blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ2006 blaöiö Al-Zarqawi hvetur súnníta til að hundsa óskir um sættir mbl.is | Abu Musab al-Zarqawi, leið- togi al-Qaída í írak, skorar í mynd- bandi á Súnní-múslima að hunsa óskir um sættir við sjíta í hljóðupp- töku sem birt var á netinu í gær. Al- Zarqawi segir að herlið Sjíta myrði súnníska karlmenn og nauðgi konum þeirra. Á upptökunni, sem er fjögurra klukkustunda löng, fordæmir al-Zarqawi æðstaklerk sjíta, Ali al- Sistani, segir hann trúleysingja og kveður sögu landsins sýna að sjítar vinni með innrásarmönnum. Biður leiðtoginn Súnníta að „vakna, fylgjast með og horfast í augu við eitur Sjíta-snáksins”. Hann biður trúbræður sína að gleyma þeim sem biðja um sameiningu þjóðarinnar og vilja binda enda á sundrung í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem heyr- ist í al-Zarqawi frá því í lok apríl þegar myndband með honum var birt. Þar sagði hann að ríkisstjórn í frak yrði aldrei annað en leppur Bandaríkjamanna. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill simi 552 5744 Giró- og kreditkortþjónusta Sjaldséðir hvítir hrafnar Hvítt Ijón tekur sér hvíld frá annasömum degi i griðlandi í Timbavati i Suður-Afríku. Ljóninu var nýlega sleppt út í griðland- ið en það hafði áður verið í dýragarði í Jóhannesarborg. Lffsbarátta hvftra Ijóna, sem eru afar sjaldgæf, er erfiðari en ann- arra Ijóna þar sem að hvíti liturinn vekur á þeim athygli við veiðar. Miðvikudagur 6. júní Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Slmi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is Konur koma á sjúkrahús í Bagdad í leit að ættingjum sínum eftir sprengjutilræði i höfuðborginni. "eu,ers Bandaríkjamenn sakað- ir um annað fjöldamorð Samkvæmt frásögn íraskra lögreglumanna myrtu bandarískir her- menn ellefu óbreytta borgara í bænum Ishaqi í marsmánuði. Bandarískir embættismenn hafa greint breska ríkisútvarpinu, BBC, frá þvi að teknar hafi verið til rann- sóknar fullyrðingar þess efnis að bandarískir hermenn hafi tekið n óbreytta fraka af lífi. Ásakanir þessar koma í kjölfar rannsóknar sem hafin er á meintu fjöldamorði bandarískra hermanna í bænum Haditha. Myndbandsupptaka sem BBC hefur undir höndum gefur til kynna að frásagnir Bandaríkjamanna afþví sem gerðist í bænum Ishaqi í mars- mánuði standist ekki. Talsmenn Bandaríkjahers greindu þá frá því að fjórir óbreyttir borgarar hefðu týnt lífi í árás í bænum. fraskir lög- reglumenn fullyrða á hinn bóginn að bandarísku hermennirnir hafi tekið ellefu manns af lífi í Ishaqi sem er um íoo kílómetra norður af höfuðborginni, Baghdad. Myndbandið virðist sýna aðra rás atburða í Ishaqi í marsmánuði en Bandaríkjamenn hafa greint frá. Bandaríkjaher segir að fjórir írakar hafi týnt lífi þegar gerð var hörð árás á hús eitt í bænum þar sem meintur hryðjuverkamaður var í felum. Þak byggingarinnar hafi að lokum hrunið og við það farist fjórir frakar, hinn grunaði, tvær konur og eitt barn. Sex mánaða gamalt barn tekið af lífi? Samkvæmt skýrslu írösku lögregl- unnar söfnuðu bandarísku hermenn- irnir ellefu manns saman í bænum og tóku þá af lífi með skotum i brjóst og höfuð. Segir þar að fimm börn, hið yngsta sex mánaða, hafi verið tekin af lífi og fimm konur, sú elsta 75 ára. Síðan hafi bandarísku her- mennirnir sprengt húsið í loft upp. Sibylja fyrir hunda Anupan Boonchuen þeytir skífum með dyggri aðstoð seppa í hljóðveri útvarpsstöðvar sem er sérstaklega ætluð hundum. Útvarpsstöðin sendir út á Netinu og eru höfuðstöðv- ar hennar í Bangkok i Taílandi. Stöðin var stofnuð fyrir tæpum mánuði og hefur notið mikilla vinsælda. Um 100 þúsund hundar viðs vegar um heim hlusta á útsendingu hennar. Á myndbandinu sem BBC hefur undir höndum má sjá lík fullorð- inna og barna og segir hinn virti fréttamaður BBC, John Simpson, að ekki fari á milli mála að fólkið hafi beðið bana af völdum byssuskota. Myndbandið fékk BBC frá hópi harðlínu-súnníta sem berst gegn veru erlenda hernámsliðsins i land- inu. Segja fréttamenn BBC að þeir hafi þurft að leggja á sig mikla vinnu til að fá myndbandið; það hafi ekki verið einfaldlega afhent þeim og hópurinn hafi sýnilega ekki haft uppi áform um að koma því til Vest- urlandabúa. I frétt BBC segir og að myndbandið hafi verið rannsakað ít- arlega og það borið saman við aðrar myndir sem teknar voru á sama tíma. Er það hald manna að mynd- bandið sé ósvikið. Orkuöflun til ál- vers gegn stefnu borgarinnar Vinstrihreyfingin í Reykjavík hefur ítrekað mótmæli sín gegn áformum Orkuveitunar um að útvega raforku til álvers í Helguvík. Vinstri grænir vísa í bókun stjórnar OR í júní í fyrra þar sem því var lýst yfir að orkusala fyrir- tækisins til stóriðju yrði skoðuð með heildstæðum hætti. „Við það hefur ekki verið staðið, heldur hefur þvert á móti verið haldið áfram að kynda undir væntingum álfyrir- tækja um stórfellda orkusölu,“ segir í yfirlýsingunni. Ennfremur segir að fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar hafi lagt á það áherslu að ákvarðanir um orkusölu til stóriðju verði teknar til umfjöll- unar á hinum pólitíska vettvangi í borgarstjórn Reykjavíkur. Á það hafi ekki verið fallist innan stjórnar OR heldur hafi stjórnin farið sínu fram í krafti stuðnings annarra full- trúa í stjórn fyrirtækisins. „Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð í Reykjavík mótmælir þessum áformum harðlega og telur þau stangast á við markaða stefnu borg- arstjórnar Reykjavíkur um sjálf- bæra þróun og vistvæna höfuðborg."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.