blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 32
32 I TlSKA LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaðiö TÍSKA Skjöldur Eyfjörð Til hamingju ísland með að vera svona töff Skjöldur Eyfjörð fjallar um tískuna " Heuters DRAMATISKUR Hér má sjá fyrirsætu sýna flíkur kólumbíska hönnuðarins Lina Can- tillo á tískuviku í Bogota, en hún stendur einmitt yfir um þessar mundir. Ég fór til útlanda um daginn. Nánar tiltekið til Aþenu í Grikk- landi og ég átti varla orð yfir hversu mikið allir litu nákvæm- lega eins út. Það var svona eins og allir hefðu keypt sama persónu- leikann í einhverri búð sem var að selja persónuleika á tilboði af brettum eins og í einhverri lág- vöruverslun með yfirskriftinni: Allt á að seljast!! Ég segi kannski ekki ALLIR, en í það minnsta allflestir. Ég held barasta að ég sé farinn að skilja hvað útlendingar eru að tala um þegar þeir koma hingað og sjá allar þessar týpur sem við eigum hér á lslandinu gamla. Því eins og í Aþenu, svo ég haldi áfram að miða við hana, virðist vera að allir leitist við að passa inn í einhvern ramma, eða kassa, sem segir þér hvernig þú átt að líta út og hvað er töff, inn eða móðins og það skilur þig frá þeim sem eru ekki mikið fyrir það að hugsa um útlitið. Þannig aðgreina þau sig frá hvort öðru. Þannig verða þau „spes“. En hér heima eru bara svo fáar búðir og lítið úrval af fötum. Og það er líka verið að reyna að „skikka okkur“ til að kaupa bara hitt eða þetta. Svo nú hafa margir íslend- ingar tekið þá ákvörðum að fara alveg hina leiðina og reyna að gera allt til þess að passa ekki inn og vera öðruvísi og standa fyrir utan normið ef norm skildi kalla. Þetta fólk gerir í því að finna föt og fylgihluti sem eiga sér einhverja magnaða sögu og eru alls ekki til í miklu magni. Það er sennilega ekki lengur til sá íslendingur sem á ekki þannig flik eða hlut í skápnum hjá sér. Þetta hefur leitt til þess að ömmur og afar hafa verið strippuð niður og fólk er í öllum skúffum, skápum, koff- ortum og háaloftum að leita eftir fjársjóði með sögu og persónuleika sem gaman er að segja frá þegar maður fer í næstu veislu eða manna- mót. Hver kannast ekki við svona samtal: -Flottur jakki! -}á takk, ég fann hann inni í skáp hjá afa mínum. Hann fór einmitt á sitt fyrsta ball í þessum jakka og kynntist svo henni ömmu minni og það var ennþá gamli aðgöngumið- inn á ballið hægri vasanum! Eða... -Flottur jakki! -Já takk, ég fann þennan þegar ég var á bakpokaferðalagi um Taíland og það vantaði annan fótinn á kon- una sem seldi mér hann. Já - nú til dags er það ekki lengur nóg að flíkin sé klæðileg og heil, heldur verður hún að hafa sál og sögu. Þetta þýðir að „second hand“ búðir spretta upp um allar trissur, svo er notuðum gömlum fötum blandað við hágæða merkjavöru og úr verður sérislenskt fata-hanastél. Með þessari flottu blöndu af gömlu og nýju og skemmtilegri götutísku tekst Islendingum að vera framar- lega á sviði tískunnar. Við þorum að vera við sjálf og um leið hlýtur persónuleikinn að þroskast heilmikið þar sem hann er alltaf á fullu við að reyna að finna eitthvað sem skarar fram úr. Við setjum punkt fyrir ofan (eða undir) SPESI fyrradag fór fram tískusýning m m í Kiev og þar mátti meðal annars sjá fram- úrstefnulega hönnun Olgu Rygenko, en hún á ættir sínar að rekja til Úkraínu. FALLEG SLÁ Hrokkinhærð fyrirsæta Rtutm sýnir hér fallega slá eftir hönnuðinn Julieta Suarez á tískuvikunni í Bogota í eigin persónuleika og þessi punktur segir: Daddaraaa! Hér er ég og ég neita að vera eins og allir hinir. Ég ætla að reyna að vera allavega smá öðruvísi. Og þess vegna segi ég að lokum: Til hamingju ísland með að vera svona TÖFF!! Kveðja, Skjöldur Kona getur alltaf á sig blómum bætt Nokkrar skemmtilegar nýjungar úr snyrtivöruheiminum. IElisabeth Arden-Ceramide Plump Perfect targeted line concentrate Hér er komið nýtt krem frá Elisa- beth Arden en það inniheldur fylli- efni fyrir dýpstu línur og hrukkur andlitsins. Serum virkar umsvifa- laust og áhrif þess eru sjáanleg um leið. Þetta er einföld leið til þess að draga úr þreytumerkjum og öldrun í andlitinu og um leið gefur það andlitinu ferskan svip. Marbert-Active after sun care Marbert fyrirtækið hefur sett þetta frábæra After Sun krem á markað- inn. Það nærir húðina eftir sólböð og gefur henni raka. Kremið ilmar líka vel og í því eru örlitlar glimmer agnir sem gefa húðinni mjög fal- lega áferð. 3Elisabeth Arden-Flawless Finish Þessi andlitsfarði frá Elisabeth Arden hentar vel fyrir þurra eða venjulega húð. Askjan er mjög fal- leg og farðinn hylur vel. Þessi farði er mjög hentugur fyrir þroskaða húð. Elisabeth Arden-Flawless Finish Mousse Makeup Froðufarði frá Elisabeth Arden sem hylur vel og dreifist alveg sér- lega vel yfir andlitið. Þessi farði er léttur og meðfærilegur og útkoman er náttúruleg og falleg. 5 Guerlain-Success Eye Tech Hér er komið einstakt augn- krem frá Guerlain en því er sér- staklega ætlað að lyfta þreyttum augnlokum, sem oft vilja síga eftir því sem aldurinn færist yfir. Kremið hentar líka vel í kringum þreytt augu og árangurinn er sýni- legur um leið en eftir reglubundna notkun verður hann varanlegri. 6Guerlain-Lotion Lissante Smoothing Toner Gott andlitsvatn frá Guerlain í Success Model línunni sem var fyrst markaðssett á síðasta ári. Það sléttir úr línum, ilmar einkar vel og hreinsar húðina um leið. Þetta andlitsvatn á að nota eftir að farði hefur verið hreinsaður af andlitinu og áður en næsta krem er borið á. Guerlain-Smoothing Mask Quick Lift Action Maski í sömu Success línunni frá Guerlain. Lyftir húðinni, jafnar út mislita tóna og mýkir einstaklega vel. í þessum maska eru engin ilm- efni sem gerir að verkum að það má einnig nota hann í kringum við- kvæmt augnsvæðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.