blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 11
blaðið LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 ÁLIT I 11 Öryrki skrifar: Spurningar til stjórnmála- manna Mig langar að spyrja ríkisstjórn Islands og alþingismenn nokk- urra spurninga. Sú fyrsta er þessi: Hvernig á að vera hægt að lifa af örorkubótum? Svo langar mig að vita: Hvernig ætlið þið að sjá til þess að við öryrkjar komumst í bíó, leik- hús eða innan um fólk? Ég hef fleiri spurningar sem ég læt koma hér: Hvers vegna fáum við ekki það sem við höfum borgað í lífeyrissjóði, þá pen- inga sem við eigum, án þess að Tryggingastofnun skerði örorkubæturnar, hvenær ætlið þið að hækka laun öryrkja, mannsæmandi laun þurfa að vera 150.000 á mánuði, öryr- kjar ættu að fá að vinna fjórar klukkustundir á dag án þess að bætur skerðist, það kæmi þeim öryrkjum sem geta út á vinnumarkaðinn, hversu lengi ætlið þið láta okkur þiggja mat frá hjálparstofnunum eins og betlarar, við öryrkjar erum ellefu þúsund í landinu og það eru kosningar framundan, hvaða flokkur ætlar að sjá um þessi og fleiri mál baráttumál öryrkja, fyrir og eftir kosn- ingar, veit nokkurt ykkar hvað það er að missa heilsuna? Óska eftir svörum frá ykkur, ráðherrar og alþingismenn. Lesendur M.H. skrifar: Átak borgar- stjórans Ég hjó eftir því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ætlaði að eyða fyrstu dögum í embætti í að snyrta til í Reykja- vík. Hann talaði eins og hann ætlaði sjálfur að fara út á götur og torg og taka til. Ég fer víða um Reykjavík og hef einu sinni séð til borgarstjórans frá því hann tók við embætti. Þá var hann farþegi í bíl sem eflaust er eign okkar allra og var ekið af manni sem ég er viss um að er einkabílstjóri. Vilhjálmur er eflaust hin ágæt- asti maður, en hann verður að standa við það sem hann sagði og fara út og taka til. Af nógu er að taka. Við viljum hreina borg. Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn List og saga „Andlit Þjórsdæla - mannlíf fyrr og nú“. Málverkasýning Hlífars Snæbjörnssonar. Athyglisverð sölusýning á landslags- málverkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is ogísíma 515 9000. Landsvirkjun Góðir straumar í 40 ár ísland í augum innflytjenda Hvaða sýn hafa innflytjendur á land og þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda. Skemmtidagskrá margar helgar í sumar. Ljósafossstöð við Sog L__________________________________/ Með krafta í kögglum! Sýning á myndum Halldórs Péturssonar listmálara við Grettissögu. Kynnið ykkur orkumannvirki sem kemur á óvart. Blöndustöð, Húnaþingi Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna f Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð i Mývatnssveit Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivisl norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er uppá Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal „Hvað er með Asum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjöl- skylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurössonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal aia Krókhálsi 10 simi: 557-9510 14 - 21 júlí D 18 virkii daga 10-Hi laugadag omdu og gerðu góð kaup Allt að 80% afsláttur ölluðum vörum Borð

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.