli, sem var al- veg hrikalega gaman.“ Vigdís Hrefna segir samstarfið hafa gengið ákaflega vel fyrir norðan. „Leikstjórinn, Magnús Geir, er góður drengur og hefur náttúrlega unnið þrekvirki fyrir norðan. Leikhópurinn er sam- rýmdur og þéttur. Hann er skipaður bæði nýútskrifuðum leikurum eins og Guðjóni Davíð og Jóhannesi Hauki og reynsluboltum á borð við Þráinn Karlsson og Andreu Gylfa- dóttur. Þetta er allt yndislegt fólk“ segir Vigdís Hrefna. Lognmollan á förum Eðli og tilgangur íslensks leikhúss hefur töluvert verið í umræðunni síðustu misserin. Margir telja að leik- húsið takist ekki af nógu miklum krafti á við samtíma sinn og lítið sé um samfélagsgagnrýni á fjölunum í dag. Ég spyr Vigdísi Hrefnu að því hvort henni fyndist þessi gagnrýni sanngjörn. „Mér finnst að íslensk leikhús mættu setja upp miklu rót- tækari sýningar og líka stuðla betur að íslenskri leikritun, fá ungskáldin í frekara samstarf. Það hefur ríkt töluverð lognmolla hér - ekki bara í leikhúsinu heldur í samfélaginu öllu. Ég held hins vegar að það sé að breytast. Fólk er í auknum mæli að taka afstöðu t.d. í virkjanamálum. Það sýnir sig vel í því hversu vel bók Andra Snæs, Draumalandið, hefur selst. Fólki stendur ekki á sama og sýnir það í verki. Ég myndi segja að ég væri pólitísk. Foreldrar mínir kenndu mér að horfa gagnrýnum augum á umhverfi mitt og ég reyni að temja mér það í daglegu lífi. Ég held að leikhúsið verði að taka af- stöðu og vera óragt við að ögra áhorf- endum. Þá á ég ekki bara við í pól- itískum skilningi heldur líka ögra okkur sem manneskjum," segir Vig- dís Hrefna og greinilegt er að hún hefur sterkar skoðanir á þessum málum. „Einn daginn finnst manni allt vera ómögulegt í íslensku leik- húsi en svo fer maður á eina sýningu sem rífur mann upp úr lognmoll- unni og hefur áhrif á mann. Þá fyll- ist maður eldmóði og vill sjálfur fara að gera einhverja snilld. Hilmar Jónsson, leikstjóri, sagði einu sinni við mig að 90% af því sem við gerðum væri drasl, það væru þau 10% sem eftir stæðu sem gerðu þetta starf þess virði að sinna því. Ég held að það sé töluvert til í því. Það er ekki oft sem maður sér sýn- ingu sem breytir lífi manns - ekki frekar en bók sem maður les eða bíó- mynd sem maður sér sem hefur slík áhrif á mann. En þegar það gerist er það náttúrlega frábært. Mér finnst að við megum vera djarfari við að fara alla leið og prófa nýja hluti. Maður má ekki gleyma sér í þægi- legheitunum,“ segir Vigdís Hrefna og blikkar Úlfhildi dóttur sina sem lætur fara vel um sig í nýmóðins barnastól við hlið hennar. Útrás til Skotlands Vigdís Hrefna er alin upp í Þingholt- unum og býr þar enn með sambýlis- manni sínum og dóttur. Þau hyggja þó á útrás með haustinu. „Ég er að fara í frekara nám. Við fjölskyldan erum að fara að fly tja út til Glasgow í haust. Ég mun stunda meistaranám í Musical Theatre við Royal Scottish Academy of Music and Drama og ég hlakka mikið til að fara í nám aftur. Ég fór út um daginn til að þreyta inntökupróf sem gekk bara vel. Ég þurfti að fara í dansprufu, syngja nokkur lög, fara með Shakespeare einleik og flytja lítið spunaverk. Ég er ekki alveg búin að mynda mér skoðun á Glasgow,“ segir Vigdís Hrefna hugsi. „Ég veit ekki alveg hvers ég á að vænta af borginni. Ég þekki Edinborg betur og þar kann ég afskaplega vel við mig. Hún er miklu auðmeltanlegri en Glasgow með öll sín gömlu hús og sína töfra. En Skotarnir eru alveg frábært fólk og það verður gaman að kynnast þeim betur. Maðurinn minn verður heimavinnandi húsfaðir meðan ég sinni náminu auk þess sem hann mun sinna sínu starfi sem þýðandi. Ég held að það sé napðsynlegt að staldra við öðru hverju, skipta um umhverfi og endurmetá líf sitt. Þetta er okkar tækifæri til þess,“ segir Vig- dís Hrefna. Stórkostlegt að eignast barn Vigdís Hrefna og Örn Úlfar, sambýl- ismaður hennar, eignuðust dóttur fyrir skömmu. Ég spyr hana að því hvernig sú reynsla hafi breytt lifi hennar. „Það hlýtur alltaf að breyta fólki að eignast barn. Ég hef reyndar alltaf verið mikil fjölskyldumann- eskja þannig að lífsstíll okkar breytt- ist ekki mikið við að eignast Úlfhildi Rögnu. Þess utan á ég stjúpson sem er hjá okkur reglulega þannig að um- brey tingin var ekki neitt rosaleg. En auðvitað er stórkostlegt að eignast barn og við höfum líka verið mjög heppin því hún hefur verið mjög vær og heilsuhraust. Að eignast hana hefur breytt mér sem manneskju og listamanni að því leyti að ég geri mér betur grein fyrir hvað raunveru- lega skiptir máli í lífinu. Hlutverk í leikhúsinu koma og fara og það eru ekki þau sem skipta öllu máli í lífinu þegar upp er staðið.“ Að nýafstöðnum sveitarstjórnar- kosningum er vel við hæfi að spyrja leikkonuna ungu hvað henni finnist um útkomuna. „Mér finnst niður- staðan sorgleg fyrir Reykvíkinga og það er eitthvað mjög undarlegt við það að flokkur sem hefur nánast ekk- ert fylgi á bak við sig skuli komast til valda í borginni. Maður hlýtur að spyrja sig ýmissa spurninga þegar flokkur sem hefur jafnlítið fylgi og Framsókn heldur um helstu stjórn- artaumana í landinu,“ segir Vigdís Hrefna að lokum og heldur á ný af stað út í borgina Reykjavík. hilma@bladid.net 99............................... Mér finnst að íslensk leikhús mættu setja upp miklu róttækari sýningar. Það hefur ríkt töluverð lognmolla hér - ekki bara í leikhúsinu heldur í samfélaginu öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.