blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 54

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 54
54 IFÓLK LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ2006 blaöiö TÖKUM ÖLL PÁTT I SJÁLF- HVERFUNNI Smáborgarinn er einn af þeim sem finnst ekki nógu mikið um útlitsdýrkun hér á landi. Ljóst er að lyfta þarf Grett- istaki til þess að útliti ákveðinna stétta séu gerð fullnægjandi skil í íslenskum fjölmiðlum. Vissulega verður ekki gert lítið úr því mikla en vanþakkláta starfi sem ákveðnir fjölmiðlar hafa unnið í þvf að kynna almenningi hvaða fjölmiðlungar eru mest „sexf" hverju sinni. Það erákaf- lega mikilvægt að gerð sé úttekt á því að minnsta kosti einu sinni í mánuði þannig að hægt sé að fylgjast með því hverjir eru að auka „sexappílið" og á kostnað hverra. Það er aðdáunarvert að fjölmiðlungar skuli taka að sér jafn flók- ið verkefni og vega og meta „sexappfl" kollega sinna reglulega. Og fleiru má hrósa. Það ber vott um fátækt andans að einblína aðeins á útlit fólks. Dýptin kemur þegar maður setur útlitið í samhengi við innréttingar í hí- býlum fólks. Sérstaklega er það framtak sjónvarpsstöðva virðingarvert að leyfa smáborgurum þessa lands að fylgjast með framkvæmdum á heimilum frægs fólks. Vissulega læðist að manni sá grun- ur að alltaf sé verið að sýna frá sama heimilinu í þessum þáttum þar sem að allir fá sér nákvæmlega eins innrétting- ar og hvergi sést bók í hillum. En slíkar vangaveltur skipta litlu andspænis því gagni sem slíkir þættir gera. Heyrst hef- ur að þessir þættir séu orðnir að ómetan- legu mælitæki hagfræðinga sem vega og meta þenslu I þjóðfélaginu út frá því hversu oft ákveðnir leikarar hafa látið breyta og bæta hjá sér heimilin I þess- um þáttum. Þetta er allt saman gott og blessað. Hins vegar þarf að spýta I lófana þar sem að fallegt og smekkvíst fólkfinnst I öllum stéttum. Það felst I hlutarins eðli hjá fallegustu þjóð I heimi. Væri ekki ráð að fjölmiðlar birtu lika greinar um það hvaða plpulagningamenn væru með „sexappílið" I lagi endrum eins. Hvaða lagnamenn eru lostafullir I sum- ar? Á hverjum degi þarf að fylla margar blaðsiður og sjónvarpsmínútur af efni. Það gengur ekkert alltof vel. Hví ekki að leysa það vandamál með því að leyfa öllum stéttum að taka þátt I sjálfhverfu samtímans? HVAÐ FINNST ÞÉR? Mörður Árnasoti, þingmaður Samfylkingarinnar. Hvernig er að vera sammála Pétri Blöndal? „Það er alveg einstök tilfinning!“ Mörður og Pétur Blöndal, kollegi hans á þingi, eru ekki oft sammála. Það gerðist þó í gær þegar Mörður ákvað að styðja breytingartillögu Péturs við lög um tóbaksvarnir. Þeir félagar eru sammála um að fella beri brott klausu í lögunum sem bann- ar hvers konar umfjöllun um einstakar vörutegundir tóbaks til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra. Sólin skein í miðbœ Reykjavíkur í gcer og nýttu borgarbúar sér það óspart. Austurvöllur er staður minninga og ófáar sltkarfœddustþennanfallega dag. Menn og dýr léku sér í sátt og samlyndi og tónlistarmenn léku á hljóðfceri sín á hverju götuhorni. Sumarið er tíminn gottfólk, nýtum það vel. Myndir/Frikki Hljómsveitin Rolling Stones getur hafið tónleikaferðalag sitt um Evr- ópu eftir að læknar úrskurðuðu um að Keith Richards hefði náð sér eftir heilaskurðaðgerð. Samkvæmt því sem kemur fram á vef BBC er talið að Richards hafi dottið úr tré en það er víst ekki fullkomlega ör- uggt. Mörgum tónleikum hefur verið frestað út af þessu slysi en nú er gítaristinn aldni tilbúinn í slag- inn. Fyrstu tónleikarnir munu fara fram á San Siro leikvellinum í Míl- anó þann u. júlí en þeir áttu upphaf- lega að fara fram 22. júní. eftir Jim Unger Halli, viltu koma hingað eins og skot! 8-11 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 lafur F. Ma að þar færi| stjórnmálar meira sagt.! er sagt að flók HEYRST HEFUR... Ymsir telja mikil pólitísk tíðindi felast í þeim meiri- hlutum sem Framsóknarflokk- aurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn mynda þessa dagana víða um land. Spurt er hvort flokkarnir ætli að þjappa sér saman fyrir þing- kosningarnar á næsta ári. Allt byrjaði þetta eins og menn vita í Reykjavík þegar Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti sjálfstæð- ismanna, á k v a ð óvænt að slíta viðræð- um sem hafnar voru við Ólaf F. Magnús- son, efsta manna á lista Frjáls- lynda flokksins. Nokkrum klukkustundum síðar hafði Vilhjálmur myndað meirihluta með Birni Inga Hrafnssyni, at- hafnastjórnmálamanni og bé- vita. m Ymsir halda því fram að flokksforustan hafi kom- ið nærri þeirri ákvörðun Vil- hjálms að slíta viðræðunum. Vitað er að innan flokksins voru skiptar skoðanir um hvort ganga ætti til samstarfs við frjálslynda. Margir töldu það ;anga geggjigi næst þar sem ússon hefði sýnt tt sveigjanlegur ur svo ekki sé ðurbera Blaðsins sforustan hafði verið hlynnt samstarfi við frjáls- lynda en Vilhjálmi hafi einfald- lega snúist hugur eftir fund með Ólafi og haft sitt fram. Pví er einnig haldið fram að forysta Framsóknarflokks- ins hafi komist að þeirri niður- stöðu að hin margfræga „endur- reisn“ flokksins sem boðuð var strax eftir afhroðið á laugardag- inn eigi að felast í sem mestri þátttöku í sveitarstjórnum. í stað þess ao draga sig í hlé eins og flokkar gera oft eftir erfiðan ósigur eigi Framsóknarflokkur- inn að vera sem sýnilegastur. Stjórnmálafræðinga Blaðsins greinir á um þessa aðferð en margir halda því fram að í þessu felist sennilega eini mögu- leiki flokksins að ná sér á strik fyrir þingkosningarnar að ári. Lífróðurinn er hafinn. Sú áhersla sem lögð er á samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn vekur nokkra furðu. Þetta virðist vera í mótsögn við þann málflutning helstu leiðtoga framsóknarmanna að samstarfið við Sjálfstæðis- flokkinn í ríkisstjórn sé nú að koma í bakið á flokknum. Ein- hverjir telja þetta til merkis um að stefnt skuli að þvi að halda meirihlutanum á þingi í næstu kosningum og halda áfram rík- isstjórnarsamstarfi takist það. Bent er á að sjálfstæðismenn hafi í raun engu að tapa. Þeir muni að öllu óbreyttu hæglega geta myndað stjórn eftir kosn- ingarnar á næsta ári. Fái fram- sókn enn einn skellinn komi samstarf auðvitað ekki til álita en jafnframt verði þá útilokað fyrir framsókn að taka þátt í vinstri stjórn. Um leið er með þessu reynt að einangra Samfylking- una á sveitarstjórnarstiginu eins og kostur er og minnka sýnleika fulltrúa flokksins. Fleyg urðu þau ummæli Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar að réttast væri að SjálfstæðisflokkurogFramsókn- arflokkur sameinuðust. Ætli lík- ur fari ekki vaxandi á þvi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.