blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 14
blaðið----------------------------------------- Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. VALDMÖRK FJÖLMIÐLA Fjölmiðlarnir gegna mikilvægu hlutverki við upplýsingu þjóðar- innar, þeir geta verið mótvægi við ráðandi öfl eða viðtekin viðhorf og jafnvel gegnt óbeinu eftirlitshlutverki gagnvart stjórnvöldum jafnt sem viðskiptaveldum. Rétt eins og þeir geta orðið handbendi þeirra. Af þessum ástæðum hafa sumir talað um fjölmiðla sem fjórða valdið, að þeir hafi tilteknu hlutverki að gegna í lýðræðisþjóðfélagi, sem beri að verja og hlúa að með svipuðum hætti og hinar þrjár greinar ríkisvaldsins. Þetta kom sjálfsagt skýrast fram í máli forseta Islands, þegar hann synjaði fjöl- miðlalögum staðfestingar fyrir tveimur árum og degi betur. Öllum völdum verður að fylgja ábyrgð og því er von að menn spyrji hvar ábyrgð fjölmiðla liggi. Eftir því sem fjölmiðlar hafa orðið ágengari hafa skilin milli einkalífs og opinberrar umfjöllunar orðið óskýrari og í nafni eftirlitshlutverks þeirra er rannsóknarblaðamennska vegsömuð og verð- launuð. Slík eftirgrennslan fjölmiðla er snar og sjálfsagður þáttur í starfi þeirra og að því leyti eru þeir eins konar greiningardeildir almennings. En eiga engin bönd að vera þar á? Rannsóknarvaldi hins opinbera eru skorður settar; það getur ekki farið fram af geðþótta, ruðst inn á heimili borganna án dómsúrskurðar eða dæmt þá án málsvarnar og réttlátrar málsmeðferðar. Samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar bregður hins vegar svo við að fjölmiðlar - fjórða valdið - virðist nánast hömlulausir í framgöngu sinni, svo framarlega sem þeir geta sýnt fram á að fréttirnar varði almenning. Er viðunandi að fjölmiðlar megi taka við því sem aðrir eiga, halda því án þess að gera eigendunum viðvart og gera sér svo mat úr? Að því einu tilskildu að úr komi fréttir, sem á einhvern hátt varða almenning? Hvað er því til fyrirstöðu að þeir geri næst út innbrotsþjóf til þess að ná í nauðsynlegar fjölskyldumyndir eða komi fyrir hlerunarbúnaði í hjónaherberginu ef ske kynni að þar yrði eitthvað sagt yfir koddann, sem varðaði þjóðarhag? Taka má annað dæmi og öfgalausara: Blaðaljósmyndarar þurfa oft að hafa hraðann á til þess að ná myndum af atburðum, sem tvímælalaust eiga erindi við almenning. En dettur einhverjum í hug að þeir eigi að vera und- anþegnir hraðatakmörkunum eða sektum ef fréttin er nógu mikilvæg? Vitaskuld er Hæstiréttur á villigötum í þessum dómi og raunar með ólíkindum að dómstólar skuli með þessum hætti gefa fjölmiðlum víð- tækt vald til þess að rjúfa friðhelgi einkalífsins eftir því, sem þeim þykir henta forsíðu dagsins. Jafnbrýnt og erindi fjölmiðla getur verið, verða þeir að virða lögin líkt og allir aðrir, en sæta viðurlögum ella. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.!s. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Árangur fer eftir gæðum Hvaða Spirulina ert þú að taka? 29 vítamín og steinefni • 18 aminósýrur • Blaðgræna • Omega ■ GLA fitusýrur • SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lifræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu i líkamanum. Greinilegur árangur eftir nokkra daga inntöku Aukið úthald, þrek og betri líðan Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir, ræktaðir i ferskvatni eftir ströngum gæðastaöli. IS09001 • IS014001 Fæst í öllum apótekum. <^naðurlifandi www.celsus.is 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöið ÓLHTUk MiNiV. HMN WffiNG»i þESSi PJÓRN ÍA/GÍ 09 Svvfoi HWtr >ó fwM j HÁT’E'GiSHLÉí Forsætisráðherra í afneitun Hinn ágæti jafnaðarmannaleiðtogi Jón Baldvin Hannibalsson sagði eitt sinn að pólitík væri ekki sunnudaga- skóli. Forsætisráðherra landsins, Halldór Ásgrímsson, er þaulreyndur í pólitík en virðist þó hafa átt í erfið- leikum með að gera sér grein fyrir þessari köldu staðreynd. Þegar mót- lætið dynur á honum er eins og öll vopn hafi verið slegin úr höndum hans. Hann stendur eftir berskjald- aður og sér óvinina streyma að úr öllum áttum. Versti greiðinn Helst er á Halldóri Ásgrímssyni að skilja að víðtækt samsæri sé í gangi gegn honum og flokki hans og hafi verið í langan tíma. Höfuðóvinur- inn mun vera Sjálfstæðisflokkur- inn, stóri samstarfsflokkurinn sem einmitt gerði Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra. Sennilega er þessi versti greiði sem Framsóknar- flokknum hefur nokkru sinni verið gerður. Illkvittnar sálir munu vafa- laust halda því fram að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi vitað nákvæm- lega hvað hann var að gera. Þarna hafi menn verið að starfa eins og framsýnir mafíósar en sú tegund manna hefur vist fyrir sið að klappa mönnum, sem þeir hyggjast svíkja, á öxlina og bjóða þeim í bíltúr. Sá sem stígur upp í þann vagn kemur yfirleitt ekki til baka. Ekki ætla ég kinka kolli við þessari kenningu. Það getur vel verið að Sjálfstæðis- flokknum hafi ekki gengið gott eitt til þegar hann gerði Halldór að forsætisráðherra en ef nægt stöff hefði verið í Halldóri þá hefði hann getað komið refunum í Sjálfstæðis- flokknum á óvart og glansað sem for- sætisráðherra. Nokkuð sem honum tókst því miður ekki. Of mikið af já-mönnum? Forsætisráðherra virðist ekki ein- ungis beina ofsóknaraugum að Sjálf- stæðisflokki. Hann virðist telja sam- særið svo víðtækt að innan hans eigin flokks séu svikarar. Menn sem hafi það helsta markmið að bregða Kolbrún Bergþórsdóttir fyrir hann fæti og setji sig því upp á móti öllum gjörðum formannsins. Þetta er gamla formúlan: Sá sem er ekki með mér er á móti mér. Ég held reyndar að það sé í eðli formanna að vilja hafa já-menn í kringum sig. Sennilega eru það þó já-mennirnir sem vinna enn meiri skaða en andstæðingarnir. Þeir ýta undir óskhyggju formanna sinna og eiga því sinn þátt í að ræna þá raun- veruleikaskyni sem verður til þess að þeir glata því sem er þeim hvað mikilvægast, sem er stöðumat. Ef víðtækt samsæri er í gangi gegn Framsóknarflokknum þá eru kjós- endur landsins greinilega flæktir í það. Framsóknarflokkurinn beið af- hroð í sveitarstjórnarkosningunum og nú stefnir allt í grimma endur- tekningu að ári. Smitandi taugaveiklun Halldór Ásgrímsson er í vanda. Hann er rúinn trausti þjóðarinnar og hans eigin flokksmenn hafa snú- ist gegn honum. Ráð hans var að skrifa bréf til flokksmanna þar sem hann segir flokkinn verða fyrir stöð- ugum árásum. Mér finnst einhvern veginn að Halldór hefði átt að hafa að kjörorði í erfiðleikum sínum hið gamla og góða huggunarráð: „Það er þó alltaf búningsbót að bera sig karl- mannlega." Það gerði fyrrverandi aðstoðarmaður hans, Björn Ingi, í kosningabaráttunni og bjargaði með því pólitísku lífi sínu. Framsóknarmenn virðast því miður ekki vera taugasterkir menn. Samráðherrar formannsins og þing- menn eru orðnir smitaðir af tauga- veiklun og hafa hafið sama söng og Halldór Ásgrímsson. Kannski finnst þeim að þeir verði að fylgja formanni sínum síðasta spölinn. Því vitaskuld verður Halldór að stíga af formannsstóli. Höfundur er blaðamaður Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir þögn Össurar Skarphéðins- sonar um úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna sæta tíðindum. Björn segir á vefsíðu sinni: „Glöggur vefsíðulesandi vakti athygli mína á því, að Össur Skarphéð- insson hefði ekki sagt eitt auka- tekið orð um sveitarstjórnar- kosningarnar, eftir að úrslitin lágu fyrir. Þögn hans á vefsíðu sinni er líklega virðingarvottur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og for- mannstíð hennar. Nema honum hafi brugðið svona mikið við úrslitin, að hann treysti sér alls ekki til að tjá sig um þau - kallar Össur þó ekki allt ömmu sina í þeim efnum." Hjálmar Árnason, þingmaður Fram- sóknarflokksins, fjallar einnig um úrslit kosninganna á vefsfðu sinni og vandar vinstri-grænum ekki kveðjurnar. Vinstri grænir hömuðust alla kosningabarátt- una með Framsókn sem höfuðóvin. Og halda áfram eftir kosningar. Hatur þeirra á okkur Framsóknarmönnum er orðið slíkt að þeir hlífa íhaldinu svo dyggilega að jaðrar við ást. Þannig hlýtur Valhöll að hafa þegar sent VG blómvendi í þakklætisskyni fyrir dyggan stuðning við fhaldið. í Hveragerði völdu VG að kljúfa samstöðu fé- lagshyggjuflokka með þeim afleiöingum að Sjálfstæðisflokkurinn fékk þar hreinan meiri- hluta. Með dyggum stuðningi VG. Sama gerðu þeir í Reykjanesbæ með þeim afleiðingum að íhaldið bætti við sig manni. Vinstri grænir voru á einum stað með áhrif og völd á síð- asta kjörtímabili - nefnilega ( Skagafirði. Verðlaun þeirra voru að tapa um helmingi atkvæða sinna! Á þeim eina stað sem þeir voru við völd. Og ekki skulum við gleyma stærsta afreki VG - nefnilega þvf að sprengja R-listann og leggja þar með grunn að stórsigri Sjálfstæðisflokksins." Og enn um úrslit kosninganna. Óskar Bergsson, sem var annar maður á li- sta Framsóknarflokks- ins i Reykjavík, skrifar grein ( Fréttablaðiðáfimmtudag.Óskar kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að Framsóknarflokkurinn sé sig urvegari borgarstjórnarkosning anna! Rökin eru þau að Framsóknarflokkurinn hafi einn flokka tryggt sér áframhaldandi völd í höfuðborginni. Glöggir lesendur muna ef til vill að enginn flokkur fékk færri atkvæði í Reykja- vík en Framsóknarfiokkurinn. Skilningur Ósk- ars Bergssonar á lýðræðinu er athyglisverður. Einhverjir hefðu kannski haldið að fylgi væri mælikvarði á sigur í lýðræðisþjóðfélagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.