blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 24
24 I SAGA LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöið Hin svarta Venus Bandaríska söng- og leikkonan Josephine Baker hefði orðið hundrað ára í dag hefði henni enst aldur til. Freda Josephine McDonald (síðar Baker) fæddist í St. Louis í Missouri-ríki í Banda- ríkjunum og var aðeins átta ára þegar hún kom fyrst fram opin- berlega. Sextán ára gömul gekk hún til liðs við farandleikflokka og ferðaðist með þeim víða um Bandaríkin. Eftir að hafa unnið fyrir sér um tíma sem dansari á Broadway hélt hún til Parísar árið 192; þar sem hennar beið frægð og frami. Fékk 1500 bónorð I París tók Baker þátt í kabarett- sýningunni La Revue négre sem átti eftir að valda straumhvörfum í ferli hennar. Sýningin þótti í senn djörf og framandi og í henni kom Baker fram klæðalítil og heillaði áhorfendur upp úr skónum með óheflaðri framkomu. Segja má að Josephine Baker hafi slegið í gegn á einni nóttu í París og allt í einu var þessi dóttir skúringarkonu frá Suð- urríkjum Bandaríkjanna komin í hóp ríka og fræga fólksins í Frakk- landi. Baker fékk fljótt viðurnefni á borð við „hin svarta Venus“ og .Svarta perlan" og sagan segir að hún hafi fengið um það bil 1500 bónorð um ævina auk ótal gjafa frá aðdáendum. Dans í bananapilsi Josephine Baker varð holdger- vingur djassaldarinnar í hugum Frægt veggspjald af Josephine Baker í bananapilsinu góða sem hún skartaði I kabarettsýningunni La Folie du jour. Frakka og kynnti þá fyrir banda- rískri menningu á tímabili sem margir Frakkar litu á Bandaríkja- menn sem heldur menningar- snauða þjóð. Eftir að sýningum á La Revue négre lauk tók Baker að sér aðal- hlutverkið í sýningunni La Folie du jour í Follies-Bergére leikhús- inu í París. Sviðsframkoma Baker í þeirri sýningu þótti ekki síðri en í La Revue négre en þar steig hún meðal annars villtan dans í ban- anapilsi einu klæða. Josephine Baker var ásamt Gloriu Swanson og Mariu Pickford ein mest ljósmyndaða kona í heimi og um tíma var hún hæstlaunað- asti skemmtikraftur í Evrópu. Eins og sannri stjörnu sæmir eyddi hún peningum sínum í lífsins lysti- semdir svo sem skartgripi, tísku- föt og gæludýr. Baker var mikill dýravinur og átti meðal annars hlébarða, simpansa, svín, snák, geit, páfagauk, fiska, þrjá ketti og sjö hunda. Stríðshetjan Josephine Baker Snemma á fjórða áratugnum lék hún í tveimur kvikmyndum Zou- Zou og Princess Tam-Tam en þegar hún sneri aftur til heimalands síns árið 1936 til að taka þátt í sýn- ingum þar var henni illa tekið af gagnrýnendum og almenningi. I seinni heimsstyrjöldinni tók hún þátt í starfi frönsku andspyrnu- hreyfingarinnar og franska hers- ins og hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt í stríðslok. Á sjötta og sjöunda áratugnum ferðaðist hún nokkrum sinnum til heimalands síns og lét til sín taka í mannrétt- indabaráttu blökkumanna. Hún neitaði að koma fram í leikhúsum þar sem kynþáttaaðskilnaður var við lýði og tók þátt í fjöldafundum og samkomum. Þrátt fyrir að hafa fengið um 1500 bónorð um ævina giftist Josep- hine Baker aðeins fjórum sinnum. Sjálf eignaðist hún ekki börn en ættleiddi 12 börn af ýmsum þjóð- ernum. Með því vildi hún sýna fram á að börn af mismunandi kyn- þáttum og þjóðernum gætu lifað og búið saman. Josephine Baker lést í París þann 12. apríl árið 1975 og var borin til grafar í Mónakó. Josephine Baker þótti óvenju glæsileg kona á sinni tíð og heillaði margan manninn með óheftri og eggjandi sviðsframkomu sinni. Sagan segir að hún hafi fengið um 1500 bón- orð um ævina en hún giftist þó aðeins fjórum sinnum. Bandaríski rithöfundurinn Gertrude Stein ásamt ástkonu sinni Alice B.Toklas í augum samlanda þeirra Ijósmyndarans Man Ray. Þau þrjú voru í hópi fjölmargra bandarískra listamanna sem yfirgáfu Bandaríkin og settust að í París á millistríðsárunum. Útlagar í París Josephine Baker var ein af mörgum bandarískum lista- mönnum sem yfirgáfu heima- land sitt og settust að í París á millistríðsárunum. í raun laðaði borgin til sín listamenn hvaðan- æva að enda var hún á þessum árum miðstöð menningar og lista þar sem helstu straumar og stefnur í ólíkum listgreinum komu fram og þróuðust. Týnda kynslóðin Margir þeirra listamanna sem fluttu til Parísar á þriðja ára- tugnum tilheyrðu týndu kynslóð- inni svo kölluðu en með henni var einkum átt við unga menn sem höfðu kynnst af eigin raun hörm- ungum fyrri heimsstyrjaldarinnar á vígvöllunum í Evrópu. í mörgum tilfellum var um að ræða sjálfskip- aða útlaga sem yfirgáfu föðurland sitt af pólitískum ástæðum eða til að víkka sjóndeildarhringinn. Eftir hrunið í kauphöllinni í New York árið 1929 og heimskreppuna sem skall á í kjölfarið dró úr straumi bandarískra listamanna til borg- arinnar við Signu og sumir þeirra sem fyrir voru snéru aftur heim. Bandarískir myndlistarmenn og ljósmyndarar á horð við Berenice Ábbott og Man Ray dvöldu í París á þessum tíma og nutu góðs af þeirri gerjun sem þar átti sér stað um leið og þeir auðguðu sjálfir listalífið í borginni. Samlandar þeirra úr hópi skálda og rithöfunda hreiðr- uðu einnig um sig í borginni, þar á meðal F. Scott Fitzgerald, Gertrude Stein og Ernest Hemmingway sem fjallaði um Parísarár sín í bókinni A Moveable Feast sem Halldór Lax- ness þýddi síðar á íslensku undir heitinu Veisla í farangrinum. Lifandi djasssena Á þessum tíma naut jafnframt bandarisk dægurmenning, ekki síst djasstónlist, nokkurar liylli meðal vissra hópa Parísarbúa. Djassinn dunaði i hverfum lista- manna og bóhema í Montmartre og á kaffihúsum og klúbbum í Mont- parnasse. Margir hörundsdökkir djasstónlistarmenn frá Bandaríkj- unum sóttu því til borgarinnar og auðguðu djasssenu hennar enn frekar. Sumir settust jafnvel þar að til langframa enda voru þeir lausir undan oki kynþáttahyggju sem þeir höfðu fundið fyrir sums staðar í heimalandinu. Auk Jos- ephine Baker voru í þessum hópi ekki ómerkari tónlistarmenn en Bill Coleman, Sidney Bechet, Ada Smith, Coleman Hawkins og Benny Carter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.