blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöiö 8 i rtíJUK expressokanna Tilvalin brúðargjöf w/m j .JS**. % Jk I V" •'* Arna Schram, formaöur Biaðamannafélags (slands. Fagnar sýknudómi Hæstaréttar Arna Schram, formaður Blaða- mannafélags fslands, fagnar sýknudómi Hæstaréttar í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prentmiðlum og ritstjóra Fréttablaðsins. „Dómurinn viðurkennir rétt almennings til að fá upplýsingar um mál sem kann að varða hann. Dómur- inn viðurkennir jafnframt rétt fjölmiðla til að miðla þeim og það er mikið fagnaðarefni,“ segir Arna í samtali við Blaðið. Að sögn Örnu eru sum mál þess eðlis að þessi réttur almennings til upplýsinga er mikilvægari en friðhelgi einkalífsins.„Það er hins vegar matsatriði hverju sinni og eitt- hvað sem fjölmiðlar eru alltaf að vega og meta,“ segir Arna. Hæstiréttur staðfesti á mið- vikudaginn sýknudóm Héraðs- dóms Reykjavíkur í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 prent- miðlum og ritstjóra Fréttablaðs- ins vegna hluta úr tölvupóstum, sem birtust í blaðinu á síðasta ári. Dómurinn hafnaði því að staðfesta lögbann á birtingu efnis úr tölvupóstunum sem sýslumaðurinn í Reykjavík setti á síðasta ári. f úrskurði Hæsta- réttar kemur fram að lögbanns- krafan hefði verið of víðtæk og óákveðin til að staðfesta hana. Hæstiréttur segir að þó að Fréttablaðið hafi fjallað um einkamál Jónínu, svo sem fjármál hennar, þá séu þau svo samfléttuð fréttaefninu sjálfu að ekki verði greint á miíli. Féllst Hæstiréttur því á að ekki hefði verið gengið nær einkalífi Jónínu en óhjálcvæmilegt væri í opinberri umræðu um mál- efni sem varðaði almenning. Meirihlutar myndaöir á Akureyri og í Árborg Eyþór Arnalds verður formaður bæjarráðs í Árborg síðustu þrjú ár kjörtímabilsins. Samkomulag hefur náðst um mvndun meirihluta á Akureyri og í Arborg. Samfylkingin og Sjálfstæð- isflokkurinn munu mynda nýjan meirihluta á Akureyri, en í Árborg náðu Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarílokkur saman síðdegis í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mun ráða bæjarstjórastólnum fyrstu þrjú árin og er gert ráð fyrir að Kristján Þ ó Júlí- us- son verði áfram bæjarstjóri, í það minnsta fyrst um sinn. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylking- arinnar á Akureyri, verður formaður bæjarráðs og mun væntanlega taka við embætti bæjarstjóra eftir þrjú ár. Annars er gert ráð fyrir jafnri skipt- ingu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar ráðum og nefndum. Krist- j á n Þór segir ekkert annað vera í spil- unum en að hann verði áfram bæj- arstjóri næstu þrjú árin. Hann tók þó fram að hann hefði boðið sig fram sem bæjarstjóraefni Sjálfstæð- isflokksins fyrir allt kjörtímabilið. Það gekk hins vegar ekki eftir og ætti að taka endanlegar ákvarðanir um hvernig málum yrði háttað. Hermann segist vera ánægður með að samkomulag hafi náðst. „Það þurfti að hafa talsvert fyrir þessu, en ég er ánægður með að samkomulagi sé náð. Við munum taka okkur frí fram yfir helgi og ganga svo frá málefnasamningi sem verður síðan lagður fyrir fulltrúaráð flokkanna," segir Hermann. Kristján Þór sagðist einnig vera ánægður með niðurstöðuna og að það hefðu verið fá mál sem grund- vallarágreiningur væri um á milli flokkanna. Gert er ráð fyrir að mál- efnasamningur liggi fyrir í næstu viku og að hann verði lagður fyrir fulltrúaráð flokkanna í kjölfarið. Sjálfstæðisflokkur náði fjórum bæjarfulltrúum inn í bæjarstjórn, en Samfylking þremur. Fljótlega slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Vinstri-grænna og L- lista og hófust meirihlutaviðræður sjálfstæðismanna og samfylkingar- manna á þriðjudag. Stefanía bæjarstjóri í Árborg í Árborg náðu bæjarfulltrúar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samkomulagi um meirihlutasam- starf á kjörtímabilinu. Stefanía Katrín Karlsdóttir, fyrrum rektor Tækniháskóla íslands, hefur verður nýr bæjarstjóri í Árborg. Þorvaldur Guðmundsson, odd- viti Framsóknarflokksins í Árborg, mun gegna embætti forseta bæj- arstjórnar. Sjálfstæðisflokkur fer með embætti formanns bæjarráðs og mun Þórunn Jóna Hauksdóttir gegna embættinu fyrsta starfsárið en Eyþór Arnalds síðustu þrjú ár kjörtímabilsins. Flokkarnir nafa náð samkomulagi um skiptingu í embætti og nefndir, en málefna- samningur nýs meirihluta verður kynntur í næstu viku. Stefanía skipaði átjánda sæti á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á laug- ardaginn. Hún segist hlakka til að takast á við bæjarstjóraembættið. „Þetta nýja starf leggst feikilega vel í mig. Það eru spennandi tímar fram- undan í Árborg. Hér hefur verið mikil uppbygging og fólki hefur fjölgað mikið. Það er mikið fram- kvæmdatímabil framundan í sveitar- félaginu Árborg,“ segir Stefanía, en hún er fjörtíu og tveggja ára og er viðskiptafræðingur að mennt. íranir kunna að eignast kjarnavopn innan 10 ára John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur engan vafa leika á því að klerkastjórnin í Teheran stefni að því koma sér upp gereyðingavopnum. Iranir gætu komið sér upp kjarnork- verða fyrir Irana í því skyni að fá þá unvopnum innan tíu að sögn John Negroponte, yfirmanns allra leyni- þjónustustofnana Bandaríkjanna. Negroponte lét þessi orð falla í við- tali við breska ríkisútvarpið, BBC. Negroponte sagði í viðtalinu að mat hans væri það, að íranir stefndu að því að eignast gereyðingarvopn. Ummælin lét hann falla í þann mund sem fréttir bárust af því að ríkin sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefðu náð sam- komulagi um tillögur sem lagðar Einstök lÍSt • Gjafabréf _Verið velkomin! ABBA ( ~>C\W(?n Kirkjustétt2-6 ^ 1 ' ' 1 Opið virka daga kl. 13-18, Graramolt Laugardaga kl. 13 -16 til að falla frá umdeildri kjarnorku- áætlun sinni. Er þá gert ráð fyrir að Iranir fái margvíslega aðstoð við að nýta kjarnorku í borgaralegum til- gangi gegn því að þeir hætti auðgun úrans og kjarnorkuendurvinnslu. Breska ríkisstjórnin lagði áherslu á að Öryggisráðið myndi grípa til áð- gerða féllu stjórnvöld í Teheran ekki frá kjarnorkuáformum sínum. í viðtalinu við BBC fullyrti Negro- ponte að engin ríkisstjórn í heimi hér styddi jafn duglega við bakið á hryðjuverkamönnum og sú íranska. Sagði hann að svo virtist sem stjórn- völd þar í landi væru staðráðin í að koma sér upp gereyðingarvopnum. „Vitneskja okkar á þessu sviði er takmörkuð en við áætlum að á tíma- skeiði sem nær frá byrjun næsta ára- tugar til miðs þess næsta kunni þeir hafa skapað sér þá stöðu að geta smíðað kjarnorkuvopn, sem vitan- lega er mikið áhyggjuefni,” sagði Negroponte. Hann viðurkenndi að banda- rískar leyniþjónustustofnanir hefu gert mistök er þær lögðu mat á vopnaeign og hernaðargetu íraka fyrir innrásina í landið en tók fram að menn hefðu dregið ályktanir af mistökunum og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að þau end- urtækju sig. Á fundi sínum í Vínarborg á fimmtudag náðu fulltrúar Þýska- lands og ríkjanna fimm sem eiga fastafulltrúa í Örygggissráðinu samkomulagi um tillögur til lausnar kjarnorkudeilunni sem lagðar verða fyrir stjórnvöld í íran. Talið er að þær kveði m.a. á um að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundinum í Vínarborg. Reuters Iranir fái kjarnaofn og að tryggt verði að þeir hafi jafnan aðgang að nægu auðguðu úrani. Gegn þessu á klerkastjórnin að lýsa yfir því að kjarnorkuáætlunin hafi verið lögð til hliðar. Tilboði þessu verður komið á framfæri við írönsk stjórn- völd á næstu dögum. Svara verður krafist innan nokkurra vikna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.