blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 21
blaðið LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 VIÐTALI 21 farið úr jafnvægi en það kemst í jafnvægi afur. Ef maður veit það þá getur maður alveg beðið í smá tíma.“ Finnst þér gaman að eldast? „Já, mjög. Það er erfitt að vera ungur. Ungt fólk misskilur svo margt. Það hefur miklar væntingar og væntingar fela yfirleitt í sér vonbrigði. Á gröf gríska rithöfundarins Kazantsakis, standa orð sem hafa lengi verið mottó mitt: „Ég vænti einskis, óttast ekkert. Ég er frjáls.“ Strax og þú væntir einskis þá óttastu ekkert. Það er ægilega erfitt að lifa lífnu og vænta einskis en á vissu æviskeiði verður það auðvelt, eiginlega bara leikur.“ Hefurðu gert mfyg mistök um œvina? „Já, já, en þeim þefur fækkað í seinni tíð.“ Ástin er fyrir fullorðið fólk Hvað með ástina, þú ert mjög rómantískur, erþað ekki rétt? „Ástin kemur þegar hún kemur. Það þýðir ekkert að leita að henni því þá finnur maður hana ekki. Hún kemur bara. Já, ég trúi á ást- ina. Ég er mjög ástfanginn núna. Sá sem lendir í ástarsorg í æsku heldur að lífið sé búið og það tekur hann mörg ár að ná sér. Sá sem hefur ekki reynt þetta hefur ekki lifað. Ég upplifði þetta en eins og ég sagði áðan þá leitar lífið jafnvægis. Ég held að ástin sé aðallega fyrir fullorðið fólk. Ástin er of viðkvæm fyrir ungar sálir. Ég held til dæmis að kynlífið byrji ekki fyrr en um fertugt. Það vita það allir en það má bara ekki tala um það.“ Ef maður talar um ástina verður maður að tala um annað sem skiptir máli sem er dauð- inn. Hvaða viðhorf hefurðu til dauðans? „Ég vil nú frekar lifa en deyja. Það styttist alltaf í dauðann. Hann kemur þá bara. Ég held að lífshlaupið sé eins og ferðalag. Ferða- lög byggjast á tilhlökkun að leggja af stað og tilhlökkun að koma heim. Allt sem er þar á milli er tómt vesen. Eins er með lífið, það er gaman að fæðast, svo kemur hryna af veseni. Lífið er nefnilega dálítið vesen. Ég kvarta samt ekki.“ Hef alltaf verið einfari Ef ég kallaði þig einfara myndirðu þá segja að það væri rétt lýsing? „Já, ég hef alltaf verið einfari. Það stafar af feimni, held ég. Allir mestu galgopar sem ég þekki eru svo feimnir að það er varla hægt að fara með þeim í bíó. En menn læra að lifa með feimninni. Það hef ég lært.“ Hvernig heldurðu þér ungum í anda? „Með ákveðnu kæruleysi, með því að vænta einskis og óttast ekkert og reyna að vera frjáls. Ég held að of margir séu að bugast af áhyggjum og samskiptaleysi Ég hef ekki haft fjárhagsáhyggjur síðan ég ferðaðist um hung- ursvæði Eþíópíu, ungur maður í tvær vikur, og óð þar í líkum barna og mæðra. Ég kom úr þeirri ferð breyttur maður. Ég hef notað þá reynslu sem viðmið þegar eitthvað hefur „Ég hef alltaf verið einfari. Það stafar af feimni, held ég. Allir mestu galgopar sem ég þekki eru svo feimnir að það er varla hægt að fara með þeim í bíó." dunið á og í samanburði verður allt annað lítilfjörlegt. Mér skilst að ég eigi marga óvini. Við Bubbi sættumst um daginn og það er fínt. Ég hef ekki talað við hann síðan en ég veit að þegar við hitt- umst næst þá verður allt í lagi. Ég er að hugsa um að hringja í þrjá til fjóra menn næstu daga og ræða við þá á svipuðum nótum og spyrja þá hvað sé eiginlega að og leiðrétta það. Eg hef engan áhuga á að lifa í ósátt við menn, hvað þá að deyja þannig. Það er algjör óþarfi." kolbrun@bladid.net I Sutnarhúsið °9 9arðurinn Sumarhús COIVISÆT Á C#|ll|£ lí-Tjarnargerð Borgarfjörðt MJgsigarður Mónniinarkeppr Alhliba fróbleikur fyrir áhugafólk um ræktun. Tímaritiö Sumarhúsib og garðurinn t Tímaritiö Gróandinn p Lauftré á íslandi og Garburinn aiit árið Þriú frábær áskriftartilboð groandinn þit| www.rit.is IÁrgangur 2006 af • tímaritinu Gróandinn á aðeins kr. 2.130.- Þrjú blöð á ári, sé greitt meö VISA/MASTERCARD. Askriftin gildir í eitt ár og endurnýjast þá sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp fyrir þann tíma. , Bókaflokkurinn „Vib ræktum' bók nr. 2, Lauftré á íslandi Tilbob abeins kr. 2.450.- Sé greitt meö VISA/MASTERCARD. Áskriftin gildir fyrir hverja bók og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp. Árgangur 2006 af tímaritinu Sumarhúsib og garburinn á abeins kr. 3.550.- Fimm blöb á ári, sé greitt meb VISA/MASTERCARD. Áskriftin gildir í eitt ár og endurnýjast þá sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp fyrir þann tíma. Önnur bókin í bókaflokknum Við ræktum er komin út. Hún fjallar um 53 tegundir lauftrjáa sem geta náð 5 m hæð hér á landi, ræktun þeirra og þrif. Bðkin býðst í áskrift á kr 2.450.- miðað viö aö greitt sé meö VISA/MASTERCARD. Verö í verslunum kr. 2.900 Nýir áskrifendur tímaritanna fá að gjöf bókina Garðurinn allt árið, að andvirði kr. 2.450 og geisladisk með efni eftir úKfcgþ Stanisias Bohic garöhönnuö. Hægt er að gerast áskrifandi á vefnum okkar www.rit.is eða meö því að hringja í síma 586 8005. Sumarhúsib og garðurinn Sumarhúsið og garðurinn ehf. Síbumúla 15, 108 Reykjavík Sími 586 8005 • www.rit.is Hringdu núna! - Askriftarsími 586 8005 Allf fyrir öarð- oá sumarhúsaeigendur

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.