blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 22
22 I TILVERAN
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaðiö
Engillinn og djöfullinn
Flestir kannast við skondnu
ímyndina sem birtist oft í sjónvarpi
og teiknimyndum þar sem einstak-
lingur hefur engil og djöful sitjandi
á sinn hvorri öxlinni. Fæst eigum
við þessa litlu félaga á öxlunum
okkar en hins vegar gera flestir mjög
mikið af því að tala við sjálfan sig í
hljóði. Þessi svokallaða innri rödd
lætur okkur vita hvenær við erum
að standa okkur og hvenær við erum
búin að klúðra málunum illilega.
Eini gallinn er að þessi blessaða
innri rödd litast af viðhorfi okkar
til okkar sjálfra sem er ansi misjafnt.
Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá er
ég með netta fullkomunaráráttu og
innri röddin mín nöldrar því enda-
laust. Henni finnst fátt sem ég geri
nógu gott og er sannfærð um að ég
geti gert betur. Það eru vissir kostir
og gallar við þetta. Kosturinn er til
dæmis sá að ég legg mig yfirleitt
alla fram í það sem ég tek mér fyrir
hendur. Gallarnir eru vitanlega þeir
að ég hef of miklar áhyggjur og dæmi
sjálfa mig of hart. Að því ógleymdu
hvað neikvæðni raddarinnar getur
verið óendanlega pirrandi, sérstak-
lega svona til lengdar.
Ég held að margir finni fyrir því
að innri rödd þeirra hefur fleira
neikvætt en jákvætt að segja. Við
þekkjum okkur sjálf manna best,
veikleika okkar og styrkleika, og
við mörg hver virðumst nota það
óspart gegn okkur sjálfum.Við erum
ekki eins flott og stúlkan við hliðina,
eigum ekki eins töff jeppa og vinur
okkar, erum ekki eins góð til vinnu
og yfirmaður okkar og svona mætti
lengi telja. Sumir ganga meira að
segja svo langt að lesa yfir sjálfum
sér og kalla sig ljótum nöfnum. Hjá
enn öðrum er þetta orðið svo alvar-
legt að það skiptir í raun ekki máli
hvað er gert, allt er rifið niður í mola
með höfðinu einu saman. Þetta er í
rauninni mjög skondið, hvað erum
við eiginlega að segja við okkur
sjálf. Eitthvað sem okkur finnst að
aðrir ættu að segja en gera ekki?
Eitthvað sem okkur finnst
við eiga skilið að heyra?
Líklegasta skýringin er
að við segjum það sem
okkur finnst og það sem
við hræðumst. Oftast er
þetta eitthvað rugl sem
engum hafði einu sinni
dottið í hug. Vinur minn
hélt til dæmis til margra
ára að ef hann horfði
á íslenska landsliðið í handbolta
keppa á móti erlendu liði þá myndi
liðið hiklaust tapa leiknum. Þessu
til sönnunar gat hann bent á nokkra
leiki sem liðið hafði tapað og hann
hafði einmitt verið að horfa á sjón-
varpið á þeim tímapunkti. Þeir sem
hugsa á þessum nótum eru í raun að
gefa sjálfum sér einhvern óútskýran-
legan kraft. Svipaðan kraft og við
gefum okkar innri röddum,
við gefum þeim kraftinn
til að tala niður til okkar
og brjóta okkur niður.
Ég velti þessu mikið
fyrir mér um daginn
og ákvað að breyta
innri röddinni minni,
enda var hún orðin svo
þreytandi greyið. Þetta
er frekar einfalt að
gera, enda erum það vitanlega við
sjálf sem stjórnum innri röddinni.
Þessa dagana er innri röddin mín
ósköp jákvæð og hún gerir mikið af
því að hrósa mér. í stað þess að segja
mér að eitthvað sem ég geri sé ekki
alveg nógu gott, segir hún að það sé
prýðilegt. Ef ég geri eitthvað sem er
svo sannarlega illa gert, þá huggar
hún mig og fullvissar mig um að ég
muni gera miklu betur næst. Þetta
er óneitanlega miklu vinalegra og
skemmtilegra heldur en þegar nei-
kvæða röddin ræður ríkjum. Enda
getur maður ekki búist við að aðrir
hrósi manni og séu góðir við mann
ef maður hefur ekki orkuna í að vera
góður við sjálfan sig.
svanhvit@bladid.net
HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ
Ertu ástarfíkill?
Þaö finnst öllum gott og gaman aö vera ástfangin(n). Að finna fyrir þessari sérstöku tilfinn-
ingu og geta svo deilt henni með einhverjum yndislegum. Hitt er annaö mál aö sumir eru
hreinlega ástarfíklar þar sem allt snýst um hina einu og sönnu ást þótt sú ást sé jafnvel
langt frá því að vera hin eina og sanna. Ástarfíklar þrá svo heitt aö elska og vera elskaðir
til baka aö þeir sætta sig viö nánast hvað sem er. Kannaðu hvort þú sért ástarfíkill með því
að taka þetta stutta próf?
IÞegarþúertástefnumótihvað
finnst þér um hinn aðilann?
a) Ég óska þess í hljóði að hann/hún
borgi reikninginn.
b) Undantekningarlaust er ég yfir mig hrif-
in(n) af aðilanum.
c) Ég er sannfærð um að hann/hún sé minn
framtíðarmaki.
d) Yfirleitt líst mér ágætlega á hann en ég
leyfi mér að kynnast honum betur áður en
ég tek einhverjar ákvarðanir.
Hvernig líður þér þegar þú
byrjar í nýju sambandi?
a) Mér hefur sjaldan liðið betur. Ég
hugsa ekki um annað en hann/hana, sef
varla og borða lítið.
b) Það er alltaf voða skemmtilegt og mér
líður yfirleitt vel.
c) Ég pæli ekki mikið í því, satt að segja.
d) Það er æðislegt og mér líður eins og ég
sé i nokkurs konar vímu.
3Hvaða augum líturðu galla
makans?
a) Ég tek eftir þeim og þeir pirra mig
stundum en vitanlega reyni ég að horfa
fram hjá þeim.
b) Þeir pirra mig mjög mikið og stundum
finnst mér eins og ég sé að tapa mér.
Teldu saman stigin:
i.
a) 1 2. b) 3 c) 4 d)2
a)4 3. b)2 c)1 d)3
a)2 4. b) 1 03 d)4
a) 3 5. b)4 02 d) 1
a) 1 6. b) 4 03 d) 2
a) 3 7. b) 2 01 d)4
a) 2 8. b) 1 04 d) 3
a)4 b)3 02 d) 1
c) Ég reyni að velta mér ekki upp úr þeim,
allir hafa sina galla.
d) Ég læt þá yfir mig ganga.
Hvernig líður þér þegar þú
rífst við maka þinn?
a) Hrikalega illa.
b) Mér finnst eins og heimurinn sé að
farast.
c) Ég vil helst leysa úr vandanum sem fyrst.
d) Svona álíka og mér líður þegar við ríf-
umst ekki, sem sagt nokk sama.
Hve langt myndirðu ganga
til að koma í veg fyrir að
sambandi þínu lyki?
a) Ef því er ætlað að Ijúka þá lýkur því, það
er svo einfalt.
b) Ég myndi gera allt, mér líður sem ég sé
að deyja þegar samböndum mínum lýkur.
c) Hvað sem makinn bæði mig um, sama
hvað það væri.
d) Ég myndi vitanlega gera mitt besta til
að halda sambandinu gangandi, svo lengi
sem það væri það sem ég vildi.
6Hvernig týpum fellurðu
helst fyrir?
a) Þeim sem hafa Iftinn sem engan
áhuga á mér.
0-9 stig:
Þú ert langt frá því aö vera ástarflkill. (rauninn ertu
andstæðan við ástarfíkil. Þér virðist vera nokk sama
hvort þú ert I sambandi eða ekki. Eins er þér sama
hvernig sambandið er því um leið og eitthvað
gerist þá sliturðu sambandinu samstundis og sérð
lltið eftir þvi. Kannski ertu ekki týpan ti! að verða
ástfangin eða kannski hefurðu ekki fundið ein-
hvern sérstakan. Hvort heldur sem er, þá ættirðu
að opna þig aðeins og hver veit nema þú hafir rúm
fyrir ást f hjarta þfnu.
10-17 stig:
Það er ekki hægt að segja að þú sért ástarflkill en
þú veist þegar ástin knýr dyra hjá þér og reynir að
haga þér eftir því. Þú hefur ánægju af þvi að vera
ástfangin(n) og virðir hinn aðilann en að sama skapi
læturðu ekki allt yfir þig ganga. Það er gott og bless-
að enda á maður einungis að sætta sig við það besta.
Eflaust geturðu verið eilitið köld/kaldur á köflum en
það er um að gera að hleypa öðru fólki að þér.
b) Dökkhærðum og rómantískum týpum.
c) Hverjum sem hefur áhuga á mér.
d) Yfirleitt þeim sem eru tilfinningalega
lokaði og jafnvel eilítið ofbeldisfullir.
Gefurðu mikið af þér í
samböndum?
a) Ég reyni að gefa jafnmikið og ég
þigg, það er heillavænlegast.
b) Ég reyni að gera það ekki.
c) Já, það geri ég og fæ því miður mjög
lítið til baka, ef eitthvað.
d) Ég býst við því en mér finnst það vera
mitt hlutverk.
8Maki þinn kemur fram við
þig af mikilli óvirðingu og
kallar þig ljótum nöfnum.
Hvað gerirðu?
a) Fyrirgef honum það, hann var búinn að
fá sér nokkra bjóra og meinti ekkert með
þessu.
b) Það særir mig en ég reyni að gleyma
þessu og minnist aldrei á þetta við hann
aftur.
c) Læt hann vita að ég Ifði ekki svona
hegðun og sambandi okkar muni Ijúka
samstundis endurtaki þetta sig.
d) Slítsambandinu.
18-24 stig:
Þú ert ekki ástarfíkill þótt þú komist ansi nærri því.
Þu leggur mikið uþþ úr þvl að vera ástfangin(n) og
þér finnst þú helst vera lifandi á þannig stundum.
Það er alltaf gaman að vera ástfangin(n) en ekki
láta það stjórna lífi þinu. Ef sambandið er slæmt er
oft betra að vera einhleyþur þótt það virðist erfitt í
fýrstu. Stattu með sjálfri/um þér og þá gengur þér
allt I haginn.
25-32 stig:
Þú ert ástarflkill og ert ástfangin(n) af ástinni sjálfri
frekar en maka þinum. Þér finnst þú vera ósköþ
lítils virði ef þú ert ekki hluti af pari og þvl leggurðu
ansi mikið á þig til að halda sambandinu gangandi.
Mundu bara að þú ert meira virði en svo að þú látir
einhvern vaða yfir þig á skltugum skónum. Byggðu
upp sjálfstraust þitt og þá fyrst ertu fær um að velja
þér maka sem er þln verðugur.