blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 31
blaðið LAUGARDAGUE 15. JÚLÍ 2006 31 Abramovich kaupir Roberto Carlos Breska blaðið The Independent segir að Roman Abramovich beiti sér nú persónulega fyrir þvi að ganga frá samningi við braslíska bakvörðinn Roberto Carlos. Blaðið, sem þykir áreiðanlegt, heldur því fram að russneski auðkýfingur- inn hafi í auknum mæli tekið að sér að sjá um ieikmannakaup Chelsea og að hann krefjist þess að liðið vinni bæði Meistaradeildina og úrvalsdeildina á næsta ári. Heimsmeistaramótið: Reuters Materazzi f undaði með aganefnd FIFA Marco Materazzi, hinn umdeildi varnarmaður ítalska landsliðsins, sat fund með aganefnd Alþjóða- knattspyrnusambandsins (FIFA) í Ziirich í gær. Eftir fundinn neitaði Materazzi að tjá sig um hvað fór fram en talið er hugsanlegt að FIFA muni refsa honum fy rir þátt sinn í at- vikinu sem leiddi til þess að franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zid- ane var vikið afvelli í úrslitaleik HM í Þýskalandi. Zidane stangaði Materazzi í bring- una. Hann segir að Materazzi hafi talað svo ósæmilega um móðir hans og systur að hann misst stjórn á skapi sínu. ftalinn viðurkennir að hafa móðgað Zidane en hins vegar hafi hann ekki sagt neitt um móður franska knattspyrnugoðsins. Málið hefur vakið mikla athygli en á Ítalíu vilja margir að Matar- ezzi sleppi við refsingu. Bent hefur verið á atvik á EM í Portúgal. Þá var ítalski sóknarmaðurinn Francesco Totti dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hrækja á danska landsliðs- manninn Christian Poulsen í leik liðanna. Bent hefur verið á að þrátt fyrir að líklegt hafi verið að Poulsen hafi reitt Totti til reiði í leiknum var þeim fyrrnefnda ekki refsað fyrir atvikið. Þar sem að Zenedine Zidane er hættur að leika knattspyrnu verður hann seint dæmdur í leikbann en hugsanlegt er að nafnbótin besti leik- maður HM í Þýskalandi verði tekin af honum. Hins vegar er hugsanlegt að Marco Materazzi verði dæmdur í leikbann og gert að greiða sekt fyrir þátt sinn. Frá Vesstmannaeyjum ■ . Mynd/BrynjarCauti Kokhraustir suöurnesjamenn Stuðningsmenn Keflavíkurliðs- ins í Landsbankadeild karla geta verið ánægðir með sína menn þessa daganna enda gjörsigraði liðið Vest- mannaeyinga i Keflavík á fimmtu- dag með sex mörkum gegn tveim. Lengi hefur verið vinalegur rígur á milli Keflvíkinga og Vestmann- eyinga enda hefur margt sameinað byggðarlögin í gegnum tíðina. Hugsanlegt er að sá rígur verði ögn alvarlegi taki Eyjamenn upp á því að lesa umfjöllun Vikurfrétta, héraðsfréttablað þeirra suðurnesja- manna, um leikinn. Handbolti: Sigruðu alþjóðamót Eldra ár 4. flokks drengja í FH vann sigur á Partillemótinu í hand- bolta í ár. Eftir vasklega framgöngu undanfarna daga báru þeir sigur- orð af liði HK Eskil frá Svíþjóð sem eru núverandi Svíþjóðarmeistarar í þessum aldursflokki en áður höfðu þeir slegið út lið BK Heid sem sigr- uðu á Partille í fyrra. Strákarnir hafa farið gjörsamlega á kostum á mótinu og kórónuðu hreint út sagt magnaða frammistöðu sína með sigri í úrslitaleiknum, 18-16, í Lisebergshallen. Aron Pálmarsson var valinn maður úrslitaleiksins. Þessi sigur er enn ein skrautfjöð- urin í hinn ansi stóra og litríka hatt drengjanna en undanfarin ár hafa þeir unnið nánast allt sem hægt er að vinna í handboltanum á íslandi ásamt því að leggja land undir fót ekki alls fyrir löngu og bera sigur úr býtum á Norden Cup, óopinberu Norðurlandamóti unglingaliða í handknattleik. Eftir vasklega framgöngu undanfarna daga vann 4. flokkur FH HK. Eskil frá Svíþjóö. En þrátt fyrir frábæran árangur eldra árs drengjanna stóð 3. fl. karla sem og yngra ár 4. flokksins sig einnig vel og komust áfram í úrslita- keppni mótsins og 4. flokkur kvenna komst áfram í B-úrslitin þar sem að þær duttu út í 8-liða úrslitunum með einu marki. Partille-mótið er stærsta hand- knattleiksmót heims en þar kepptu 870 lið frá 62 löndum í 9 aldurs flokkum pilta og stúlkna Háðir voru 2.899 leikir og skoruð alls 69.396 mörk SETTU ÞAÐ SAMAN Ml Kr, 165.846. DEKOR KASTANIE/800 i -l 3 .jdiJ 'IJ J31/ . 3 sýningarsalir: Smáralind, Akureyri og Selfoss HEIMILISTÆKl A TILBOÐSVERÐI ÞEGAR KEYPTAR ERU ,SETTU ÞAÐ SAMAN“ INNRÉTTINGAR í ansi skemmtilegum skrifum á vef Víkurfrétta um leikinn má meðal annars sjá mynd af Heima- kletti undir myndatextanum: „Þegar Eyjamenn sjá ekki Heima- klett, geta þeir lítið sem ekkert í fótbolta. Heimaklettur var vtðs- fjarri Keflavíkurvelli í kvöld.“ Éinnig má lesa skemmtilega lýs- ingu á ástandi liðs Vestmanney- inga á vellinum en blaðamaður líkti þeim við vankaðar lundapy- sjur í höndum Keflvíkinga. BETRI leið I tilaðversia FALLEGT, VANDAÐ, ÓDÝRT OG TIL Á LAGER -NÚNA ORMSSON

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.