blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 22
22 ISAGA LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöiö Náðin kemur í gusum BlaÖið/SteinarHugi „Auðvitað skiptir þetta mig máli. Ég finn fyrir hlýjum tilfinningum, þakklæti og auðmýkt,“ segir Edda Heiðrún Bachmann sem á dögunum var valin borgarlistamaður. „Mér finnst sérstakt að sviðslistamaður skuli hafa orðið fyrir valinu. Maður spyr sig: Af hverju ég þegar aðrir hafa miklu lengri og merkilegri feril að baki? Ég held að ég hafi dottið niður á ágætt svar sem er að ég hef unnið svo víða. Mér finnst ég vera fulltrúi þess leikara sem ferðast eftir bestu vitund. Ég hef ekki hreiðrað um mig á einum öruggum stað. Oft var þetta erfitt en þetta vandist. Laxness segir á einum stað: „Það grær ekki um farandi stein". Hvað er þetta að gróa um? Getur listamaður leyft sér að láta sig gróa einhvers staðar? Eg leyfði hjartanu að ráða för. Mín hvatning til lista- manna er að Ieyfa hjartanu að ráða för.“ Þú átt langan og farsœlan leikferil að baki, varðst að hætta vegna veik- inda og snerir þér þá að leikstjórn. Hvernig leikstjóri ertu? „Mér hefur verið lýst sem mildum leikstjóra sem tali rólega og rífist ekki. Mér finnst vænt um að heyra það en ég held að ég sé býsna ákveðin í því sem ég vil ná fram og einhverjar aðferðir hef ég væntanlega en það er kannski erfitt að meta þær eftir að- eins fjögur leikstjóraverkefni. Ég vildi svo gjarnan fá að þróa aðferðir mínar áfram. Það er ákaflega merki- legt að fá að vera hinu megin við borðið og átta sig á því hvernig vinna liggur þar að baki. Mannahaldið er flóknast, að vera með fólk í vinnu og sjá því fyrir verkefnum, leiðsögn og stuðningi. Það hefur verið skemmti- legt að fást við það. Mínir kennarar þar eru þeir leikstjórar sem ég vann með sem leikkona. Ég hef safnað að- ferðum þeirra og notað það besta frá hverjum og einum. Það er það eina sem ég hef getað gert. Þetta bar svo brátt að, ég gat ekki farið í nám og stökk bara inn í þetta. Ég hef haft tónlistina með í för. Það var mikið sungið á mínu heimili í æsku og hljóðfæri voru keypt fyrir okkur systkinin. Tónlistin hefur fylgt mér í gegnum lífið.“ Sakna sviðsins Vissirðu snemma að þú vildir verða leikkona? „Undir niðri finnst mér eins og ég hafi vitað það síðan ég var lítið barn en ég átti erfitt með að viðurkenna það fyrir sjálfri mér. Mig grunaði samt alltaf að ég ætti eftir að lenda á sviði. Þegar ég komst inn í Leik- listarskólann fann ég hvernig orka mín beindist í fyrsta sinn í farveg og myndaði kapal úr öllum áhuga- málum mínum, dansi, söng og dramatík. Ég hef alltaf haft gaman af dramatík. Mér fannst ég alltaf fá svo mikið fyrir peninginn minn þegar ég grét í bíó. Pabbi ól drama- tíkina meðvitað upp í okkur systk- inunum. Hann sagði okkur sögur af fátæku fólki og ungum mönnum sem börðust fyrir lífi sínu og sinna. Hann hætti ekki fyrr en við vorum farin að gráta. Ég sofnaði með þessa sérstöku samkennd gagnvart öðrum og þá tilfinningu að ekki hefðu allir það gott í heiminum. Ég held að þetta hafi verið ágætis veganesti út ílífið." Saknarðu þess ekki að standa ekki lengur á sviði? „Jú. Mér leið vel á sviði en ekki í Leiklistarskólanum. Þar var ég taugaóstyrk þegar ég kom fram. Svo fór það. Spennan og sviðsskrekkur- inn vék fyrir viðfangsefninu. Fyrir mér varð hver einasta sýning ögrun og áhugaverður hjallur. Engin sýn- ing er eins og mér fannst gaman að gera tilraunir ein með sjálfri mér og reyndi að setja mér markmið á hverju kvöldi. Ef sviðsóttinn lét á sér kræla þá virkjaði ég hann í sköp- unina. Ég er hins vegar ekki leikari sem breytir um karakter eftir því hvaða hlutverk hann er að leika. Ég veit ekki hversu eftirsóknarvert slíkt er. Leikhús er ekki raunveru- leiki heldur listform. Ég sakna sviðsins en söknuður- inn er samt furðu lítill. Ég spyr mig stundum af hverju hann sé ekki meiri. Svarið er að maður er ekki starfið sitt. Ég fékk að leika skemmti- leg hlutverk og taka þátt í mörgum sýningum sem í mínum huga eru ógleymanlegar. Þess vegna á ég kannski auðveldara með að þakka fyrir mig og kveðja heldur en ef ég hefði ekki fengið þessari tilfinningu fullnægt. Ég get ekki annað en verið full þakklætis. Þegar ég uppgötvaði veikindi mín ákvað ég að hætta að leika en sagði engum frá því. Ég man að á síðustu sýningunum fannst mér erfitt að hneigja mig í lokin. Mér fannst ég vera að kveðja áhorfendur og ég vissi að ég átti eftir að sakna þess sam- bands. Þá varð ég stundum klökk. Það er svo dásamlegt og fallegt samband milli áhorfandans og leik- arans. Ég kaus mér leikarastarfið sem ævistarf og þarna vildi ég vera. Ég þurfti að kveðja of snemma. En svo veit maður aldrei hvort maður á eftir að stíga aftur á svið. Ég vona að ég eigi eftir að læknast. Ég ætla að vera kandídat í kraftaverk. Það hlutverk sem ég er í núna færir mig annað hvort upp á æðra svið eða aftur upp á þetta svið. Ég veit það ekki. Við sjáum til.“ Erfitt aðmunalygina Hvernig sjúkdómur er þetta? „Hann heitir MND. Enginn veit ástæðuna fyrir honum og ekki i | I !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.