blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 12
12 I DEIGLAN LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 bla6iö Skólavörðustigur í blóma. Hinn árlegi Blómadagur Skólavörðustígsins verður haldinn hátíð- legur í þriðja skipti í dag. Nú eru liðin þrjú ár síðan Skólavörðustígur var útnefndur„Blómagata Reykjavíkur" og ætla íbúar við götuna svo sannarlega að standa við þá nafnbót í ár. Hús verða skreytt á viðeigandi hátt og verslanir verða með blómaskreytingar f gluggum. BloM/SteirmHugi ÁRBÆJARSAFN )TT HEIM AÐ SÆKIA OPIÐ ALLA DAGA í SUMAR FRÁ10-17 Nánari upplýsingar á vefslóðinni www. minjasafnreykjavikur. is IMk Minjasafn Reykjavíkur ÁRBÆJARSAFN Eitt sinn skáti - ávallt skáti Bladiö/SteinarHugi Almenningi gefst kostur á að taka þátt í hluta dagskrár Vormóts H raunbúa í Krýsuvík um helgina og segir Inga María Magnúsdóttir rekstrarstjóri Hraunbúa aö dagsráin sé í senn fjölskylduvæn og skemmtileg. Með Ingu Maríu á myndinni er dóttir hennar Tanja Dis Magnúsdóttir. Skátafélagið Hraunbúar í Hafnar- firði heldur sitt árlega vormót í Krýsuvík um Hvítasunnuhelgina. Þetta er í 66. skipti sem mótið er haldið og er þema þess i ár Aftur til fortíðar. Að þessu sinni verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að al- menningi gefst kostur á að koma og taka þátt í hluta dagskrárinnar með skátunum. Dagskráin sem er opin almenningi er framlag Hraunbúa til lista- og menningarhátíðarinnar Bjartra daga sem stendur sem hæst í Hafnarfirði þessa dagana. Hér er því upplagt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á skátastarfi að kynna sér það auk þess sem gömlum skátum gefst færi á að endurupplifa gamla tíma. Inga María Magnúsdóttir rekstrar- stjóri Hraunbúa, segir að á Björtum dögum í fyrra hafi skátafélagið boðið upp á dagskrá fyrir almenning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. „Okkur fannst hún hins vegar ekkert sérstak- iega vel sótt. Nú eru Bjartir dagar á nákvæmlega sama tíma og við erum með vormót þannig að okkur fannst þetta upplagt. Krýsuvík er steinsnar frá Hafnarfirði. Þetta er aðeins um 20 mínútna keyrsla og margir sem fara þangað í sunnudags- eða laugar- dagsbíltúr,“ segir Inga María. Kassaklifur og hverabrauð Á vormóti Hraunbúa er alltaf boðið upp á sérstakar fjölskyldubúðir og segir Inga María að fólk geti ýmist tekið þátt í þeirri dagskrá sem sé þar í boði eða þeirri dagskrá sem skátarnir taka þátt í. „Fólk getur líka tekið með sér tjald og ákveðið að vera allan tímann í fjölskyldubúð- unum. Ég er til dæmis í fjölskyldu- búðunum með þrjú börn sem eru ekki komin á aldur fyrir skátana og það eru margir sem gera það sem finnst gaman að fara í svona úti- legur,“ segir Inga María. Opna dagskráin verður í boði bæði í dag, laugardag, og á morgun sunnudag og er afar fjölbreytt báða dagana. Fólki gefst meðal annars kostur á að taka þátt í vatnasafaríi, útileikjum og kassaklifri og getur sótt námskeið í gifsbrúðugerð, hvera- brauðsbakstri og áttavitanotkun svo fátt eitt sé nefnt. Inga María segir að fólk geti valið sér dagskrárliði eftir áhuga en afar mikilvægt sé að tíma- setningar standist og hvetur hún því alla sem hafa áhuga á að taka þátt til að kynna sér þær. Hægt er að sjá dagskrána í heild sinni og tímasetn- ingar á vef Hraunbúa: hraunbuar. is/vormot. Gritl og kvöldvaka „Við verðum síðan með heitt grill þegar kemur að kvöldverðartíma ef fólk vill koma með mat og með- læti og það getur sest að snæðingi við borð og bekki í tjaldi,“ segir Inga María og bætir við að dagskrá laugardags ljúki með kvöldvöku en sunnudagsins með tónleikum. „Dagskráin er mjög fjölskylduvæn og skemmtileg og það er ekkert þar sem ætti að vera fráhrindandi fyrir neinn. Fullorðna fólkið getur sest niður og fengið sér kaffibolla á meðan krakkarnir hlaupa um og gera eitthvað skemmtilegt. Ég vona að sem flestir mæti og komi með góða skapið og grillmatinn og op- inn huga,“ segir Inga María Magnús- dóttir að lokum. Opna dagskráin hefst kl. 14 í dag og kl. 13:30 á morgun. Frítt er fyrir börn yngri en niu ára en aðrir greiða 500 kr. Gjaldið gildir hvort sem fólk verður annan daginn eða báða. BÍLAFJARMÖGNUN SNIÐIN AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM Glitnir Fjármögnun býður fjölbreytta kosti við fjármögnun bíla og atvinnutækja. Eigð’ann Leigð’ann Eignastu bílinn með hjálp Glitnis • Bílalán • Bílasamningur Greiddu aðeins fyrir afnot af bílnum • Einkaleiga • Rekstrarleiga Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á www.glitnirfjarmognun.is GLITNIR FJÁRMÖGNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.