blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 35
blaðió LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006
l 35
Sigur Rós hafa ferðast vítt og breitt
um hnöttinn í heilt ár og spilað
ólýsanleg’u tónlistina sína fyrir Evr-
ópubúa í fimmtán löndum auk þess
að hafa spilað á um þrjátíu stöðum
i Bandaríkjunum. En núna loksins
fáum við íslendingar tækifæri til
berja þá augum og láta töfrast af
hljóðheimi hljómsveitarinnar. Stað-
festir hafa verið tveir ókeypis útitón-
leikar í sumar. Fyrstu tónleikarnir
verða á Miklatúni/Klambratúni
þann 30. júlí og verður þeim varpað
um gervihnött beint í þekkt kvik-
myndahús í London.
Þá hefur verið staðfest að Sigur
Rós mun spila í Ásbyrgi sunnudag-
inn 6. ágúst og varla hægt að hugsa
sér flottari tónleikastað á fslandi.
Hljómsveitin mun halda fleiri
ókeypis útitónleika víðs vegar um
landið en ekki er enn vitað um hvar
þeir verða en heyrst hefur að Austur-
land sé ekki ólíklegur áfangastaður.
tílodid/Steinor Hugi
Sigur Rós spilaði meðal annars í Dalhalla sem er gígur ekki ósvipaður Kerinu okkar
Nýútkomnar plötur:
Mikil gróska í plötuútgáfu
„Það er mikið af góðum plötum að
koma út þessa dagana. Mitt uppá-
hald um þessar mundir er Jamie
Lidell með plötuna Multiply Additi-
ons. Hann er mjög fjölhæfur og fjöl-
breyttur tólistamaður sem blandar
saman sykurpoppi og raftónlist á
ákaflega skemmtilegan máta án
þess að vera tilgerðarlegur," segir
Benedikt Reynisson útvarpsmaður
áXFM.
Peaches - Impeach My Bush
Þá er hún loksins komin, þriðja breið-
skífa Peaches og er óhætt að segja að
hún sé ekki eina stjarnan á plötunni.
Impeach My Bush var tekin upp í
hljóðveri Jeff heitins Porcaro sem
eitt sinn trommaði í Toto. Til liðs við
sig fékk Peaches stjörnur á borð við
Joan Jett, Josh Homme úr Queens
of the Stone Age og Samantha Mal-
oney úr Hole. Eins og á fyrri plötum
er þó nokkrir smellir sem eiga eftir
að heyrast á öldum ljósvakans og á
skemmtistöðum borgarinnar, t.a.m.
lög eins og Downtown, Slippery
Dick og Boys Wanna Be Her.
Thom Yorke - The Eraser
The Eraser er fyrsta sólóskífa
Thoms Yorkes söngvara Radiohead
og er óhætt segja að þessi plata sé
óvænt útgáfa því hún var tilkynnt
fyrir örfáum misserum og unnin
á skömmum tíma. Hún er unnin
í samvinnu við Nigel Godrich og
minnir um margt á hinar frábæru
plötur Kid A og Amnesiac.
Mojave 3 - Puzzles Like You
Fjórða breiðskífa Neil Halstead og
Rachel Goswell í Mojave 3. Hljóm-
sveitina stofnaði Neil er Slowdive
voru í pásu en Rachel var einnig með-
limur merkrar shoegazer-sveitar
sem spratt upp úr sama runna og
sveitir á borð við Ride, My Bloody
Valentine og fleiri sveitir sem voru
á mála hjá hinu merka Creation út-
gáfufyrirtæki. Mojave 3 sækir áhrif
sín í brunn frá meisturum á bórð
við Byrds, Bob Dylan, Gram Par-
sons, Nick Drake en eru með örlítið
nútímalegra fas.
Jamie Lidell - Multiply Additions
Jamie Lidell sendi frá sér hina frá-
bæru breiðskífu Multiply í fyrra og
rataði hún inn á ófáa árslista yfir
bestu plötur ársins 2005. Multiply
er algjör instant nútíma soul- og
funkbræðingur af bestu gerð þar
sem hann blandar saman áhrifum
frábærra tónlistarmanna á borð við
Marvin Gaye, Funkadelic/George
Clinton, Prince, Michael Jackson og
Public Image Ltd. Á Multiply Add-
itions er að finna endurhljóðbland-
anir frá Herbert Gonzalez, Four Tet,
Luke Vibert o.fl. sem og tónleikaút-
gáfur af lögum á borð við You Got
Me Up og Game For Fools.
Scott Walker - The Drift
Scott Walker er búinn að vera við-
loðinn tónlist frá því á sjötta áratug
síðustu aldar og átti m.a. smellina
Make It Easy On Yourself, Dancing
In The Streets og My Ship Is Com-
ing In með
hljómsveit
sinni The
W a 1 k e r
Brothers.
Hann hóf
sólóferil
sinn árið
1967 og
hefur haft
mótandi áhrif á tónlistarmenn á
borð við Nick Cave, Antony & The
Johnsons, Divine Comedy og Suede.
The Drift er nýjasta meistaraverk
hans og er drungalegt og dularfullt
stykki.
Plaid & Bob Jarroc - Greedy Baby
íslandsvinirnir í Plaid eru búnir að
vera lengi í raftónlistarbransanum
og hafa sent frá sér þó nokkrar frá-
bærar skífur. Greedy Baby er sam-
starfsverkefni Plaid og breska leik-
stjórans Bob Jarroc. Ólíkt svipuðum
hugmyndum unnu Plaid tónlistina
fyrst og gerði Bob myndbandsverk
eftir á við tónlistina.
Cinema 16 - American Short Films
Cinema 16 er ný sería af DVD
diskum frá hinu framsækna útgáfu-
fyrirtæki Warp
Records í Eng-
landi. Um er að
ræða mynddiska
sem innihalda
stuttmyndir
eftir marga af
frambærilegustu
kvikmyndaleik-
stjórum samtim-
ans. Þetta eru margir margverðlaun-
aðir listamenn og oftar en ekki er
hér að finna myndir sem erfitt hefur
verið að nálgast
svoauðveldlega.
Allir sannir
kvikmy nda-
unnendur ættu
að kynna sér
málið.
Hér eru
myndir eins og
“The Discipline
of D” eftir Gus
Van Sant, “The
Lunch Break” eftir Adam Davidson
(höfund hinna vinsælu Lost-þátta),
“Feelings” eftir Todd Solondz, “Vin-
cent” eftir Tim Burton o.s.frv..
kristin@bladid.net