blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 19
blaðið LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 VERÖLDINI 19 99....................................... Evrópumenn verða að horfast í augu við þá stað- reynd að það þurfti ameríska íhlutun undir hatti NATO til að stöðva fjöldamorðin í þeirra eigin bakgarði. Skyldi Evrópa hafa lært lexíuna sína? Karadjorde-minnismerkið í Belgrad. Fyrir aftan sést glitta í Dómkirkju heilags Sava sem er ein stærsta og tilkomumesta dómkirkja á Balkanskaga. Sannleikurinn fyrsta fórnarlambið Það er sagt, að í stríði sé sannleikur- inn alltaf fyrsta fórnarlambið. Þjóðir hinna fornu Júgóslavíu þóttust allar eiga harma að hefna, og sumar aftur í gráa forneskju. í annarri heimstyrjöldinni studdi rikisstjórn konungsríkisins Serbíu Hitler. Serb- neski (júgóslavneski) herinn setti ríkistjórnina af og snerist gegn nas- istum. Hitler brást við hart. Hann lét sprengjum rigna yfir Belgrad og hernam Balkanskagann. Hann setti upp leppstjórn nasista í Króatíu og innlimaði hluta af Bosniu og Serbiu í stórkróatiskt leppríki. Auk þess studdu Þjóðverjar sjálfstæðishreyf- ingu Albana, þar með talið í Kosovo, á kostnað Serba. Margir af forystu- mönnum Króata og Albana voru því hallir undir Hitler. Aftökusveitir þessara þriggja þjóða (Ustashe-nas- istar í Króatíu,Tsétnikar i Serbíu og bófahreyfingar í Albaníu-Kosovo) frömdu fólskuleg fjöldamorð og fóru myrðandi, rænandi, ruplandi og nauðgandi um sveitir og þorp alls staðar, þar sem þessi fantar þorðu að níðast á varnarlausu fólki. Allt nærði þetta hatrið og hefnd- arhuginn, sem braust aftur út undir lok aldarinnar, þegar miðstjórnin í Belgrad missti tökin. Skæruliðar Króatans Josif Bros Titos, sem með hjálp bandamanna ráku Þjóðverja að lokum út úr Júgóslavíu, án að- stoðar Rauða hersins, undir lok stríðsins, voru að uppistöðu Serba- her. Á fyrstu árunum eftir stríð upplifðu allar þessar þjóðir ofbeld- isverk í nafni uppgjörs við kvislinga og fasista á valdatíma Hitlers og leppa hans. En að lokum kom Tito á lögum og reglu með harðri hendi. Sambandsríkið Júgóslavía saman- stóð af lýðveldunum sex (Slóveníu, Króatíu, Bosníu, Serbíu, Svartfjalla- landi og Makedóníu og sjálfstjórnar- héruðunum Kosovo og Voivodinu í grennd við ungversku landamærin). Miðstjórnin í Belgrad stjórnaði í gegnum her og leynilögreglu. Lýð- veldin höfðu hins vegar vaxandi VILTU AÐ AUCLÝSINGIN ÞÍN SJÁIST sjálfstjórn og höfðu m.a.s. stjórnar- skrárvarinn rétt til að segja sig úr sambandsríkinu, ef meirihluti kjós- enda ákvæði það í þjóðaratkvæði. Þennan rétt höfðu hins vegar ekki heimastjórnarhéruðin. Þetta átti eftir að reynast örlagaríkt og skipti sköpum, þegar Júgóslavía byrjaði að liðast í sundur að Tito látnum. Þessi saga sýnir, að kommúnist- inn, Króatinn og skæruliðaforing- inn Josif Bros, öðru nafni Tito, var um margt pólitískt mikilmenni. Hlutur hans í sögu þessara þjóða er mikill og vaxandi. Sem kommúnisti stóð hann einn manna uppi í hárinu á Stalín og hélt sínum hlut. Hann var alþjóðasinni, sem fyrirleit þjóð- rembing og þjóðernishatur og skildi hversu hættuleg þjóðernishyggja, sem er réttlætt af trúarofstæki, getur reynst. Þjóðir hinnar gömlu Júgóslavíu fengu heldur betur að kenna á því.eftir að Titos nau ekki lengur við. Eitt er að lesa um þessa sögu í sögubókum eða heyra af ógnaröld- inni í fjölmiðlum, en annað að kynn- ast harmleik fjölskyldna og einstak- linga af persónulegum kynnum við þá. Þegar við vorum komin í gegnum Serbiu til Kosovo, kynntumst við af eigin reynd lífsreynslu fólks, sem lifað hafði af hörmungarnar. Og Kol- finna dóttir okkar leiddi okkur um einstigi sögunnar, sem að baki bjó. Bryndís Schram disschram@yahoo.com 180 hótel og gistiheimili á Gulu síðunum www.ja.is / www.simaskra.is Þú getur slegið inn leitarorð á borð við „veislá', „banki" eða „pípari" Leitarvélin talar íslensku svo að engu skiptir í hvaða falli leitarorðin eru Blönduð leit, nafn/heimilisfang/póstnúmer. Þannig má t.d. finna öll hótel og gistiheimili á svæði 101 og skiptir röð leitarorða ekki máli Niðurstöður birtast í röð eftir vægi, mestar upplýsingar fyrst og síðan hinar í stafrófsröð Tengd/skyld leitarorð birtast sem tillögur Fellistika stingur upp á leitarorði um leið og leitandi slær inn orð Leitarvélin stingur upp á annarri stafsetningu við vitlausan innslátt Ný og gjörbreytt kort fylgja öllum heimilisföngum JQ Mundu einnig eftir Gulu síðunum í 118 og í Símaskránni. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.