blaðið - 03.06.2006, Page 19

blaðið - 03.06.2006, Page 19
blaðið LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 VERÖLDINI 19 99....................................... Evrópumenn verða að horfast í augu við þá stað- reynd að það þurfti ameríska íhlutun undir hatti NATO til að stöðva fjöldamorðin í þeirra eigin bakgarði. Skyldi Evrópa hafa lært lexíuna sína? Karadjorde-minnismerkið í Belgrad. Fyrir aftan sést glitta í Dómkirkju heilags Sava sem er ein stærsta og tilkomumesta dómkirkja á Balkanskaga. Sannleikurinn fyrsta fórnarlambið Það er sagt, að í stríði sé sannleikur- inn alltaf fyrsta fórnarlambið. Þjóðir hinna fornu Júgóslavíu þóttust allar eiga harma að hefna, og sumar aftur í gráa forneskju. í annarri heimstyrjöldinni studdi rikisstjórn konungsríkisins Serbíu Hitler. Serb- neski (júgóslavneski) herinn setti ríkistjórnina af og snerist gegn nas- istum. Hitler brást við hart. Hann lét sprengjum rigna yfir Belgrad og hernam Balkanskagann. Hann setti upp leppstjórn nasista í Króatíu og innlimaði hluta af Bosniu og Serbiu í stórkróatiskt leppríki. Auk þess studdu Þjóðverjar sjálfstæðishreyf- ingu Albana, þar með talið í Kosovo, á kostnað Serba. Margir af forystu- mönnum Króata og Albana voru því hallir undir Hitler. Aftökusveitir þessara þriggja þjóða (Ustashe-nas- istar í Króatíu,Tsétnikar i Serbíu og bófahreyfingar í Albaníu-Kosovo) frömdu fólskuleg fjöldamorð og fóru myrðandi, rænandi, ruplandi og nauðgandi um sveitir og þorp alls staðar, þar sem þessi fantar þorðu að níðast á varnarlausu fólki. Allt nærði þetta hatrið og hefnd- arhuginn, sem braust aftur út undir lok aldarinnar, þegar miðstjórnin í Belgrad missti tökin. Skæruliðar Króatans Josif Bros Titos, sem með hjálp bandamanna ráku Þjóðverja að lokum út úr Júgóslavíu, án að- stoðar Rauða hersins, undir lok stríðsins, voru að uppistöðu Serba- her. Á fyrstu árunum eftir stríð upplifðu allar þessar þjóðir ofbeld- isverk í nafni uppgjörs við kvislinga og fasista á valdatíma Hitlers og leppa hans. En að lokum kom Tito á lögum og reglu með harðri hendi. Sambandsríkið Júgóslavía saman- stóð af lýðveldunum sex (Slóveníu, Króatíu, Bosníu, Serbíu, Svartfjalla- landi og Makedóníu og sjálfstjórnar- héruðunum Kosovo og Voivodinu í grennd við ungversku landamærin). Miðstjórnin í Belgrad stjórnaði í gegnum her og leynilögreglu. Lýð- veldin höfðu hins vegar vaxandi VILTU AÐ AUCLÝSINGIN ÞÍN SJÁIST sjálfstjórn og höfðu m.a.s. stjórnar- skrárvarinn rétt til að segja sig úr sambandsríkinu, ef meirihluti kjós- enda ákvæði það í þjóðaratkvæði. Þennan rétt höfðu hins vegar ekki heimastjórnarhéruðin. Þetta átti eftir að reynast örlagaríkt og skipti sköpum, þegar Júgóslavía byrjaði að liðast í sundur að Tito látnum. Þessi saga sýnir, að kommúnist- inn, Króatinn og skæruliðaforing- inn Josif Bros, öðru nafni Tito, var um margt pólitískt mikilmenni. Hlutur hans í sögu þessara þjóða er mikill og vaxandi. Sem kommúnisti stóð hann einn manna uppi í hárinu á Stalín og hélt sínum hlut. Hann var alþjóðasinni, sem fyrirleit þjóð- rembing og þjóðernishatur og skildi hversu hættuleg þjóðernishyggja, sem er réttlætt af trúarofstæki, getur reynst. Þjóðir hinnar gömlu Júgóslavíu fengu heldur betur að kenna á því.eftir að Titos nau ekki lengur við. Eitt er að lesa um þessa sögu í sögubókum eða heyra af ógnaröld- inni í fjölmiðlum, en annað að kynn- ast harmleik fjölskyldna og einstak- linga af persónulegum kynnum við þá. Þegar við vorum komin í gegnum Serbiu til Kosovo, kynntumst við af eigin reynd lífsreynslu fólks, sem lifað hafði af hörmungarnar. Og Kol- finna dóttir okkar leiddi okkur um einstigi sögunnar, sem að baki bjó. Bryndís Schram disschram@yahoo.com 180 hótel og gistiheimili á Gulu síðunum www.ja.is / www.simaskra.is Þú getur slegið inn leitarorð á borð við „veislá', „banki" eða „pípari" Leitarvélin talar íslensku svo að engu skiptir í hvaða falli leitarorðin eru Blönduð leit, nafn/heimilisfang/póstnúmer. Þannig má t.d. finna öll hótel og gistiheimili á svæði 101 og skiptir röð leitarorða ekki máli Niðurstöður birtast í röð eftir vægi, mestar upplýsingar fyrst og síðan hinar í stafrófsröð Tengd/skyld leitarorð birtast sem tillögur Fellistika stingur upp á leitarorði um leið og leitandi slær inn orð Leitarvélin stingur upp á annarri stafsetningu við vitlausan innslátt Ný og gjörbreytt kort fylgja öllum heimilisföngum JQ Mundu einnig eftir Gulu síðunum í 118 og í Símaskránni. V

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.