blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 10
blaói Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson VIÐ OG HINIR ísitalan hækkar, skuldirnar hækka og við skuldugir erum verr settir en áður, en hvað með þá sem við skuldum, þá sem eiga skuldirnar? Ætli staða þeirra versni um leið og staða okkar hinna? Getur verið að peningarnir sem við skuldum séu fengnir úr öðru umhverfi, umhverfi þar sem ekki er verðtrygging, þar sem vextirnir slá ekki nein met, kannski eru þetta bara venjulegir vextir, vextir einsog flestir í útlöndum borga? Ég held það. Hver veltir lengur fyrir sér hvað bensínið kostar hverju sinni? Hver man hvað bensínið kostaði í gær? Fáir, ef nokkur. Sama er að segja um vextina. Almenningur er hættur að vita hvað yfirdráttarlánin kosta, hvað þetta kostar og hvað hitt kostar. Kannski hefur góðæri síðustu ára veikt varnirnar, við erum góðu vön og skrefin til baka geta verið þyngri en svo að við kærum okkur um að stíga þau. Höldum þess í stað áfram að borga fyrir þægindin, fyrir óþarfann, fyrir nauðsynjarnar án þess að fylgjast svo grannt með hvert verðið er. Þannig er það oftast. Vissulega er ástæða til að hlusta þegar búist er við að staða okkur versni, verðbólga aukist, höfuðstóll lánanna hækki, tryggingarnar að baki lán- anna, það er heimilin, lækki og þess vegna er hætt á að skuldirnar verði jafnvel hærri en eignirnar. Það verður vond staða, staða sem við viljum ekki að verði. Þess vegna lögðum við trú okkar og von á að þeir sem hafa tekist á að vísa veginn, þeir sem hafa sóst eftir að leiða okkur áfram gerðu sitt til að hagur okkar allra yrði eins góður og kostur var á. Ríkisstjórn, fulltrúar launafólks og atvinnurekenda komust að sam- komulagi, samningum verður ekki sagt upp. Við stundum af feginleik. Þá kom aðalbankastjóri Seðlabankans og fyrrum efnahagsmálaráðherra þjóðarinnar og sagði samkomulagið svo sem ágætt, skref í rétta átt, en ekki nóg, ekki nóg. Nokkrum dögum síðar tilkynnti þessi sami maður hækkun stýrivaxta, meiri hækkun en aðrir höfðu reiknað með. Enn eitt metið var fallið, hvergi hærri vextir. Þá sögðu þeir sem áður höfðu gert samkomulag að Seðlabankastjórinn væri með ákvörðun sinni að kalla fram harða lendingu í efnahagsmálum. Sem væntanlega er vond fyrir okkur. Hvaða menn eru þetta? Atvinnurekendur, launþegar og ráðherrar gera ekki nóg að mati Seðlabankans sem aftur á móti fær þann dóm frá hinum að bankinn geri alltof mikið. Við hin getum fátt, lokum glugg- unum og vonum að allt fari vel, þrátt fyrir að engum virðist treystandi, hvorki veðri né vitringum. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík AÖalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur Auglýsendur, upplýsingar veita: ióttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@)3ladicl.iiet óttir • Sími 510 3727 • Gsm 856 4250 • kata@bladid.net VIÐSKIPTI & FJÁRMÁL HEIMILANNA Þriðjudaginn 18. júlí 10 I ÁLIT LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaðÍA Vi£> SPLÍtTOM TR*MSókMGlPlCKNlIM 1 rs/zHA/T i«'sissa«sis ^ WÍ Vi-e ÖLL /H> RÁ-p-q.... NEtyiA AUW' TAV K& Guðni og formannsvalið Það er alkunna að sannleiksorð falla iðulega úr munni barna og leigubíl- stjóra. Vegna óspillts eðlis eru börn í nánum tengslum við sannleikann og alis óhrædd við að segja hann. Leigubílstjórar virðast yfirleitt hafa nægan tíma til að átta sig á sannleik- anum - nokkuð sem vefst stundum fyrir okkur hinum í erli dagsins - og eru ófeimnir við að miðla honum til farþega sinna. „Guðni er hræddur. Hann á ekki að vera hræddur. Hann er maðurinn sem gæti rifið flokkinn upp,“ sagði leigubílstjórinn minn þegar tilkynnt var í fjögur fréttum á RÚV að Guðni Ágústsson sæktist ekki eftir for- mennsku í Framsóknarflokknum. Ég hef lengi litið svo á að leigubíl- stjórar séu talsmenn alþýðunnar í þessu landi. Stundum fyllist ég rómantískri löngun til að tilheyra aristókrötunum en þegar þessi orð féllu í leigubílnum fann ég sterklega til alþýðueðlisins og kinkaði kröft- uglega kolli. Óþekkt formannsefni Ég botna engan veginn í því hvað Halldóri Ásgrímssyni gekk til þegar hann seildist inn í Seðlabankann og sótti þangað arftaka sinn, Jón Sig- urðsson, mann sem þjóðin veit ekki hver er. Ég held að það muni ekki ganga vel að pranga þeim manni inn á þjóðina eins og flokksþing Framsóknarflokksins hyggst gera. Það kann að skapa málamyndasátt innan flokksins en ég skil ekki alveg hvað þjóðin á að græða á því. Alla- vega þarf Jón Sigurðsson að útskýra fyrir þjóðinni hver hann er, hvaðan hann kemur og hvað hann ætlar sér. Hann hefur ekki langan tíma til að koma því til skila og þarf að gera það á afdráttarlausan hátt. Þjóðinni virðist standa á sama um Framsóknarflokkinn en henni stendur hins vegar ekki alveg á sama um Guðna Ágústsson. Sennilega er hann eini framsóknarráðherrann sem þjóðinni þykir verulega vænt um. Kannski er það þess vegna sem hann fór svo mjög í taugarnar á Hall- dóri Ásgrímssyni. Kolbrún Bergþórsdóttir Framsóknarflokkurinn fær ekki Guðna Ágústsson sem formann sinn í þetta sinn en ég tel nokkuð víst að ef Framsóknarflokkurinn hafnar honum í varaformannskjöri þá mun þjóðin missa þá litlu samúð sem hún hefur með flokknum. Sumum finnst Guðni einfaldur en í hugum fólks stendur hann fyrir heiðarleika og hann virðist vera þol- inn, auk þess sem hann er áberandi sterkur persónuleiki. Þetta eru ekki dæmigerð einkenni forystumanns í Framsóknarflokknum og vekja því óneitanlega athygli. Húrrahróp klíkunnar Framsóknarflokkurinn hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni sem hefur markað hann og stundum finnst manni eins og flokksforystan þjá- ist meira og minna af taugabilun og sé haldin vott af ofsóknaræði. Aldrei hef ég heyrt stjórnmálamenn í öðrum flokkum kvarta, skæla og grenja jafnákaft opinberlega vegna þess að þeim finnst of harkalega að sér vegið. Kannski er ég kaldlynd en ef menn hafa ekki taugakerfi í það að sinna störfum sínum þá verða þeir að finna sér annað starf sem hentar betur ofurviðkvæmu eðli þeirra. Óöruggt fólk einangrar sig því það veit aldrei hverju það getur átt von á frá öðrum. Það óttast óvini og hræðist gagnrýni. Þess vegna safnar það já-fólkinu á einn stað. Framsókn- arflokkurinn, sem þarfnast einskis fremur en að ná fjöldafylgi, hefur valið þann kost að láta fámennan hóp velja sér formann. Formann sem Halldór Ásgrímsson valdi fyrir flokkinn. Sjálfsagt verða mikil húrrahróp hjá klíkunni í Framsókn- arflokknum þegar Jón Sigurðsson verður valinn formaður flokksins. Þjóðin mun þó líklega láta sér fátt um finnast. Höfundur er blaðamaður Klippt & skorið Fráttablaðið greindi stolt frá því ígærað Steinunn Stefánsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarritstjóri á Fréttablaðið og finnst nokkuð til um enda er Steinunn vel að starfinu komin. En fögnuður Fréttablaðs- iJriiÉiaiTiagta vera vegna þess áfanga sem blaðið telur ráðninguna vera fjafnréttissögu heimsins. „Eftir þvf sem næst verður komist er hún fyrst kvenna til að gegna svo veigamiklu starfi á íslensku dagblaði en fyrir gegna tvær konur störfum fréttastjóra á blaðinu. Steinunn kveðst stolt og ánægð með ríkan þátt kvenna í stjórnun blaðsins." Þetta er athyglisverð staðhæfing og mætti bera undir Silju Aðalsteinsdóttur sem var ritstjóri Þjóð- viljans á sínum tíma - og það ekkert „aðstoðar-" eitt eða neitt. En þaðvarfleira hnýsilegt í Fréttablað- inu í gær. Þar mátti til að mynda lesa athyglisverða grein eftirdr. Hannes Hólmstein Gissurar- son, þar sem hann tekur til umfjöllunar forseta lýðveldisins, herra Ólaf Ragnar Grímsson. Fjallar prófessorinn um það hvernig forsetinn hafi breyst í tímans rás og orðið annar maður, undir fyrirsögninni „Forseti hægri manna? (slensk útrás og bandaríkjaforsetar komu nokkuð við sögu, sem og leiðtogarnir í Dýrabæ George Orwells, en fyrst og fremst hvernig hann væri orðinn allt annar. I Ijósi þess hversu mjög herra Ólafur Ragnar þykir hafa hirðvætt forsetaembættið finnst gár- ungunum kjörið að sætta öll sjónarmið með því að forsetinn verði héðan í frá kallaður Ól- afurRagnarannar. Enginn (slendingur hefur öðlast jafn- mikla frægð fyrir að týnast og Einar Ágústsson, nema ef vera skyldi títtnefndur Leifur Eiríksson. En Einar týndist sumsé á ferð um frumskóga Guatemala árið 1997 og fannst þremur dögum síðar, nokkuð þrekaður. En hvað skyldi þessi týndasti maður landsins hafa tekið sér fyrir hendur síðan? Jú, auðvitað er hann að stofna leigubílastöð!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.