blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaðiö deiglan deiglan@bladid.net Fiðluleikur á Gljúfrasteini Fiðluleikarinn Sigrún Eðvaldsdóttir leikur á stofutónleikum á Gljúfrasteiní á morgun. Sigrún hefur yndi af að leika nýja tónlist og hafa nokkur tónskáld samið sérstaklega fyrir hana verk og tileinkað henni. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00. Skítamórall á Nasa Strákarnir í Skftamóral verða í Reykjavík um helgina og ætla skemmta borgarbörnum á NASA í kvöld. Nokkuð er liðið síðan Skíta- mórall spilaði síðast í höfuborginni en í sumar hafa þeir mestmegnis verið að spila úti á landi. Húsið opnar kl. 23.00 og er að- gangseyrir aðeins 1000 krónur. This Side Up SL í samvinnu við Draumasmiðjuna ætla að sýna leikritið This Side Up frá Singapore sem er hluti af alþjóðlegri Döff-leiklistar- hátíð á Akur- eyri sem heitir Draumar 2006. Leikari sýningarinnar heitir Ramesh Meyyappan en hann vartil- nefndur sem besti leikari á leiklistarverð- launum Life! árið 2006. í This Side Up koma saman sterkir karakterar, sérstakur leikstíll og galsakenndur húmor í sjónrænum frásagnarheimi. I byrjun júlí stóðu Sjálfstæðu leik- húsin í samvinnu við Act Alone á Isafirði fyrir tveimur leiksýningum í Tjarnarbíó á verkunum Otomoto og History of My Stupidity. Nú er komið að seinni hluta þessarar litlu leiklistarhátíðar SL í Tjarnarbíó. Sýningin verður á morgun klukkan 20.30 í Tjarnarbíó. Ramesh Meyyappan flytur eínleikinn This Side Up Eiríkur Árni sýnir í Gallerí Úlfi Eiríkur í Gallerí Úlfi Eiríkur Árni Sigtryggsson sýnir í Gallerí Olfi, Baldursgötu n, Reykja- vík. Þar sýnir hann 20 myndir. Sýninguna nefnir hann Kossar og abstrakt. „Kossinn er daglegur tjáningarmáti og sterkt afl í tilfinn- ingaflóru mannsins. Ég hef lengi ætfað mér að reyna mig við þetta viðkvæma myndefni og hengi nú upp hluta af þeirri baráttu," segir Eiríkur Árni. Þá sýnir Eiríkur Árni abstrakt myndir í fyrsta sinn í Gallerí Olfi. Eiríkur Árni hefur sýnt víða á suðvesturhorni landsins á síðustu áratugum og sýndi tii að mynda 15 myndir á samsýningu nokkurra franskra vina í París, haustið 2005. Nýtt útivistarsvæði opnað: „Opinn skógur“ í Tröð við Hellissand Á morgun verður Tröð, við Helliss- and á Snæfellsnesi, svæði Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli, opnað formlega undir merkjum „Op- ins skógar" skógræktarfélaganna. Tröðin er gróðurvin í alfaraleið við utanverðan Snæfellsjökul, skammt frá Sjóminjasafninu, íþrótta- og tjaldsvæðunum og í auðveldu göngu- færi frá Hellissandi. Árið 1950 hóf Kristjón Jónsson ræktun í Tröð og náði hann undraverðum árangri á þessum fallega stað í hrauninu og varð svæðið í kjölfarið vel þekkt á meðal áhugafólks um skóg- og trjárækt. Síðustu mánuðina hefur verið unnið ötullega að því að gera alla aðstöðu í Tröð sem besta. f Tröð- inni eru fjölmargar trjátegundir sem hafa verið merktar, gerðir hafa verið göngustígar og sett upp borð og bekkir og grillaðstaða. Alltaf er skjólgott í Tröðinni og hún þvi kjör- inn staður til að heimsækja og njóta lífsins í fögru umhverfi. Skúli Alexandersson, formaður Skógræktar- og landverndarfélags- ins undir Jökli, setur hátíðina. Jó- hann Hjálmarsson skáld les ljóð. Brynjólfur Jónsson framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags íslands og Kristinn Jónasson sveitarstjóri Snæfellsbæjar flytja ávörp. Einnig samstarfs- og styrktaraðilar verk- Tröð mun án efa veröa vinsælt útivistarsvæði efnisins, Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjóvá-fjármögnunar hf og fulltrúi frá Pokasjóði. Einar K. Guðfinnson sjávarút- vegsráðherra opnar „Opinn skóg“ í Tröð á Hellissandi með táknrænum hætti. Hátíðin hefst í Tröð klukkan 15.00 Ötullega hefur verið unnið að því að gera alla aðstöðu sem besta í Tröð og eru allir velkomnir. Styrktarað- ilar í Tröð eru Sjóvá-fjármögnun hf. og Pokasjóður. Markmiðið með verkefninu „Op- inn skógur“ er að opna fjölmörg skógræktarsvæði í eigu og umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi sé til fyrir- myndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu. Sjö svæði hafa áður verið opnuð með formlegum hætti. Svæðin eru: Daníelslundur (2002), Hrútey (2003), Snæfoksstaðir, Tungudalur, Eyjólfsstaðaskógur, Sólbrekkur (2004), Hofsstaðaskógur (2005). Hvað er að gerasti LAUGARDAGURINN 15. JÚLl kl. 12.00 TÓNLIST Eistnaflug 2006 - Neskaupstað Egilsbúð Neskaupstað Þar koma fram I Adapt, Hostile, Atrum og fleiri kl. 12.00 TÓNLIST Ji-You Han. Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkja kl. 20.00 LEIKLIST Footloose Borgarleikhúsið Miðasala á midi.is kl. 23.00 TÓNLIST Skítamórall Nasa SUNNUDAGURINN 16. JÚLÍ kl. 20.00 TÓNLIST Ji-You Han. Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrlmskirkja kl. 20.30 LEIKLIST This Side Up Tjarnarbíó Spilað verður úti ef veður leyfir. . - ' • ,V, .f ■ Harmonikudagur í Árbæjarsafni Á morgun verður árlegur harmonikudagur í Árbæj- arsafni í tengslum við Harmonikuhátíð Reykjavíkur 2006. Fjölmargir harmonikuspilarar, bæði innlendir og erlendir, munu gleðja gesti safnsins með ljúfum tónum. Norski harmonikuleikarinn Ottar Johansen mun koma fram ásamt gítarleikaranum Ivar Th. Dag- enborg. Örvar Kristjánsson og Karl Jónatansson munu einnig leika listir sínar og hljómsveitirnar Smárinn og Hljómbrot auk fjölda annarra. Spilað verður inni í flestum safnhúsunum en einnig úti ef veður leyfir. Dagskráin hefst klukkan 13.00 og lýkur með sam- spili allra þátttakenda á Torginu klukkan 16.30. Harmonikudagur stendur I sambandi við Harmonikuhátíð Reykjavíkur 2006

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.