blaðið - 03.06.2006, Page 40

blaðið - 03.06.2006, Page 40
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006 blaöiö 40 IVlJCilllÍ! Fjölbreytni í fyrirrúmi Knut Hamre leikur á harðangursfiðlu á sumartónleikum Bláu kirkjunnar á Norskum dögum í fyrra. Vortónleikar Selmu og Gunnars Gunnar Kvaran, sellóleikari, og Selma Guðmundsdóttir, píanó- leikari, halda tónleika á Skriðu- klaustri mánudaginn 5. júní kl. 17 (annan í hvítasunnu). Á efnisskrá tónleikanna er svíta eftir franska tónskáldið Couperin, Sónata „Arp- eggione" eftir Franz Schubert, Fant- asíuþættir opus 73 eftir Robert Schumann og íslensk þjóðlög í út- setningu Hafliða Hallgrímssonar. Gunnar Kvaran, sellóleikari, og Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari, halda vor- tónleika á Skriðuklaustri á mánudag. Gunnar Kvaran og Selma Guð- mundsdóttir hafa starfað saman að tónleikahaldi frá árinu 1995. Þau hafa leikið saman tónlist inn á tvo geisladiska. Sá fyrri, Elegía, kom út hjá Japis árið 1996. Fyrir rúmu ári kom svo út hjá Smekkleysu diskur- inn Gunnar og Selma með flutningi þeirra á nokkrum rómantískum verkum, þar á meðal sónötu Fre- deric Chopin fyrir selló og píanó. Gunnar og Selma starfa bæði sem kennarar við Listaháskóla íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Tónleikarnir eru samstarfsverk- efni Félags íslenskra tónlistar- manna og Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Tónlistarunnendum sem eiga leið um Austurland í sumar er bent á að á Seyðisfirði fer fram árleg sum- artónleikaröð í Bláu kirkjunni. Tón- leikarnir eru haldnir á miðvikudags- kvöldum kl. 20:30 og er aðgangseyrir 1000 krónur. Tónleikaröðin hefst miðvikudags- kvöldið 28. júní með fjölbreyttum söngtónleikum Signýjar Sæmunds- dóttur, sópran við undirleik Bjarna Jónatanssonar, en þau munu meðal annars flytja nokkur íslensk lög sem ekki eru sungin oft á sviði. Hver tón- listarviðburðurinn rekur síðan annan og er óhætt að segja að alþjóð- legt yfirbragð og fjölbreytni setji svip sinn á tónleikaröðina í ár. Seyð- firðingum og gestum þeirra mun meðal annars gefast færi á að hlýða á bandarískan gospelsöng, norska harmonikkutónlist, djass og klassík. Sumartónleikar í Bláu kirkjunni: 5. júlí: Kvartett Sigurðar Flosa- sonar saxófónleikara ásamt söng- konunni Kristjönu Stefánsdóttur. 12. júlí: Tónleikar með brasilíska gítarleikaranum Ife Tolentino. Hann kemur fram ásamt gítar- og saxófón- leikurunum Ömari og Óskari Guð- jónssonum og enska trommuleikar- anum Chris Wells. 19. júlí: Gospelltónleikar með Eddie Cohee og Pat Randolph frá Delaware í Bandaríkjunum. Þær verða jafnframt með gospelnám- skeið í tengslum við LungA, Listahá- tíð ungs fólks á Austurlandi. Nám- skeið fyrir fólk utan LungA hefst sunnudaginn 16. júlí en það verður auglýst síðar. 26. júlí: Bergþór Pálsson ásamt Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur söng- konu, Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fiðlu- leikara og Kjartani Valdemarssyni, píanóleikara með söngskemmtun fyrir alla. 2. ágúst: „Fjórir vinir“ halda tón- leika en sá hópur samanstendur af tónlistarfólki frá fjórum löndum, þar á meðal Islandi, sem kynntust í tónlistarháskóla í Haag í Hollandi. Þetta eru fyrstu tónleikar hópsins á íslandi. 9. ágúst: Dúett Elísabetar Waage hörpuleikara og Örnu Kristínar Ein- arsdóttur flautuleikara. Fjölbreytt og falleg tónlist sem gleður hjörtun. 16. ágúst: Lokatónleikar Bláu kirkj- unnar í tengslum við hina árlegu Norsku daga á Seyðisfirði. Harm- onikkusnillingurinn Kjetil Skaslien frá Noregi ásamt Reidar Myhre saxófónleikara. Eitt af verkum Erlu Þórarinsdóttur mynd- listarmanns í Galleríi Animu í Ingólfsstræti. Dœldir og duldir I gær var opnuð sýning Erlu Þór- arinsdóttur myndlistarmanns í Galleríi Animu, Ingólfsstræti 8. Yfirskrift sýningarinnar er Dældir og duldir. „Dældin á samsvörun við duld hugans sem fyllir hana innihaldi og jafnvel dældin sem fyllist dæld finnur líkamlega duld og þannig heldur þetta áfram,“ segir í tilkynningu frá galleríinu Á sýningunni eru ný og tíma- laus verk, efnisgerð úr steini, silfri, ljósi, tíma og bronsi. Bœjarlistamaður Hafnarfjarðar Lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar í Hafnarfirði var sett á fimmtudaginn á afmælis- degi bæjarins. Við það tækifæri var útnefndur bæjarlistmaður Hafnarfjarðar og veittir tveir hvatningarstyrldr til lista- manna og/eða listnema. Elín Ósk Óskarsdóttir var valin bæjarlistamaður Hafnaríjarðar og þær Auður Vésteinsdóttir, myndlistarmaður, og Eyrún Ósk Jónsdóttir, leikstjóri og leik- skáld, hlutu hvatningarstyrki. Elín Ósk hefur sungið fjöldamörg óperuhlutverk innanlands sem utan og hlotið lof gagnrýnenda fyrir túlkun og framúrskarandi söng. Eitt af verkum Sunnu Sigfríðardóttur sem er til sýnis á Café Karólínu á Akureyri. Viðhorf Sunna Sigfríðardóttir opnar í dag sýningu á Café Karólínu í Listagil- inu á Akureyri. Sýningin hefur hlotið nafnið „Við- horf“. Þetta er þriðja sýningin sem Sunna setur upp á Café Karólínu. Sunna segir um verkin á sýning- unni: „Myndirnar eru af blómum. Ýmis mismunandi munstur sem koma úr sama forminu. Myndirnar eru allar þær sömu. Myndirnar eru allar unnar með bleki á pappír. Það er áhorfandans að velta fyrir sér hvað myndirnar tákna. Mynd- irnar geta skipt um þýðingu eftir því hver horfir á þær. Sýningin heitir viðhorf vegna okkar eigin skoðana og hvernig viðhorf okkar eru mismunandi." Sunna stundaði nám við Mynd- listaskólann á Akureyri og útskrifað- ist 2001 og hefur frá því tekið þátt í á annan tug sýninga. Sýningin á Café Karólínu stendur til 30. júní 2006. Allir eru velkomnir á opnunina í dag kl. 14. A sama tíma stendur yfir sýn- ingin „Mjúkar línur / Smooth lines“ eftir Joris Rademaker á Karólínu Restaurant. Joris er bæjarlistamaður Akureyrar. Rómarborg byggð úr sandi Listamaður vinnur að því að móta eftirlíkingu af rómverska hringleikahúsinu Co- Reuters losseum í enska strandbænum Brighton. Þar hefur verið opnuð sýning á nærri 200 sandskúlptúrum sem allir tengjast borginni sögufrægu. Það er engu líkara en að Rómar- borg, með öllum sínum stórkostlegu byggingum og minnismerkjum, sé risin í strandbænum Brighton í Eng- landi. Um 60 listamenn hafa mótað úr sandi nærri 200 eftirmyndir ■u 1 ~ Æ1 y Eistneski sandlistamaðurinn Kirke Kangro dyttar að verki sinu á sandskúlp- túrsýningunni I Brighton. Sýningin fjallar um ris og hnig Rómarveldis. ýmissa sögufrægra mannvirkja borgarinnar við Tíber, þar á meðal Colosseum og Pantheon. Þetta er í annað skipti sem Sandskúlptúr- hátíðin í Brighton er haldin en að þessu sinni verða um 85% skúlptúr- anna undir risastóru tjaldi sem á að verja þá fyrir veðri og vindum og ágengni skemmdarvarga. Á síðasta ári skemmdust sumir skúlptúranna sem stóðu undir beru lofti og vilja skipuleggjendur sýning- arinnar koma í veg fyrir að leikur- inn endurtaki sig. Michelle Lamb, talsmaður hátíðar- innar, segir að tjaldið hafi jafnframt gefið listamönnunum tækifæri til að vera tilraunaglaðari. Nærri 200.000 manns komu á há- tíðina á síðasta ári en þá var þema Reulers Eins og sjá má eru mörg verkanna á sýningunni meira en mannhæðar há. Hér hefur listamaðurinn Sergio Ramirez komið sér vel fyrir við verk sitt. sýningarinnar Egyptaland til forna og vonast skipuleggjendur til að slá það met í ár. Um 10.000 tonn af sérstökum sandi frá Hollandi voru flutt til Brighton fyrir sýninguna en sá sandur þykir henta betur til skúlp- túrgerðar auk þess sem verk sem eru mótuð úr honum eiga að þola betur ágang veðurs og vinds. Sýningin stendur til 10. september en þá munu jarðýtur jafna Rómar- borg hina litlu við jörðu.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.