blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 18
18 I HEILSA
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 bla6Í6
Alvarleg offita eykst sífellt
.Offita sem örorkuvaldur fer vaxandi," segir SigurðurThorlacius sérfræðingur.
í nýjasta tölublaði Lceknablaðsins
er að finna grein sem íjallar um al-
gengi offitugreiningar hjá öryrkjum
á íslandi á tímabilinu 1992-2004 eftir
Sigurð Thorlacius og Sigurjón B. Stef-
ánsson, sérfræðinga, og Laufeyju
Steingrímsdóttur næringarfræðing.
1 greininni kemur fram að á þessu
tímabili hafi öryrkjum á Islandi með
offitu sem fyrstu sjúkdómsgreiningu
í örorkumati fjöígað gífurlega en
öryrkjum almennt fjölgað. „f örorku-
mati er oft fleiri en ein sjúkdóms-
greining, stundum bara ein, en oft
tvær, þrjár, jafnvel fleiri. Við höfum
þá verið að skoða hversu margir eru
með offitu sem fyrstu greiningu eða
meginforsendu örorku. Síðan athug-
uðum við einnig hversu margir væru
með offitu meðal greininga," segir Sig-
urður Thorlacius.
Sláandi aukning á offitu
Rannsóknin sem þremenningarnir
gerðu fólst i því að aflað var upplýs-
inga úr örorkuskrá Tryggingastofn-
unar ríkisins og þjóðskrá Hagstof-
unnar fyrir árin 1992-2004. Þannig
Mynd/Kristinn
var athugað hvort marktækar breyt-
ingar hefðu orðið á algengi örorku
í tengslum við offitu. Niðurstaðan
var sú að aukning þeirra, sem höfðu
offitu sem fyrstu sjúkdómsgrein-
ingu í örorkumati, var 183% hjá karl-
mönnum og 263% hjá konum. Þetta
verða að teljast sláandi niðurstöður
þó að þróunin á Vesturlöndum
hafi verið í þessa átt í töluverðan ^
tíma.
„Við bárum saman tvö ár, 1992
og 2004, og sáum að þarna hafði
orðið mikil breyting á. Það er ljóst
að fólki með offitu hefur fjölgað á
þessu tímabili en örorkan hafði auk-
ist umfram það. Okkar niðurstaða er
því sú að fólki fer fjölgandi með mjög
mikla offitu. Það vandamál hefur auk-
ist umfram það sem gengur og gerist
með offitu. Við bárum þetta þá líka
saman við heimildir á Lýðheilsustöð
um offitu í þjóðfélaginu. Offita sem ör-
orkuvaldur er þannig vaxandi og sér-
staklega mjög mikil offita, þá sérstak-
lega hjá yngri konum,“ segir Sigurður.
Þarf að grípa inn í þróunina
Þá segja rannsakendur að aukin um-
ræða við offituvandann á rannsókn-
artímabilinu hafi haft áhrif á grein-
ingarvenjur lækna og þar með á tíðni
offitugreininga. Sigurður segir þó
að það eigi aðallega við þegar offita
er ekki fyrsta greining örorku. „Þeir
sem eru á annað borð með þetta sem
fyrstu greiningu þá er þetta mjög
mikil fita en þá skiptir þessi umræða
ekki svo miklu máli og augljóst að of-
fita er meginvandinn,“ segir Sigurður.
Sigurður segir að niðurstöður rann-
sóknarinnar hafi ekki komið svo
mikið á óvart í sjálfu sér. „Hún stað-
festi bara enn á ný að þetta er
vaxandi vandamál
hjá okkur
s e m
og í nágrannalöndunum. Það að þetta
megi sérstaklega greina hjá yngri
konum segir okkur að vandamálið
sé að færast niður eftir aldurshópum
og afskaplega mikilvægt að grípa inn
í þá þróun, í uppeldinu og í skólunum.
Eitt er að meðhöndla afleiðingarnar
þegar þær eru orðnar skelfilegar, með
aðgerðum og slíku, en það er forvarn-
arstarfið sem skiptir öllu máli 1 þessu
samhengi,“ segir Sigurður.
Frekari rannsóknir í bígerð
Gífurleg aukning hefur orðið á offitu-
tengdum aðgerðum en rannsóknir
varðandi árangur af þeim aðgerðum
eru í bígerð. „Það eru ekki bara að-
gerðirnar, á borð við að þrengja maga,
heldur koma þá í ljós allir kvillarnir
sem fylgja í kjölfarið: Slitgigt í burðar-
liðum eins og hnjám, hækkaður blóð-
þrýstingur, hækkuð blóðfita, aukin
sykursýki auk hjarta- og æðasjúk-
dóma. Þetta er gífurlegur heilbrigðis-
vandi, stórt vandamál nú þegar og fer
vaxandi. Þetta er þá líka spurning um
hreyfinguna. Nútímafólk hreyfir sig
of lítið, borðar of mikið og borðar vit-
laust. Það skiptir líka máli þegar allt er
komið í óefni að gera eitthvað í þeim
málum. Við ætlum okkur reyndar
að skoða þetta betur og athuga
árangurinn af þessum með-
ferðum. Niðurstöður
okkar rannsóknar gefa
tilefni til frekari rann-
sókna,“ segir Sigurður.
jon@bladid.net
Sjá fisk á disk
Rannsóknir vísindamanna hafa
sýnt fram á að fiskát stuðlar að því
að viðhalda sjóninni samkvæmt
frétt AR Tvær nýjar rannsóknir
þykja sýna fram á að Omega3-fitu-
sýrur dragi úr kölkun í augnbotni
eða sjóndepru seinna á lífsleið-
inni. Tímarit um augnlæknisfræði
birti þessar niðurstöður í byrjun
vikunnar.
Fitusýrurnar eru þegar taldar
vera mjög góðar til þess að viðhalda
heilbrigði hjarta
og heila. Sam-
kvæmt frétt-
inni verður
að slá ýmsa
varnagla
við rann-
sóknirnaren
þær þykja þó
styrkja aðrar
rannsóknir
s e m
skilað ■
hafasvip- Rannsóknirnar sýna fram á
U ð U m aðhægteraðvinnaöflugtf
n i ð U r - varnarstarf f þágu sjónarinn
Fiskur er hin heilsusamlegasta fæða sam-
kvæmt rannsóknum.
stöðum.
Önnur rannsóknin náði til 681
eldri Bandaríkjamanna og þótti
sýna fram á að þeir sem neyttu
fisks tvisvar í viku drógu úr hættu
á kölkun í augnbotni um 36%. Hin
rannsóknin sem gerð var náði til
2.335 Ástrala. I henni kom fram að
fólk sem borðaði fisk að minnsta
kosti einu sinni i viku dró úr hættu
á kölkun í augnbotni um 40%.
Ameríska rannsóknin sýndi
einnig fram á að reykingamenn
væru í mun meiri áhættu á sjúk-
dómnum en þeir sem aldrei hafa
reykt.
drepur fleiri
Búist er við þvl að reykingar muni draga um
einn milljarð manna til dauða á 21. öldinni
samkvæmt frétt frá AP. Það er tíu sinnum
meiri fjöldi en á 20. öldinni ef marka má
tölfræði opinberra heilbrigðisstarfsmanna
í Washington i Bandaríkjunum. Áætlað er
að í kringum 1,4 milljón manns látist úr
reykingum árlega þó ekki sé tekið fram í
umfjöllun AP hvort óbeinar reykingar séu
hluti af þessari tölfræði. Annars hafa flestar
nýlegar rannsóknir sýnt fram á skaðsemi
óbeinna reykinga.