blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 50

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 50
50 I AFPREYING LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaðiö ÁLFABAKKA &MÉÉÍlj P0SEID0N P0SEID0N YiP X-MEN3 AMERICAN D. SHAGGYDOG Ml:3 SCARYM0VIE4 BAMBI2 ital KL1 ^0-3:40-5^0-8-10:10 KL 1^0-3:40-550-8-10:10 KL1 ^0-3^0-5:45-8-10:20 KL 1^0-3^0-5:45-8-10:20 KL 1:30-3:40-5:50-8:15 KL 3:40-6-8-1 Ch30 KL 10.20 KL2 KRINGLUNNI^— sAMimmm POSEIDON KL 2-4-6-8:15-10:30 AMERICAN DREAMZ KL 10 Ml:3 KL 8-10:30 SHAGGYDOG KL 2-4-6 SCARY MOVIE 4 KL2-4-6-8 KEFLAVÍK sámmm POSEIDON KL 6-8-10 X-MEN3 KL 3-5:45-8 THE DAVINCIC0DE KL 10:10 THE SHAGGY DOG KL2-4 AKUREYRI sámmm P0SEID0N KL 4-68-10 AMERICAN DREAMZ KL6-8 Ml:3 KL10 THE SHAGGY DOG KL4 KL 5-7-9-11 KL 4-6-8-10 KL6 KL 5-8-10 POSEIDON THE DAVINCl CODE SHAGGY DOG Ml:3 X-MEN38H2AHA kl. 1,3.20,5.40,8,8.30,10.20 og10Æ0 DA VINCICODE kl.2,4,5,7,8,10og11B.l14Ai« DA VINCICODE ILÚXUS W.2,5,8 og 11 BJ.14ARA RAUÐHETTA ENSKT TAL W. 6 RAUÐHETTAISLENSKT TAL W.2og4 ÍSÖLD 2 W.2(SLENSKTTAL HEEnBOEinn 16-BLOCKS W. 3,5.50,8 og 10.108.1.14 AaA OA VINCICOOE W.3,6og9 B.L14ARA CRYWOLF W.8BJ.16ARA RAUÐHETTA ENSKT TAL W.3,6og10 RAUÐHETTA ÍSLENSKT TAL W. 3og6 PRIME W.8og 10.15 RL18 Ara 16-BLOCKS W.4,6,8 og 10.10 8L14ARA X-MEN 3 W. 2,4,8og 10.108J. 12ARA DAVINC1CODE W. 6 og 9 Rl. 14 Ara SALTKRÁKA 4ISLENSKT TAL W. 4 INSIDE MAN kl. 5.45 B.L 16ARA RAUÐHETTA ÍSLENSKT TAL W.2 fSÖLD 2 W. 2ISLENSKT TAL Utntjttrhm 16-BLOCKS W. 8 og 10 B l. 14 AfíA X-MEN 3 B.1.12 ARA W.6og8 DAVINCICODE W. 5og 10B114ARA SALTKRAKA 4ISLENSKT TAL W.4 RAUÐHEHAlSLENSKTTAL W. 330 Slikja skáldskaparins Á þessu ári hefjast tökur á nýrri mynd eftir kvikmyndagerðarmanninn Dag Kára Péturs- son. Myndin ber titilinn The Good Heart og skartar meðal annars Tom Waits í aðalhlut- verki. Myndin mun bera sterk höfundareinkenni en þó skarta nýjum búningi. Dagur Kári á að baki myndirnar Nói Albínói og Voksne Mennesker sem hafa hlotið lof gagnrýnenda víð- ast hvar. The Good Heart fjallar um ungan mann, Lucas, sem reynir að stytta sér aldur og er lagður inn á spít- ala í framhaldinu. Þar kynnist hann bareiganda, Jacques, sem á skammt ólifað og ákveður að fela Lucasi rekstur barsins. Safnað í sarpinn I myndun Dags Kára má finna af- markaðan söguheim og einkennast þær oft af einlægni, húmor og brota- kenndum söguþræði. „Það er dálítið erfitt að henda reiður á þvi hvenær nákvæmlega hugmynd kviknar, ég fæ eiginlega aldrei hugmynd að sögu heldur er ég að vinna með smærri hug- myndir. Á ákveðnu stigi fara síðan þessar hugmyndir að raða sér saman og þá myndast vísir að sögu. Ég held síðan áfram að safna í sarpinn og smátt og smátt púslast þetta saman. Þetta gerist yfirleitt á nokkrum árum og því er ég með góðan sarp af hug- myndum áður en ég sest niður og vinn markvisst að því að koma þessu í handrit." Tónlistin er afar mikilvæg í myndum Dags Kára en hann hefur samið tónlistina í kvikmyndum sínum með Orra Jónssyni en saman skipa þeir hljómsveitina Slowblow. Dagur Kári hefur áður lýst því yfir að tónlist sé tærasta listformið því hún höfðar beint til tilfinninganna. Það er jafnvel svo að tónlistin getur haft áhrif á handrit í vinnslu. „Það er ekki óalgengt meðan ég er að skrifa að ég heyri eitthvað lag í útvarpinu sem ég veit að passar inn í myndina. Loka- stefið í Nóa Albínóa kom þannig. Þá var ég að keyra í bíl og lag kom í útvarpinu. Ég var á leiðinni í bíó en fannst lagið svo magnað að ég varð að stoppa bílinn og bíða eftir því að fá að vita hvaða lag þetta væri. Fyrir vikið missti ég af bióinu. En það er oft þannig að maður finnur eitthvað sem smellpassar við hugsunina og þannig getur tónlistin komið mjög snemma inn.“ Ennfremur segir Dagur að það standi ekki til að Tom Waits komi að tónlistinni fyrir myndina. Bítur í sig andlit Tom Waits og Ryan Gosling voru þeir sem Dagur Kári hafði mestan hug á að ráða í hlutverk þó það hafi ekki verið fyrirséð. „Ég skrifa venjulega ekki með ákveðna leikara í huga. Eg er svo lengi að vinna í efninu og hef ekki fullmótaða hugmynd um hvert handritið er að stefna, hvernig saga þetta er. Þegar ég byrja svo að koma hugmyndunum markvisst í handrits- form þá fara andlit að birtast. Þetta gerist frekar á seinni handritsstigum. Þegar svo er komið þá bít ég venju- lega í mig ákveðin andlit og finnst mjög erfitt að skipta þeim út. Það er líka hættan við að skrifa handrit frá upphafi með einhvern í huga. Lík- urnar á því að það púslist saman eru elcki miklar. Hlutverk Jaques var nánast slcrifað fyrir Tom Waits á seinni stigum og maður trúir því varla að af þessu „Minar sögupersónar eru þannig að þær álpast úr einum kringumstæðum yfir í aðrar." verði fyrr en hann verður kominn hinu megin við myndavélina. Það bendir þó allt til þess og það er ótrúleg gæfa því það er sjaldan sem maður fær það sem er númer eitt á óslcahstanum þegar kemur að banda- ríslcum leikurum. Þetta er sennilega sú manneskja á jörðinni sem ég myndi helst vilja vinna með og Ryan Gosling var líka í fyrsta sæti í hlutverk Lucasar. Ég hef reyndar bará séð hann í einni mynd og mér fannst hún afar slök, myndin Notebook. Hann er þó mjög góður í henni og ef að leikari er góður í lélegri mynd, þá er það yfirleitt mjög góður leikari“. Hliðarheimur við okkur Það er áberandi í Nóa Albínóa og Voksne Mennesker að það er ákveðin sjónræn áferð sem liggur að baki. „Éyrir mér er mjög mikilvægt að kom- ast inn í skáldaðan heim, ég er ekki beinlínis að fást við realisma og því mikilvægt að komast inn í mótað ástand. Eg vil búa til söguheim sem til- heyrir einungis þessari bíómynd. Allt kallast þó á við það sem við þekkjum og að því leiti er þetta ekki surreal- ismi eða fantasía, heldur frekar eins og hliðarheimur við okkar. Til þess að ná fram þessum áhrifum tel ég vera nauðsynlegt að fá slikju skáld- skaparins, eða hvað maður á að kalla það. í Nóa unnum við til dæmis með þylcka grænleita slikju, svona himnu yfir myndinni. Vokne Mennesker var náttúrlega svart/hvít sem er svolítið róttækt skref frá raunveruleikanum. Hvað nýju myndina varðar þá sé ég fyrir mér einhvers konar grófa áferð en er ekki alveg búinn að skilgreina það nákvæmlega. Titillinn The Good Heart kom mjög snemma í ferlinu segir Dagur Kári og bætir því við að maður heyri strax bergmál af gömlu Feargal Shar- key lagi: A Good Heart (these days is hard to find). „Nú er ég búinn að vera að vinna í þessari mynd í um fimm ár og það er svolítið erfitt að negla niður þróunina. Sagan í grófum dráttum og nafnið kom býsna fljótt. Það er alltaf þungu fargi af manni létt þegar maður hefur fundið titil. Bæði með þessa mynd og Nóa Albínóa þá komu nöfnin rakleitt í kjölfar sögunnar. Það var mun þægilegra en með Voksne Mennesker þar sem okkur tókst aldrei að finna titil á hana. Þeásu fylgdi ákveðin ónotatilfinning þar sem maður var ekki alveg viss um hvert myndin væri að stefna. Það er ekíci hægt að segja að kven- persónur hafi verið í forgrunni í kvikmyndum Dags Kára. Það eru þó eftirminnilegar kvenpersónur í myndunum eins og amman í Nóa Al- bínóa og Franc i Voksne Mennesker. „Þriðja stóra hlutverkið í The Good Heart er kvenhlutverk. Ég hef alltaf reynt að einfalda söguheiminn mjög mikið. í Nóa Albínóa gerist öll sagan í litlu þorpi, ein lögga, einn leigubíll og oft bara ein stelpa, stelpan í sögunni. Þannig er þetta í The Good Heart. Ég veit eMci alveg hvaðan þetta kemur og hugsanlega eru þetta áhrif frá barna- bókum eftir Astrid Lindgren. Maður reynir að halda í einfaldaðan heim og miðla honum áfram til fullorðinna“. Stefnulausir menn í öllum þremur myndunum má greina nolckurs konar leiðarstef sem hringast í kringum unga stefnulausa menn. „Þetta er reyndar eklci með- vitað og ég á erfitt með útskýra af hverju þetta verður alltaf fyrir valinu. Ég sest ekki niður með það í huga að skrifa um áttavilltan ungan mann en þannig virðist það alltaf enda. Þetta kemur kannski út frá því að sög- urnar byggjast ekki upp á sterkum söguþræði, heldur fremur kringum- stæðum ogpersónum. Efmaðurhefur persónu sem hefur mjög skilgreint markmið þá er maður óhjákvæmi- Jega kominn inn í sögubyggingu sem byggir á sögufléttu en ég hef leitað að Á DAGSKRÁ í KVÖLD ► KL. 20:00 ÚT AÐ HLAUPA Fyrsti þáttur í skemmtilegri framhaldsseríu. Ótal keppendur á öllum aldri eru skráðir til íeiks og liggur ieið þeirra um götur Reykjavíkur. Frábær fjölskyldudagskrá sem enginn ætti að missa af. Lokaþáttur 19.ágúst. annars konar byggingu. Mínar sögu- persónar eru þannig að þær álpast úr einum kringumstæðum yfir í aðrar og þar með kemur kannski þetta stefnuleysi.“ Annar bragur virðist þó vera á The Good Heart en Dagur Kári lýsir því þannig að sagan sé sú heilsteyptasta hingað til. „Þetta byrjaði í brotum en hefur orðið nokkuð þétt saga, allavega á minn mælikvarða. Það er þannig mjög ákveðin atburðarás og þéttur söguþráður,“ segir Dagur Kári. Enskan er það tungumál sem Dagur Kári treystir sér til að leikstýra á og hann vildi frekar gera mynd í Banda- ríkjunum en í Bretlandi. „Það var strax ljóst að The Good Heart er saga sem verður að gerast í stórborg, Kaup- mannahöfn er ekki nógu stór eða nógu „hardcore" fyrir þessa sögu. Ég lít annars á þetta sem afmarkað til- vik en er ekki að leita að stiklu inn í amerískan kvikmyndaiðnað. Það er sagan sem kallar á þetta og þegar það var búið að beita ákveðinni útilokun- araðferð þá varð Ameríka fyrir val- inu. Upphaflega var stefnt á að tökur færu fram í New York þar sem það er svona steríótýpa fyrir stórborg í heim- inum. Síðan fluttum við staðsetning- una til San Francisco til þess að vera nær heimilum leikaranna. Tom Wa- its vill til dæmis alls ekki ferðast neitt og samþykkti aðkomu sína með því skilyrði að hann kæmist heim til sín á kvöldin. Hann er mjög heimakær jon@bladid.net Hvað er að gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburðl liðandi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net. Laugardagur 15.00-Dans Nemendasýning DWC Borgarleikhúsið Miðasala á midi.is 15.00-Sýning Innileg fjarvera - Intimate Ab- sence: Patrick Huse Hafnarborg 16.00-Tónlist Sumarjazz á Jómfrúnni: Kvar- tett Jóns Páls og Árna Scheving Jómfrúin 16.30-Tónlist Reykjavík Trópík Háskólasvæðið Miðasala á midi.is 21.00-Tóniist Akureyri International Music Festival Ketilhúsið Miðasala á midi.is 00.00-Tónlist Dj Palli í Maus þeytir skífum Bar n REYKJAVÍKUR X A MARAÞON jZj GLITNIS 19. ÁGÚST ^ X I Illlllliilli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.