blaðið

Ulloq

blaðið - 03.06.2006, Qupperneq 10

blaðið - 03.06.2006, Qupperneq 10
10 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ2006 blaöiö Al-Zarqawi hvetur súnníta til að hundsa óskir um sættir mbl.is | Abu Musab al-Zarqawi, leið- togi al-Qaída í írak, skorar í mynd- bandi á Súnní-múslima að hunsa óskir um sættir við sjíta í hljóðupp- töku sem birt var á netinu í gær. Al- Zarqawi segir að herlið Sjíta myrði súnníska karlmenn og nauðgi konum þeirra. Á upptökunni, sem er fjögurra klukkustunda löng, fordæmir al-Zarqawi æðstaklerk sjíta, Ali al- Sistani, segir hann trúleysingja og kveður sögu landsins sýna að sjítar vinni með innrásarmönnum. Biður leiðtoginn Súnníta að „vakna, fylgjast með og horfast í augu við eitur Sjíta-snáksins”. Hann biður trúbræður sína að gleyma þeim sem biðja um sameiningu þjóðarinnar og vilja binda enda á sundrung í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem heyr- ist í al-Zarqawi frá því í lok apríl þegar myndband með honum var birt. Þar sagði hann að ríkisstjórn í frak yrði aldrei annað en leppur Bandaríkjamanna. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill simi 552 5744 Giró- og kreditkortþjónusta Sjaldséðir hvítir hrafnar Hvítt Ijón tekur sér hvíld frá annasömum degi i griðlandi í Timbavati i Suður-Afríku. Ljóninu var nýlega sleppt út í griðland- ið en það hafði áður verið í dýragarði í Jóhannesarborg. Lffsbarátta hvftra Ijóna, sem eru afar sjaldgæf, er erfiðari en ann- arra Ijóna þar sem að hvíti liturinn vekur á þeim athygli við veiðar. Miðvikudagur 6. júní Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Slmi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is Konur koma á sjúkrahús í Bagdad í leit að ættingjum sínum eftir sprengjutilræði i höfuðborginni. "eu,ers Bandaríkjamenn sakað- ir um annað fjöldamorð Samkvæmt frásögn íraskra lögreglumanna myrtu bandarískir her- menn ellefu óbreytta borgara í bænum Ishaqi í marsmánuði. Bandarískir embættismenn hafa greint breska ríkisútvarpinu, BBC, frá þvi að teknar hafi verið til rann- sóknar fullyrðingar þess efnis að bandarískir hermenn hafi tekið n óbreytta fraka af lífi. Ásakanir þessar koma í kjölfar rannsóknar sem hafin er á meintu fjöldamorði bandarískra hermanna í bænum Haditha. Myndbandsupptaka sem BBC hefur undir höndum gefur til kynna að frásagnir Bandaríkjamanna afþví sem gerðist í bænum Ishaqi í mars- mánuði standist ekki. Talsmenn Bandaríkjahers greindu þá frá því að fjórir óbreyttir borgarar hefðu týnt lífi í árás í bænum. fraskir lög- reglumenn fullyrða á hinn bóginn að bandarísku hermennirnir hafi tekið ellefu manns af lífi í Ishaqi sem er um íoo kílómetra norður af höfuðborginni, Baghdad. Myndbandið virðist sýna aðra rás atburða í Ishaqi í marsmánuði en Bandaríkjamenn hafa greint frá. Bandaríkjaher segir að fjórir írakar hafi týnt lífi þegar gerð var hörð árás á hús eitt í bænum þar sem meintur hryðjuverkamaður var í felum. Þak byggingarinnar hafi að lokum hrunið og við það farist fjórir frakar, hinn grunaði, tvær konur og eitt barn. Sex mánaða gamalt barn tekið af lífi? Samkvæmt skýrslu írösku lögregl- unnar söfnuðu bandarísku hermenn- irnir ellefu manns saman í bænum og tóku þá af lífi með skotum i brjóst og höfuð. Segir þar að fimm börn, hið yngsta sex mánaða, hafi verið tekin af lífi og fimm konur, sú elsta 75 ára. Síðan hafi bandarísku her- mennirnir sprengt húsið í loft upp. Sibylja fyrir hunda Anupan Boonchuen þeytir skífum með dyggri aðstoð seppa í hljóðveri útvarpsstöðvar sem er sérstaklega ætluð hundum. Útvarpsstöðin sendir út á Netinu og eru höfuðstöðv- ar hennar í Bangkok i Taílandi. Stöðin var stofnuð fyrir tæpum mánuði og hefur notið mikilla vinsælda. Um 100 þúsund hundar viðs vegar um heim hlusta á útsendingu hennar. Á myndbandinu sem BBC hefur undir höndum má sjá lík fullorð- inna og barna og segir hinn virti fréttamaður BBC, John Simpson, að ekki fari á milli mála að fólkið hafi beðið bana af völdum byssuskota. Myndbandið fékk BBC frá hópi harðlínu-súnníta sem berst gegn veru erlenda hernámsliðsins i land- inu. Segja fréttamenn BBC að þeir hafi þurft að leggja á sig mikla vinnu til að fá myndbandið; það hafi ekki verið einfaldlega afhent þeim og hópurinn hafi sýnilega ekki haft uppi áform um að koma því til Vest- urlandabúa. I frétt BBC segir og að myndbandið hafi verið rannsakað ít- arlega og það borið saman við aðrar myndir sem teknar voru á sama tíma. Er það hald manna að mynd- bandið sé ósvikið. Orkuöflun til ál- vers gegn stefnu borgarinnar Vinstrihreyfingin í Reykjavík hefur ítrekað mótmæli sín gegn áformum Orkuveitunar um að útvega raforku til álvers í Helguvík. Vinstri grænir vísa í bókun stjórnar OR í júní í fyrra þar sem því var lýst yfir að orkusala fyrir- tækisins til stóriðju yrði skoðuð með heildstæðum hætti. „Við það hefur ekki verið staðið, heldur hefur þvert á móti verið haldið áfram að kynda undir væntingum álfyrir- tækja um stórfellda orkusölu,“ segir í yfirlýsingunni. Ennfremur segir að fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar hafi lagt á það áherslu að ákvarðanir um orkusölu til stóriðju verði teknar til umfjöll- unar á hinum pólitíska vettvangi í borgarstjórn Reykjavíkur. Á það hafi ekki verið fallist innan stjórnar OR heldur hafi stjórnin farið sínu fram í krafti stuðnings annarra full- trúa í stjórn fyrirtækisins. „Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð í Reykjavík mótmælir þessum áformum harðlega og telur þau stangast á við markaða stefnu borg- arstjórnar Reykjavíkur um sjálf- bæra þróun og vistvæna höfuðborg."

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.