blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDÁGUR 15. JÚLÍ 2006 Maöiö íþróttir ■fc ithrottir@bladid.net Fortune til Bolton Bolton er að Ijúka við að ganga frá kaupum Suður-Afríkumanninum Quinton Fortune, sem lék áður hjá Manchester United. Talið var að Glascow Celtic og Manchester City hafi haft áhuga á leikmanninum en skipt um skoðun vegna langrar meiðslasögu kappans. '-V 4\ Skeytin inn Tímamót hjá Liverpool: Keisarinn kveður Anfield Cesc Fabregas er ekki á leið frá Arsenal þrátt fyrir að spænska stórliðið Real Madrid hafi gert tilboð í tán- inginn efnilega. Samkvæmt umboðsmanni Fabregas langar hann mikið að leika áfram með Arsenal á næsta keppnistímabili og vill í raun vera sem lengst hjá félaginu. I iðjumaðurinn Scott Parker mun taka við af I hlutverki Alan Shearer sem fyrirliði Newcastle. Shay Gi- ven, markvörður liðs- ins, verður varafyrir- liði. Scott Parker er 25 ára gamall og kom til liðsins frá Chelsea í fyrra en þar áður lék hann með Charlton. Hann mun leiða menn sína á vell- inum í fyrsta sinn í kvöld en þá tekur Newc- astle á móti norska liðinu Lilleström í Intertoto-keppninni. Svissneski markvörðurinn, Pascal Zuberbuhler, hefur gengið til liðs West Brom. Zuberbuhler lék áður með Ba- sel í heimalandi sínu. Hann er 35 ára og hefur gert tveggja ára samning við West Brom. Pascal Zuberbuhler var á milli stang- anna hjá svissneska landslið- inu á HM í Þýskalandi og þótti hafa langsvalasta eftirnafn allra þeirra leikmanna sem tóku þátt í mótinu. Roberto Donadoni mun taka við stjórn ítalska landsliðsins eftir að Marcello Lippi hætti eftir að liðið sigraði á HM. Donadoni lék á sínum tíma á miðj- unni með AC Mílan lék sextíu þrjá landsleiki. Hann hefur meðal annars verið knatt- spyrnustjóri hjá Livorno í ítölsku deildinni. °g Lykilmaður í glæstum sigrum ■ Vann verk sín í hljóði Dietmar Hamann hefur nú kvatt fé- laga sína í Liverpool eftir sjö ára vist hjá félaginu og haldið á önnur mið. Hann hefur nú skrifað undir samn- ing við Manchester City í vikunni. Það eru ekki margir Þjóðverjar sem hafa sett marksitt á enskuknattspyrn- una svo um munar. Það er helst að mönnum detti og Jiirgen Klinsmann sem gerði garðinn frægan fyrir Tot- tenham og svo muna þeir sem eru eldri í hettunni ef til vill eftir mark- verðinum Berti Trautmann sem lék fyrir Manchester City á sjötta og sjöunda áratugnum. Hins vegar er það svo að Dietmar Hamann hafði gríðarleg áhrif á leik Liverpool þau sjö ár sem hann lék með félaginu og framlag hans hefur verið lykillinn af helstu sigrum þess á þeim tíma. Vera hans á vellinum hefur oftar en ekki verið slíkur örlagavaldur að hann hefur fengið nafnbótina „Keisarinn" hjá stuðningsmönnum félagsins. Gerrard Houllier, þáverandi knattspyrnustjóri Liverpool, festi kaup á Hamann frá Newc- astle fyrir átta milljónir punda árið 1999. Frá og með þeim tíma hefur Hamann verið akk- erið í leik liðsins. Hann hefur gjarnan leikið sem „djúpur miðjumaður“ fyrir framan varnarlínuna og sýnt ótrúlega færni í því að stöðva sóknir andstæðinganna með snyrti- legum og átakalitlum tæklingum. Og hafi hann boltann við fæturna ná andstæðingarnir sjaldan að ná honum af honum. Hann hefur frá- bæran leikskilning og er með góða sendingatækni. En fyrir utan ann- álaðar auka- og vítaspyrnur vinnur Hamann verk sín á miðjunni í hljóði. Um mikilvægi þeirra fyrir liðið efast enginn. Fjölmörg dæmi sanna það. Þrátt fyrir að Steven Gerrard hafi fengið mestan heiður fyrir ótrúlega endurkomu Liverpool í leiknum gegn AC Milan í úrslitum Meistara- deildarinnar í fyrra var það þáttur Hamanns sem skóp sigurinn þrátt fyrir að hann hafi leikið með brotna tá. Varnarhlutverk hans gerði það að verkum að Gerrard gat leikið framar á vellinum og endur- ræst sóknarleik liðs- Það sama var uppi á teningnum í bikar- úrslitaleiknum í vor gegn West Ham. Liverpool var í vanda. Hamann kom inn á og Gerrard gat farið framar á völlinn og skoraði eitt magnaðasta jöfnunarmark síðari ára. I báðum þessum leikjum gerði Hamann það sem allir ærlegir Þjóðverjar gera í vítaspyrnukeppnum. Hann skoraði örugglega. Hamann lék svipað hlutverk fyrir þýska landsliðið og var einn af burðarásum liðsins á HM 2002. Margir vilja meina að hafi Jurgen Klins- mannhaftHam- ann á BILHUSIÐ www.bilhusid.is Véla- og hjólastillingar. Tímareimaskipti, bremsuviðgerðir, smurþjónusta og allar almennar viðgerðir Smioiuvegl 00 (R*u« gata) • Kðpavogl - Slml 567 2540 - 554 6350 ms. Dietmar Hamann fyrrum keisari á Anfield. bekknum og skipt honum inn á í undanúrslitaleiknum gegn ítölum á dögunum þá hefðu þeir síðarnefndu ekki skorað svo auðveldlega tvö mörk í síðari hluta framlengingar. En aðdáendur Liverpool liðsins munu ekki eingöngu sakna Ham- anns vegna knattspyrnuhæfileika hans. Hann hefur verið ákaflega vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins í borginni og meðal annarra leikmanna liðsins. Og þrátt fyrir að hugtakið „þýskur brandarakarl“ virðist mótsagnakennt er Hamann sagður vera skemmtilegasti maður- inn í liðinu. Hann hefur aðlagast svo vel enskri menningu að Jamie Carragher segir hann hafa verið einn af þeim fáu leikmönnum liðs- ins sem eru bornir og barnfæddir í Liverpool-borg. Hið sama var upp á tengingnum þegar Hamann lék með Newcastle. Hann þótti svo vel tengdur breska húmornum að þeir Duncan Ferguson og Alan Shearer töldu óhætt að gefa honum bókina Mein Kampf eftir Adolf Hitler í jólagjöf. En þrátt fyrir að Hamann hafi unnið sína stærstu sigra á Englandi með Liverpool skráði hann nafn sitt í sögubækur enskar knatt- spyrnu með gylltum stöfum þegar hann varð síðasti maðurinn til þess að skora mark á Wembley-leik- vangnum. Á dögunum var haldinn samkeppni um hvað brúin sem mun liggja að hinum nýja Wembley-leikvangi sem er í byggingu eigi að heita. Um 700 þús- und manns komu uppástungur. Það að ansi stórt hlut- fall hafi stungið upp á nafninu: Dietmar Hamann-brúin segir meira en mörg orð um stöðu Hamanns í enskri knattspyrnu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.