blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaöið Strætó bs. var rekið með 360 milljón króna tapi f fyrra. Leiðakerfi Strætó: Skilar ekki árangri Ein stofnleið hjá Strætó bs verður lögð niður og breytingar gerðar á aksturstíma annarra til vega upp á móti miklum hallarekstri á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn Strætó bs sendi frá sér í gær. I tilkynningunni kemur fram að stöðug fækkun farþega og mikil fjölgun einkabíla sé ástæða þess að umtalsverðar breytingar á leið- arkerfi hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Farþegum hafi þvert á móti haldið áfram að fækka eins og árin á undan sem síðan hafi leitt til hallareksturs upp á 360 milljónir á síðasta ári. Því hefur stjórn Strætó bs. ákveðið að hefja ekki á ný akstur á 10 mínútna tíðni á stofnleiðum eins gert var síðasta vetur og þá mun stofnleið S5 verða lögð niður. Eigið fé Strætó bs var 180 millj- ónir í árslok 2004 en var orðið nei- kvætt um 18 milljónir króna í lok síðasta árs. Sigurður Guðmundsson, landlæknir: Tíðar svefngöngur þekktar aukaverkanir ■ Sumt fólk næmara en annað ■ Gerir undarlega hluti undir áhrifum lyfs Eftir Höskuld Kára Schram Öll svefnlyf og ró- andi lyf geta valdið óvenjulegum og tíðum svefngöngum að sögn Landlæknis. Hann segir aukaverkanir af þessu tagi afar sjald- gæfar en þær stafi af sérstækum áhrifum lyfsins á heilastarfsemi. Þá virðist sumt fólk vera næmari fyrir þessum aukaverkunum en annað. Hann ráðleggur þvi fólki að leita annarra leiða en að taka inn svefnlyf. Gekk ítrekað í svefni í Blaðinu í gær var sagt frá Skúla Helgasyni, ellilífeyrisþega, sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir að hann byrjaði að neyta svefnlyfsins Stilnoct. Sagðist hann ítrekað hafa gengið í svefni og m.a. keyrt bíl og byrjað að reykja aftur eftir margra ára hlé á meðan á þeim svefn- göngum stóð. Eftir að hann hætti að taka inn Stilnoct lögðust hins vegar svefngöngurnar af og hefur Skúli hvorki reykt né keyrt bíl sofandi síðan þá. í máli Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra Lyfjastofnunar, kom fram að þetta væru þekktar aukaverkanir og eitt til- felli þeirra hefði verið skráð hér á landi síðan byrjað var selja lyfið hér fyrir 18 árum. Sjaldgæft fyrirbrigði Sigurður Guðmunds- son,landlæknir,segir öll svefn- og deyfi- lyfi geta valdið einhvers konar svefngöngum. Hann segir þó aukaverkanir af þessu tagi vera frekar sjald- gæft fyrirbrigði. JÞettaer þekkten aukaverkanir af þessi tagi eru lang innan við eitt pró- sent af þeim sem taka lyfin. Það eru dæmi um að fólk í þessu slævða ástandi geti tekið upp á ein- hverjum undarlegum hlutum." Sigurður segir ekki liggja fyrir hvað valdi því að fólk undir áhrifum lyfs- ins hegði sér á þennan hátt. „Það eru ekki til góðar þýðingar á því af hverju einstakir einstak- lingar bregðast svona við. Þetta stafar fyrst og fremst af sérstækum áhrifum ly fsins á heilann. Fólk virkar kannski eins og það viti hvað það er að gera en daginn eftir man það samt ekki neitt. Við skiljum ekki af hverju sumir virðast vera næmari fyrir tilteknum áhrifum en aðrir.“ Þá segir Sigurður margt geta ýtt undir aukaverkanir af þessu tagi t.d. ef tekin eru inn önnur deyfilyf eða róandi efni með svefnlyfjum og þá stærð skammta. Hann ráðleggur fólki sem upplifir óþægilegar auka- verkanir annað- hvort að skipta um lyf eða finna aðrar leiðir til að ná sama mark- miði. „Fólk sem hefur lent í þessu ætti helst ekki að taka þessi lyf. Það ætti að nota aðrar að- ferðir til þess að sofna •d. slökunaraðferðir." hoskuldur@bladid.net Vinnumarkaður: Matvælanefnd ósammála: Meðallaun 244 þúsund Meðallaun á almennum vinnu- markaði á síðasta ári numu 244 þús- und krónum og höfðu hækkað um ríflega 10% milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu íslands. Þar segir ennfremur að heildarmánaðarlaun hafi að með- altali numið 315 þúsund krónum og árslaun hafi verið að meðaltali 4,2 milljónir króna. Af því námu yf- irvinnulaun 610 þúsund krónum sem er 14,6% árslauna. Til að njóta þessara launa þurftu starfsmenn að vinna að meðaltali tæplega 46 klukkustundir i viku hverri. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar hefur vinnuvikan því lengst um 2,5% milli ára. Er laun eru skoðuð eftir kynjum kemur í ljós að regluleg mánað- Á sama tíma og meðallaun kvenna nema 218 þúsund krónu eru karlar með 342 þúsund krónur. arlaun karla námu 267 þúsund krónum. Á sama tíma voru reglu- leg mánaðarlaun kvenna 180 þúsund krónur. Ef heildarlaun eru skoðuð kemur í ljós að karlar höfðu 342 þúsund krónur á sama tíma og konur voru með 218 þús- und króna heildarlaun. 20% afsláttur! f 20% afsláttur af Outback og Fiesta Gusto gas- grillum. Frí heimsending á höfuðborgarsvæðið. Engin samstaða um tillögur um lækkun matarverðs ■ Fámenni skapar hærra verð. ■ Fulltrúar landbúnaðarins gegn lækkun tolla. Eftir Höskuld Kára Schram Engin samstaða náðist innan mat- vælanefndar um tillögur um lækkun matvælaverðs hér á landi. Formaður nefndarinnar kynnti í gær skýrslu um störf hennar þar sem m.a. kemur fram að óhagstæðar markaðsað- stæður vegna fámennis, mikil skatt- lagning matvæla og tollvernd á bú- vörum skýri hátt verðlag hér á landi. Fulltrúar landbúnaðarins í nefnd- inni lögðust gegn hugmyndum um lækkun tolla á innfluttar búvörur. Formaður Neytendasamtakanna segir það ekki koma sér á óvart að engin samstaða hafi náðst. 42% hærra matvöruverð Matvælanefnd var skipuð af for- sætisráðherra í janúarmánuði á þessu ári og var hlutverk hennar að gera tillögur um lækkun matvæla- verðs. Kom skipan nefndarinnar í beinu framhaldi af skýrslu Sam- keppniseftirlitsins sem sýndi fram á að matvælaverð hér á landi er um 42% hærra en í nágrannalöndum. Hallgrímur Snorrason, hagstofu- stjóri og formaður nefndarinnar, afhenti í gær forsætisráðherra skýrslu um störf nefndarinnar en ekki náðist samstaða innan hennar um ákveðnar aðgerðir til lækkunar matvælaverðs. í skýrslunni kemur fram að hátt matvælaverð hér á landi megi m.a. rekja til óhagstæðra markaðsað- stæðna vegna fámennis, mikillar og misjafnar skattlagningar á mat- væli og tollverndar á innlendum búvörum. fslendingar búa við óvenjuhátt matarverð. Þó nokkur ágreiningur var innan nefndarinnar um leiðir til brey tinga og þá einkum er varðar tollvernd á búvörum. Lögðust fulltrúar land- búnaðarins sem áttu sæti í nefnd- inni gegn hugmyndum um lækkun tolla og opnara landbúnaðarkerfis. Töldu þeir slíkt geta verið skaðlegt fyrir innlenda búvöruframleiðslu. Þá taldi nefndin ljóst að lækka megi matvælaverð með því að lækka og jafnvel afnema tolla og vörugjöld á matvörur aðrar en búvörur. Einnig að lækka skatthlutfall virðisauka- skatts í 14% þrep skattsins og lækka matarskatt. Kom ekki á óvart Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segirþað ekki hafa komið sér á óvart að engin sam- staða náðist i nefndinni. „Bæði land- búnaðarráðuney tið og Bændasamtök íslands áttu fulltrúa í nefndinni. Þeir hafa aldrei verið jákvæðir gagnvart mögulegri niðurfellingu tolla á inn- fluttar búvörur. Þannig að þessi nið- urstaða kemur mér ekki á óvart.“ Jóhannes segir margt af því sem nefndin ræddi um vera jákvætt og er sannfærður um að komi einhverjar af hugmyndum nefndarinnar til framkvæmda muni það skila sér til neytenda. „Ég er sannfærður um að þetta muni skila sér til neytenda en því miður er bara gengið of skammt að mínu mati. Ég hefði viljað sjá samstöðu um lækkun á tollum á innfluttum búvörum og það er ekk- ert launungarmál að Neytendasam- tökin vilja lækka virðisaukaskatt á matvælum niður í 7%. Núna er það undir ríkisstjórninni komið hvernig framkvæmdin verður.“ hoskuldur@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.