blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöiö Samkeppniseft- irlitiðskoðarer- indi vegna HM Samkeppniseftirlitið er enn með erindi neytenda til skoðunar um hvort að sjónvarpsstöðin Sýn misnoti markaðsráðandi stöðu sína á meðan lokakeppni heims- meistaramótsins i knattspyrnu fer fram. I erindinu kemur fram að neytandi sem ætlar að kaupa áskrift að sjónvarpsstöðinni Sýn i júnímánuði einum og sér þarf að greiða tæpar fjórtán þúsund krónur fyrir áskriftina. „Slík verðlagning felur í sér ofurverð- lagningu, sem fer í bága við a) lið xi. gr. samkeppnislaga, enda um að ræða u.þ.b. þrefalda verðlagn- ingu umfram áskriftargjald aðra mánuði. Slík verðlagning felur í sér sjálfstætt brot og misnotkun á hinni markaðsráðandi stöðu,“ segir í erindinu. Þrælkunar- garðvinna Dómari í Sambíu hefur dæmt breskan athafnamann, Charles Long, til fimmtán daga garð- yrkjuvinnu í blómabeðunum fyrir utan höfuðstöðvar útlend- ingaeftirlits landsins, sem eru í höfuðborginni Lusaka. Dóminn fékk Long fyrir að dvelja lengur í landinu en vegabréfsáskrift hans gaf leyfi til. Mulako Mbangweta, talsmaður útlendingaeftirlitsins, sagði í sambískum fjölmiðlum í gær að Long muni þurfa að slá blettinn fyrir utan skrifstofurnar og reita arfa daglega næstu vik- urnar. Síðan verður hann fluttur úr landi. Charles Long, sem kom til Sam- bíu fýrir nokkru til þess að afla sér viðskiptatengsla, var hæst- ánægður með dóminn og telur það skárra hlutskipti að vera með græna fingur út í góða veðrinu í stað þess að dúsa í sambísku fangelsi Björn Ingi segir kæru Þjóðar- hreyfingarinnar tilhæfulausa Ólafur Hannibalsson lagði í gær fram kæru vegna gruns um misferli við framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík. Ólafur Hannibalsson, félagi í Þjóð- arhreyfingunni svonefndu, kærði framkvæmd borgarstjórnarkosn- inganna i Reykjavík síðdegis í gær. Kæran er lögð fram að sögn Ólafs vegna gruns um misferli vegna fram- kvæmdar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og að sá grunur beinist að framsóknarmönnum. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknar- flokksins í Reykjavík segir ásakan- irnar vera með öllu tilhæfulausar. Ólafur Hannibalsson lagði síð- degis í gær fram kæru, fyrir hönd Þjóðarhreyfingarinnar til sýslu- manns í Reykjavík um misferli í sveitarstjórnarkosningunumumsíð- ustu helgi. Kært er vegna mis- ferlis vegna framkvæmdar at- kvæðagreiðslu utan kjörfundar í kosningunum í Reykjavík. „I kærunni kemur fram að grunur liggi á að kerf- isbundið hafi verið unnið meðal nýbúa að þeir kysu utan kjörfundar án þess að athuga hvort að þeir yrðu í bænum á venjulegum kjördegi eins og ætlast er til,“ segir Ól- afurHannibals- son i samtali við Blaðið. Kærumálið er byggt á ákvæðum í sveitastjórnarlögum. Að sögn Ólafs er ógild- ingar kosninganna krafist. Verði ekki fallist á þá kröfu verður þess krafist að kærunefnd verði skipuð af sýslumanni og að hún kanni framkvæmd utankjör- staðaratkvæðagreiðslu í Reykjavík. Samkvæmt lögum mun þvi ferli ljúka með úrskurði félagsmálaráð- herra. Ólafur segir að sætti Þjóðar- hreyfingin sig ekki við úrskurð fé- lagsmálaráðherra muni hún krefjast opinberrar rannsóknar á málinu. Nýbúar í rútum „I kærunni er vikið að því að fram- bjóðandi á lista Framsóknarflokks- ins hafi unnið að því að flytja í rútum nýbúa á utankjörfundarstað í Laug- ardalshöll. Einnig leikur grunur á að á suma hafi verið borið fé fyrir að kjósa. Þjóðarhreyfingin er einungis að biðja um rannsókn í málinu. Við e r u m ekki dómarar. Til þess erum við að biðja um rannsókn að grunsemdir Olafur Hannlbalsson verði upplýstar,“ segir Ólafur. Ólafur segist hafa haft samband við formann yfirkjörstjórnar í Reykjavík á sínum tíma og spurst fyrir um hvort að kærur hefðu borist vegna framkvæmdar utankjör- staðarkosningarinnar. „Hann sagðist ekki hafa fengið neina kæru en að starfs- maður sýslumanns í Laugardalshöll hefði þó haft samband vegna við sig vegna aðgangshörku eins kosningasmalans, sem í þessu tilviki var frambjóðandi Fram- sóknarflokksins, sem hefði komið með þessa hópa á kjörstaðinn og viljað fylgja skjólstæðingum sínum nánast alla leið í kjörklefann í því skyni að leiðbeina þeim.“ Fram kemur í kærunni að strax að loknum kosningunum hafi fjöl- margir einstaklingar leitað til Þjóð- arhreyfingarinnar, sem viðruðu þær grunsemdir annars vegar að verið væri að nota utankjörstaðaratkvæða- greiðsluna í annarlegum tilgangi og hins vegar að i ýmsum tilvikum væri ástæða til að ætla að téðum kjósendum hefði verið greitt fyrir viðvikið. Tilhæfulausar ásakanir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, segir ásakanir Þjóðarhreyfingarinnar til- hæfulausar. „Málatilbúnaður Ólafs Hannibalssonar og Þjóðarhreyfing- arinnar gegn Framsóknarflokknum er með hreinum ólíkindum. Þeir skrifuðu margar greinar í kringum prófkjörið okkar í janúar og héldu því svo áfram i aðdraganda kosning- anna,“ segir Björn Ingi. Að sögn Björns Inga, verðandi formanni borgarráðs, þá er Þjóðar- hreyfingin með Ólaf Hannibalsson í broddi fylkingar, að reyna að finna nýjar og nýjar ástæður til að sverta Framsóknarflokkinn og að þessi kæra sé bara hluti af því. Konungleg ormstunga heiðruð 1 tilefni af áttatíu og fimm ára afmæli Hertogans af Edinborg, eiginmanns Elísabetar Bretadrottningar, kom út á miðvikudag bókin: Háskalegi Hertoginn: Fyndni og fleyg orð Fi- lipusar drottningarmanns. Bókin er tekin saman af tveim breskum blaðamönnum, þeim Phil Dampier og Ashley Walton. Þeir áttu í litlum erfiðleikum að taka saman efnið því að í fimmtíu ár hefur drottningar- maðurinn látið út úr sér óborganleg ummæli og kreddur um framandi þjóðir sem hafa bæði vakið al- menna kátínu og reiði, en prinsinn verður seint sakaður um að vera illa haldinn af pólitískri rétthugsun. Höfundarnir segja Filipus vera mikilmenni með stórkostlegan húmor. 1 viðtali við Reuters-frétta- stofuna tekur Phil Dampier nokkur dæmi. Árið 1967 var hertoginn beðinn um að fara til Moskvu til að hjálpa við að slaka á spennunni í kalda stríðinu. Hann svaraði að hann væri svo sannarlega reiðubú- inn að fara til Moskvu þrátt fyrir að „skrattakollarnir hafi myrt helm- inginn af fjölskyldu minn.” Filipus rekur ættir sínar til Alexöndru keis- araynju sem var tekin af lífi af bolsé- vikum í rússnesku byltingunni. Eitt sinn ávarpaði drottningar- maðurinn breska námsmenn sem voru við nám í Kína og varaoi þá við að þeir yrðu skáeygðir ef þeir dveldu of lengi í landinu. Þegar hann, átti hann fund með forseta Nígeríu og kom forsetinn klæddur kufli að hætti sanntrúaðra múslima. Þegar Filipus hafði virt fyrir sér klæðnað- inn spurði hann forsetann: „Ertu að fara í háttinn?” Filipus hefur ekki látið sér nægja að móðga fólk í öðrum heims- hlutum. Landsmenn hans eru ekki óhultir fyrir athugasemdum hans. Árið 1995 var hann á ferðalagi um Hertoginn af Edinborg. Skotland og þar ákvað hann að blanda geði við almúgann. Hann spurði meðal annars ökukennara að því hvernig hann færi að því að halda Skotum frá flöskunni nægi- lega lengi til þess að kenna þeim að keyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.